Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 36

Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 36
Valgerður Guðnadóttir söng-kona er leikstjóri verksins. Hún segir söngleikinn ótrú- lega fjörugan og skemmtilegan en þetta sé í fyrsta skipti sem hann er settur á svið á Íslandi. „Öll lög og textar eru eftir Dolly Parton en Þór Breiðfjörð söngvari hefur gert glæ- nýja þýðingu á þeim ásamt Karli Pálssyni.“ Þetta er fjórða starfsár söng- leikjadeildarinnar sem hefur sett upp nokkra frábæra söngleiki. „Núna langaði okkur að gera stóra uppfærslu þar sem konur væru fjölmennar. Það eru tuttugu nemendur í söngleikjadeildinni, meirihluti konur þótt strákum sé alltaf að fjölga,“ segir Valgerður. „Okkur fannst þetta verk henta vel fyrir deildina auk þess sem það er stórskemmtilegt. Margir muna eftir bíómyndinni Nine to Five og þótt hún hafi komið út árið 1980 og sé að mörgu leyti barn síns tíma þá stendur hún alveg fyrir sínu. Það er mikið líf og fjör á skrifstofu Sameignar, eins og við köllum fyrirtækið í sýningunni. Fjóla, Dóra Lín og Sissa vilja finna leið til að ná sér niðri á fordómafulla, sjálfselska karlrembusvíninu Friðjóni sem er yfirmaður þeirra. Þótt tímarnir hafi breyst frá árinu 1980 erum við enn að berjast við launamun kynjanna og verkið er því hárbeitt ádeila á misréttið,“ útskýrir Valgerður. Samstarf við fjölbraut Söngleikurinn verður settur upp í Fjölbrautaskólanum í Ármúla en ástæðu þess má rekja til upphafs að samstarfi. Næsta vetur geta nemendur í söngleikjadeildinni tekið allt að fjórðung eininga til stúdentsprófs í skólanum. Það er í fyrsta skipti sem boðið er upp á slíkt nám í framhaldsskóla og eykst þar með val nemenda. „Þetta eykur möguleika nemenda til mikilla muna. Deildin okkar hefur mikla sérstöðu þar sem hún er sú eina sinnar tegundar á Íslandi, nú fær hún að springa enn frekar út,“ segir Valgerður sem er upphafsmaður söngleikjadeildarinnar ásamt Þór Breiðfjörð og Jóhönnu Þórhalls- dóttur. „Við erum með harðduglega nem- endur því þeir sauma búninga, gera leikmynd auk þess að leika og syngja. Við fengum Auði Snorra- dóttur til að aðstoða okkur við dansa og hreyfingar í nokkrum at- riðum og ljósahönnun er í umsjá Jó- hanns Bjarna Pálmasonar. Ég dáist að því hvað nemendur eru fjölhæfir og geta gengið í hin ýmsu störf. Það hefur verið sívaxandi áhugi á söngleikjadeildinni, rétt eins og það er mikill áhugi í þjóðfélaginu fyrir söngleikjum sem settir eru á svið hér á landi. Við verðum með inntökuprufur í lok maí en þær eru alltaf vel sóttar,“ útskýrir Valgerður. „Námið er mjög góður undirbúningur fyrir frekara nám í leiklist, söng eða söngleikjum. Nokkrir nemendur okkar eru núna í mjög góðum skólum erlendis og aðrir á leiðinni til Englands. Þetta er því frábær leið til að þjálfa sig í söngleikjaforminu sem er söngur og leikur á sviði.“ Valgerður og Þór eru bæði söng- menntuð og hafa mikla reynslu af söngleikjum. Nemendur í söng- leikjadeildinni eru á aldrinum 16 ára og upp í þrítugt. „Þetta er krefjandi nám og það þarf að vera ákveðinn þroski í röddinni. Nemendur henda sér beint í djúpu laugina með því að koma á svið og syngja en söngleikir spanna mjög breitt tónlistarsvið,“ segir Val- gerður. Sjóðheitur tangó Á undanförnum árum hefur Val- gerður sinnt kennslunni í Söng- leikjadeildina ásamt mörgum öðrum verkefnum en hún ætlar í leyfi næsta vetur til að sinna öðrum áhugamálum. „Leik- og söngkonan Jana María Guðmundsdóttir