Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 38

Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 38
Samtökin Stelpur rokka! eiga fimm ára afmæli í ár og verður af því tilefni boðið til veglegrar afmælishátíðar í dag, laugardag, á KEX hosteli við Skúla- götu í Reykjavík milli kl. 14 og 20. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í dag að sögn Áslaugar Einarsdóttur, framkvæmdastýru samtakanna. „Þetta verður sann- kölluð hátíðardagskrá fyrir alla aldurshópa og ókeypis er inn á hátíðina. Við byrjum með trylltum trommugjörningi kl. 14 og svo taka við tónleikar með t.d. böndum sem hafa orðið til í rokkbúðunum okkar. Einnig fáum við góða gesti eins og Between Mountains sem vann síðustu Músíktilraunir.“ Að tónleikum loknum verður boðið upp á lifandi samræður við samstarfsaðila þeirra, fulltrúa frá KÍTÓN, Tabú, No Borders, MFÍK, Sól í Tógó og Druslugöngunni en yfirskrift umræðnanna er „Hvernig myndum við femíníska breið- fylkingu?“. Boðið verður upp á afmælisköku og kaffi kl. 16, raftónlistarsmiðju og fleiri spennandi föndursmiðjur fyrir ungmennin og líka gagnvirka spurningakeppni um konur og tónlist þar sem vegleg verðlaun eru í boði. „Við endum svo á glæsi- legum tónleikum milli kl. 17 og 20 þar sem stórböndin Hellidemba, Gróa, RuGl, Soffía Björg og Sóley troða upp. Meðlimir Hellidembu eru einmitt reynsluboltar úr kvennarokkinu sem eru komnar á fullt núna í spilamennsku og við hlökkum einstaklega mikið til að sjá þær spila.“ Skapandi rými Það var fámennur hópur sjálfboða- liða sem stofnaði Stelpur rokka! árið 2012. Honum fannst vanta rými þar sem stelpur, trans-strákar, kynsegin og intersex krakkar gætu tengst femínískum fyrirmyndum og prófað sig áfram í tónlistar- sköpun í öruggara rými. „Helsta langtímamarkmiðið var að leið- rétta kynjahallann í tónlistarlífinu en markmiðið var líka að bjóða upp á skapandi rými þar sem þátttakendur fengu metnaðarfulla jafnréttismenntun og hvatningu til að semja og spila eigin músík.“ Fyrstu rokkbúðirnar voru haldnar árið 2012 og tókust svaka- lega vel að sögn Áslaugar. „Okkur var mætt hvarvetna með mikilli velvild og stuðningi. Ýmsir lánuðu okkur hljóðfæri, aðrir elduðu mat fyrir okkur, skutluðust með plaköt og peppuðu okkur áfram enda- laust. Búðirnar heppnuðust rosa- lega vel og lokatónleikarnir voru ógleymanlegir og þá vissum við að þetta starf væri komið til að vera.“ Síðan þá hefur sjálfboðaliða- hópurinn stækkað til muna, rokk- búðum og rokksmiðjum fjölgað, innra starfið eflst, tengslanetið stækkað og starfsemin margfald- ast. „Í dag eigum við í fjölmörgum samstarfsverkefnum úti um allan heim, sendum sjálfboðaliða á ráð- stefnur og í rokkbúðir víðsvegar um heiminn og höfum stutt við stofnun rokkbúða í fjórum löndum; Græn- landi, Færeyjum, Póllandi og Tógó svo fátt eitt sé nefnt.“ Nauðsynleg samtök Hún segir samtök sem þessi mjög nauðsynleg í nútíma samfélagi. Stelpur, trans-strákar, kynsegin og intersex krakkar þurfi rými þar sem þau geta pönkast, tekið áhættu, látið rödd sína heyrast óhindrað og stigið upp á svið, án þess að eiga það á hættu að vera dæmd út frá kyngervi sínu. „Það er enn kynjahalli í íslensku tón- listarlífi, sem og alls staðar annars staðar í heiminum. Við þurfum að jafna þennan halla.“ Skráning í allar rokkbúðir sum- arsins hefst í dag og segir Áslaug takmarkaðan fjölda plássa í boði. „Við mælum því með því að fólk skrái sig tímanlega. Búðirnar verða bæði í Reykjavík og á Akureyri í sumar, fyrir 10 til 12 ára, 13 til 16 ára og 18 ára og eldri kvennarokk- búðir. Við fáum til okkar sjálfboða- liða frá Svíþjóð, Noregi og Tógó í 13 til 16 ára búðirnar og erum sérlega spenntar að taka á móti þeim. Auk þess verðum við með gistirokk- búðir fyrir 16 til 20 ára ungmenni í haust í vetrarfríi menntaskólanna og þema búðanna verður „Rokkað gegn kynbundnu ofbeldi“. Afmælishátíðin er fyrir alla aldurs- hópa og er aðgangur ókeypis. Gott aðgengi er fyrir fólk með hreyfi- hömlun. Nánari upplýsingar má finna á www.stelpurrokka.org. Í dag eigum við í fjölmörgum sam- starfsverkefnum út um allan heim, sendum sjálfboðaliða á ráðstefnur og í rokkbúðir víðsvegar um heiminn og höfum stutt við stofnun rokk- búða í fjórum löndum, Grænlandi, Færeyjum, Póllandi og Tógó svo fátt eitt sé nefnt. Vörunúmer: 34268-0000 Í Danmörk kr 15.905* Í Svíþjóð kr 13.591* *skv.verðskrá levi.com og gengistöflu Íslandsbanka 19.04.17 501 Skinny kr. 13.990 Leví s kringlunni – Leví s Smáralind – Leví s Glerártorgi Áslaug Einarsdóttir er framkvæmdastýra Stelpur rokka! Samtökin fagna afmæli sínu á KEX hosteli í dag. myNd/Eyþór Hressar og kátar rokkstelpur. Eru komnar til að vera Vegleg afmælishátíð verður á KEX hosteli í dag þar sem Stelpur rokka! fagna fimm ára afmæli sínu. Fjölbreytt dagskrá er í boði og ókeypis inn. 4 KyNNINGArBLAÐ FóLK 2 2 . A p r í l 2 0 1 7 L AU G A r dAG U r 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 2 -4 1 E 8 1 C B 2 -4 0 A C 1 C B 2 -3 F 7 0 1 C B 2 -3 E 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.