Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2017, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 22.04.2017, Qupperneq 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Vonandi verður henni að ósk sinni. En þá þurfa báðir að láta hagsmuni ráða frekar en hefndarhug. Hvert er hlutverk stjórnmálamanna? Að gæta hagsmuna almennings, ekki rétt? Rangt.Í byrjun mánaðarins lýsti borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, því yfir að hann hygðist grípa til aðgerða til að minnka loftmengun í borginni. Þeir sem aka dísilbifreiðum um miðbæinn munu senn þurfa að greiða fyrir það tuttugu og fjögur pund í mengunarsekt á dag. Dísilbílar eru mesti mengunarvaldurinn í London en talið er að loftmengun þar valdi níu þúsund ótímabær- um dauðsföllum á ári og fimmtíu þúsund dauðsföllum í Bretlandi öllu. Mengun af völdum ökutækja er auk þess talin auka líkur á krabbameini, hjarta- og lungnasjúk- dómum, heilablóðfalli og heilabilun. Ekki voru þó allir á einu máli um ágæti þess að draga úr dauðsföllum. „Við höfum miklar áhyggjur af kostnað- inum sem þetta mun skapa fyrirtækjum,“ sagði Colin Stanbridge, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Lundúna. Khan lét sér fátt um finnast um gagnrýnina og gekk skrefinu lengra. „Ég hvet ríkisstjórnina til að sýna af sér metnað og taka þátt í að bæta skelfilegt loftið sem við öndum að okkur.“ Svar forsætisráðherra landsins birtist í fyrirsögnum blaðanna næsta dag: „Theresa May lofar að stöðva árás á eigendur dísilbifreiða.“ Nóg komið En hingað heim. Allt ætlaði um koll að keyra í vikunni vegna frétta af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Verksmiðjan var gangsett fyrir rúmum fimm mánuðum og hefur starfsemin gengið brösug- lega. Súra brunalykt lagði yfir Reykjanesbæ þegar verksmiðjan var tekin í gagnið. Íbúar í nágrenni við hana kvarta undan sviða í augum og hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Eldur kom svo upp á þremur hæðum verksmiðjunnar á aðfaranótt þriðjudags. En það var ekki þetta sem olli fjaðrafokinu. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tjáði sig um verksmiðjuna á Facebook og í fjölmiðlum. Hún sagði „nóg komið“ og sér fyndist að loka ætti verksmiðjunni meðan starfsemi hennar væri skoðuð. Það væri skylda hennar að „standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum“. Fyrir þetta var Björt höfð að háði og spotti. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, sakaði hana um „virð- ingarleysi gagnvart lögum og reglum“ er hann vændi hana um að ætla að hunsa stjórnskipunarlög. Karl Th. Birgisson ritstjóri skrifaði: „Björt Ólafsdóttir kann ekki að vera ráðherra. Umhverfisráðherra lýsti því yfir … að Umhverfisstofa [sic] ætti að loka verksmiðju United Silicon … Hvers vegna? Jú, henni fannst það bara.“ Ekki allt með felldu Það er gott að vita til þess að málsmetandi mönnum sé annt um að leikreglur þeirra séu virtar sem ekki virða leikreglur. Það væri hins vegar óskandi að einhver pass- aði svona vel upp á rétt okkar hinna til að draga andann. „Ég er reiður,“ sagði Sadiq Khan þegar hann frétti af skipulögðu aðgerðaleysi ríkisstjórnar Bretlands í meng- unarmálum. „Hvern einasta dag sem við gerum ekkert í málinu anda börnin okkar að sér eitruðu lofti, gamla fólkið okkar nær ekki andanum og fólk lætur lífið.“ Ekki er allt með felldu í Helguvík. Hvaða efni eru það sem valda íbúum Reykjanesbæjar óþægindum? Geta þau valdið fólki langvarandi heilsutjóni? Eru þau jafnvel lífshættuleg? Ef það er „kunnáttulaus“ ráðherra sem „finnst“ að verksmiðju sem hugsanlega spúir hættulegum eitur- efnum út í andrúmsloftið eigi að loka meðan málið er skoðað, má ég þá biðja um fleiri kunnáttulausa ráðherra sem „finnst“. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, af algjöru þekkingarleysi, mannréttindi að fá að anda. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og hverjum öðrum óbreyttum aula, að mannslíf séu æðri peningum. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og Sadiq Khan, fráleitt að grípa ekki til aðgerða sem vernda heilsu fólks. Má ég biðja um ráðherra sem „finnst“, eins og versta viðvaningi, að það sé hlutverk stjórnmálamanna að gæta hagsmuna almennings. Kunnáttulaus ráðherra sem finnst Evrópa verður fyrir tjóni ef forsvarsmenn Evrópusambandsins ganga of hart fram í viðræðum við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu, sagði Guðlaugur Þór Þórðar-son utanríkisráðherra á fundi með þýskum starfsbróður sínum í Berlín. Ráðherrann hitti naglann á höfuðið varðandi þann vanda sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir vegna Brexit. Samningamenn ESB mega ekki vera svo undan- látssamir við Breta að aðrar aðildarþjóðir vilji fylgja í kjölfarið og segja sig úr ESB. Þeir þurfa líka að varast að beita Breta svo hörðu að þær Evrópuþjóðir sem eftir standa verði fyrir tjóni. Þetta er vandratað einstigi. Evrópusambandið hefur ýmis vopn á hendi gagnvart Bretum. Hægt er að fyrirskipa tollmúra milli Bretlands og Evrópusambandsins, takmarka aðgang þeirra að innri markaðnum, og hefta frjálsa för breskra borgara um lönd sambandsins. Slíkar aðgerðir kæmu ekki einungis niður á Bretum heldur líka viðskiptaþjóðum þeirra innan sam- bandsins. Bretar yrðu að finna nýjan farveg með nýjum viðskiptasamningum, og bresk fyrirtæki myndu beina viðskiptum sínum í aðrar áttir. Slíkt myndi valda evr- ópskum fyrirtækjum miklum tekjumissi og stuðla að auknu atvinnuleysi innan sambandsins. Eins og Guðlaugur Þór sagði er erfitt að réttlæta slíkt með vísan til þess að nauðsynlegt hafi verið að ganga fram af hörku gagnvart Bretum. Þetta breytir því þó ekki að enn er erfitt að finna sannfærandi rök fyrir útgöngu Breta úr Evrópusam- bandinu. Heilli meðgöngu eftir Brexit atkvæðagreiðsl- una er framtíðarsýn Breta á alþjóðavettvangi enn þá afar þokukennd. Margir telja að Bretar ættu að einbeita sér að bak- dyraaðgangi að innri markaðnum gegnum EFTA eða Evrópska efnahagsvæðið. Erfitt er að sjá hvernig slíkt samstarf myndi gagnast Bretum. Þeir myndu þurfa að taka upp tilskipanir, lög og reglur frá Evrópusamband- inu án þess að sitja við borðið þegar slíkir bálkar verða til. Slíkt fyrirkomulag kann að henta smáþjóðum eins og Íslandi eða Noregi, en hlýtur að vera ófullnægjandi fyrir stórþjóð í viðskiptum og stjórnmálum, eins og Bretland. Theresa May forsætisráðherra hefur boðað til kosn- inga í júní og bendir flest til að hún fái mikinn meiri- hluta í þinginu. Gangi það eftir verður staða hennar við samningaborðið mun sterkari og hún mun geta haldið á lofti sínum áherslum í viðræðunum án þess að hafa áhyggjur af andófi í eigin flokki og stjórnarandstöðu. May virðist leggja áherslu á að Bretar lúti ekki lög- sögu Evrópudómstólsins og að þeir geti heft frjálsa för fólks. Öðrum meginstoðum fjórfrelsisins, frjálsu flæði fjármagns, vöru og þjónustu vill hún viðhalda eins og kostur er. Hún hefur sömuleiðis sagt að útganga Breta úr Evrópusambandinu megi ekki þýða að tengslin við Evrópu rofni. Vonandi verður henni að ósk sinni. En þá þurfa báðir að láta hagsmuni ráða frekar en hefndarhug. Brexit einstigi Aðalfundur KEA verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi miðviku- daginn 26. apríl kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundar- störf samkvæmt samþykktum félagsins. Dagskrá og ársreikningur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Einnig verður hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðunni www.kea.is 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 1 -C 6 7 8 1 C B 1 -C 5 3 C 1 C B 1 -C 4 0 0 1 C B 1 -C 2 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.