leysir mig af á meðan,“ segir hún. „Ég var svo heppin að fá starfslaun listamanna í eitt ár í fyrsta skipti en það er mikill heiður. Ég verð með tónleika næsta vetur og flyt meðal annars lög af plötu sem ég gaf út árið 2010 en einnig mun ég syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá fer ég sömuleiðis með til Færeyjaverk eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson sem heitir Völuspá,“ segir Valgerður en hún fer með eina hlutverkið í sýningunni ásamt kór og hljómsveit. „Síðan hef ég verið að stúdera argentínskan tangó og músíkina í kringum dansinn. Ég er í kvartett sem kallast Kurr en við flytjum djass, gömul dægur- og þjóðlög og svo höfum við verið að taka sjóðheitan tangó. Við verðum með tónleika í ágúst og aftur næsta vetur. Einnig stendur til að setja upp tangódagskrá með Bjarna Þór Jónatanssyni píanóleikara og fleiri tónlistarmönnum,“ segir Valgerður. „Mig langar mikið að skella mér til Argentínu og læra tangó. Ég kynntist Snorra Sigfúsi Birgissyni sem er eldheitur áhugamaður um tangó og er að spá í að biðja hann að taka mig á tangónámskeið. Ég er mikill dansari og finnst þetta afar spennandi,“ segir söngkonan sem er óhrædd við að takast á við nýja hluti. Sýningar í næstu viku Valgerður hefur mikið sungið á undanförnum árum, bæði á tónleikum, í Óperunni og leikhús- unum. Hún var síðast með hlutverk í Rakaranum frá Sevilla þar sem hún fór með hlutverk Bertu. Hún var aðeins 18 ára þegar hún fór með hlutverk Maríu í West Side Story í Þjóðleikhúsinu en þá hafði hún áður farið með hlutverk Maríu Magdalenu í Jesus Christ Superstar. Valgerður hlaut Grímuna, Íslensku leiklistarverðlaunin, sem Söngvari ársins 2009 fyrir hlutverk sitt sem María í Söngvaseiði. Hún stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur en að því loknu stundaði hún söng- nám í Guildhall School of Music and Drama í London. Þegar Valgerður er spurð hvernig helginni verði varið, svarar hún: „Ég verð á fullu við undirbúning Nine to Five en sýningar verða 26. og 27. apríl í salnum í Ármúlaskóla. Söngleikurinn hennar Dollyar Parton gengur fyrir öllu núna,“ segir hún. Þess má geta að bíómyndin Nine to Five var ákaflega vinsæl og hlaut nokkur verðlaun á sínum tíma. Með aðalhlutverkin fóru auk Dollyar Jane Fonda og Lily Tomlin. Dolly Parton er 71 árs og er enn á fullu í tónlist. Valgerður, Þór Breiðfjörð og nemendur söngleikjadeildar sem koma að sýningunni. MYND/STEFÁN Valgerður var meðal þeirra sem stofnuðu Söngleikjadeildina en vaxandi áhugi er hjá nemendum. Elín Albertsdóttir elin@365.is Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Margir muna eftir bíómyndinni Nine to Five og þótt hún hafi komið út árið 1980 og sé að mörgu leyti barn síns tíma þá stendur hún alveg fyrir sínu. Það er mikið líf og fjör í þessari sýningu. Valgerður Guðnadóttir FRÁBÆR KÍNVERSKU R VEITINGAST AÐUR Í MEIRA EN 30 ÁR Krakkar að 5 ára aldri borða frítt 5 -12 ára börn 1.200kr. HLAÐBORÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11:00 - 14:00 Verð kr. 2.100 Veglegt hlaðborð með fjölbreyttum og bragðgóðum réttum Tilvalið fyrir fjölskyldur! Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l kinahofid@kinahofid.is l Sími 554 5022 www.kinahofid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . a p r Í l 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 2 -2 E 2 8 1 C B 2 -2 C E C 1 C B 2 -2 B B 0 1 C B 2 -2 A 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.