Fréttablaðið - 22.04.2017, Síða 8

Fréttablaðið - 22.04.2017, Síða 8
Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfasjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. Sparaðu og við hvetjum þig áfram landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Frakkland Á morgun ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þann fram- bjóðanda sem þeim líst best á í fyrri umferð forsetakosninga. Ellefu fram- bjóðendur verða á kjörseðlinum en fjórir mælast með mun meira fylgi en aðrir. Tveir hlutskörpustu munu mætast í síðari umferð forsetakosninga, það er að segja ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða á morgun. Lengi vel naut Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylk- ingarinnar, mests stuðnings. Allt frá því í ágúst og fram undir lok mars mældist hún efst. Eftir að upp komst að frambjóð- andi Repúblikana, Francois Fillon, hefði mögulega greitt fjölskyldu sinni laun fyrir uppskálduð störf sem aðstoðarmenn hans, missti hann talsvert fylgi til hins frjálslynda Emmanuels Macron, frambjóðanda En Marché!. Nú mælist Macron efstur. Þá hefur sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, sótt í sig veðrið undanfar- ið og siglt upp að hlið þeirra þriggja fyrrnefndu. Benoit Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, flokks Francois Hollande forseta, mælist hins vegar með innan við helming fylgis fjór- menninganna. Macron mælist með 24 prósent samkvæmt meðaltali skoðanakann- ana sem The Financial Times tekur saman. Le Pen er með 22 prósent, Fillon og Mélenchon með 19 prósent en Hamon ekki nema átta prósent. Sé litið til kannana á fylgi fram- bjóðenda í seinni umferð mælist Le Pen jafnvel ekki. Hún mælist um tuttugu prósentustigum veikari en Fillon og Mélenchon og þrjátíu pró- sentustigum neðar en Macron. Fillon mælist fjórtán prósentustigum neðar en Mélenchon og 32 neðar en Mac- ron. Þá er ótalin hugsanleg barátta milli Macrons og Mélenchons en þar mælist Macron með 59 prósenta fylgi en Mélenchon 41 prósent. Ljóst er því að miðað við skoðana- kannanir stefnir ekki í spennandi kosningabaráttu í seinni umferð. Óljóst er hvaða áhrif skotárás fimmtudagsins mun hafa á kosning- arnar. Þá skaut 39 ára maður að nafni Karim Cheurfi lögreglumann til bana. Er hann talinn íslamskur öfga- maður og fannst haglabyssa og hníf- ar í bíl hans. Hollande forseti kallaði árásina hryðjuverk og hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á henni. Varð árásin þess valdandi að Le Pen, Fillon og Macron aflýstu síðustu kosningafundum sínum og hvöttu stjórnvöld til aðgerða til að fyrir- byggja frekari árásir. Le Pen sagði á blaðamannafundi að herða ætti landamæraeftirlit og vísa innflytjendum á eftirlitslistum lögreglu úr landi. Fillon sagði að baráttan gegn ísl- ömskum öfgamönnum ætti að vera forgangsatriði næsta forseta á meðan Macron hvatti Frakka til að láta ótt- ann ekki heltaka sig. thorgnyr@frettabladid.is Útlit fyrir afar spennandi fyrri umferð Emmanuel Macron En Marche! – 24% l Fjárfesting fyrir 5.800 milljarða króna í innviðum og endur- nýjanlegri orku l Gjaldfrjáls gleraugu, heyrnar- tæki og tannlækningar l Lækka skatta á fyrirtæki l Minnka atvinnuleysi Marine Le Pen Franska þjóðfylkingin – 22% l Þjóðaratkvæðagreiðsla um út- göngu úr ESB l Vísa ólöglegum innflytjendum úr landi l Loka moskum íslamskra öfga- manna l Setja Frakka í forgang þegar kemur að félagslegu húsnæði Francois Fillon Repúblikanar – 19% l Fækka um hálfa milljón störfum hjá hinu opinbera l Afnema eignaskatt l Afnema ríkisborgararétt íslamskra öfgamanna l Berjast með Bashar al-Assad Sýr- landsforseta gegn ISIS Jean-Luc Mélenchon La France Insoumise – 19% l Lækka kosningaaldur í sextán ár l Færa meiri völd til þingsins og breyta forsetaþingræðisfyrir- komulaginu l Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta á öllum sviðum l Uppræta heimilisleysi í Frakk- landi Helstu baráttumál frambjóðenda 22% segjast ætla að kjósa Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar. 24% segjast ætla að kjósa Emmanuel Macron, frambjóðanda En Marche! Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Fyrri umferð forseta- kosninga í Frakklandi fer fram á morgun. Fjórir eiga raunhæfan mögu- leika á að komast áfram í aðra umferð. Kannanir benda ekki til spenn- andi seinni umferðar, sama hverjir verða þar. Arftaki Hollande mælist með minna fylgi. 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r d a G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 2 -0 6 A 8 1 C B 2 -0 5 6 C 1 C B 2 -0 4 3 0 1 C B 2 -0 2 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.