Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2017, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 22.04.2017, Qupperneq 74
Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Lands­nets, segir að stærsta áskorun fyrirtækisins verði hvernig hægt sé að ná sátt í samfélaginu til þess að Landsnet geti uppfyllt sínar skyldur. „Skyldur sem snúast um uppbyggingu og rekstur flutnings­ kerfisins og tryggja jafnan aðgang að öruggri raforku um allt land. Núna er Landsneti ekki gert kleift að uppfylla þessar skyldur. Sem fyrrverandi sveitarstjórnarkonu finnst mér það vera grafalvarlegt mál því að orkumálin eru eitt af mikilvægustu byggðamálunum.“ Þörf á orkustefnu – lands­ áætlun Landsnet hefur lagt fram Kerfis­ áætlun þar sem fram koma fjórar sviðsmyndir um þróun á raforku­ þörf til ársins 2030. Þær voru dregnar upp eftir gott samráð við hagsmunaaðila og vel yfir 200 tillögur bárust í umsagnarferlinu. Sigrún Björk segir að það vanti stoðir undir kerfisáætlunina sem væri þá landsáætlun eða orku­ stefna Íslands. Hún segir skýra og greinargóða stefnu, Landsáætlun, skipta máli fyrir landið enda sé hún líklegri til að stuðla að meiri sátt um upp­ byggingu orkumannvirkja til lengri tíma. „Og það sé sjálfsagt að horfa til þeirra þjóða þar sem best er staðið að þessum málum. Danir hafa sett sér metnaðar­ fulla orkustefnu, þeir náðu merkilegri þverpólitískri sátt um uppbyggingu flutningskerfisins og að landið verði óháð jarðefnaelds­ neyti árið 2050. Við þurfum að taka tillit til metnaðarfullrar stefnu EU og Parísarsamkomulagsins að sjálfsögðu.“ Orkuskiptin mikilvæg Sigrún segir að langstærsti hluti okkar orku sé endurnýjanlegur þannig að við séum komin vel áleiðis en stór tækifæri liggi í sjávarútveginum. Landsvirkjun og samtök fiskimjölsframleiðenda hafa nýverið gert með sér samning um orkukaup en framkvæmd hans verður hæg vegna flöskuhálsa í flutningskerfinu. „Orkustefnuna þarf að skoða sem stefnu um atvinnuuppbygg­ ingu og byggðastefnu. Þess vegna var farið í uppbyggingu á iðnaðar­ svæðinu við Bakka en það er fram­ tíðarverkefni. „Við undirbúning orkustefnunnar þarf jafnframt að skoða verklag og ferli,“ segir hún. ,,Við þurfum að skoða hvort það geti verið að skipulagsferlin hamli á einhvern hátt möguleikum á orkuskiptum og hvort það þurfi að breyta í kerfinu sjálfu til þess að hægt sé að ná markmiðunum. Í aðgerðaráætlun um orkuskipti er einn áherslupunkturinn að tryggt verði nauðsynlegt sam­ starf og samstaða allra aðila innan stjórnskipulagsins, samfélagsins og atvinnulífsins. Annað mál sem lítið hefur verið rætt um frá því að ný raforkulög voru sett og Landsnet stofnað er fyrirkomulag og þróun orkuviðskipta. Í orkustefnu EU skipta orkuviðskipti stóran sess. Undanfarið hefur verið umræða um að heimilum og smærri fyrir­ tækjum sé ekki tryggður aðgangur að öruggu rafmagni. Þetta þarf að skoða vel.“ Breytt umræða – aukin upplýsingagjöf Allt síðasta ár var Landsnet mikið í umræðunni vegna dóms­ og framkvæmdamála á Norðaustur­ landi og vegna Suðurnesjalínu 2 en Sigrún Björk segir umræðuna vera að breytast. „Umræðan hefur breyst mikið, við viljum leggja aukna áherslu á frumkvæði í upplýsingagjöf, aukið samráð og breyttan tón.“ Undanfarið hafa staðið yfir fundir og kynningar vegna Kröflu­ línu 3 frá Fljótsdal að Kröflu þar sem saman voru komnir full­ trúar sveitarfélaga, landeiganda og almennings. Sigrún segir mikilvægt að allir séu tilbúnir í samtalið, hvort sem það er Landsnet, almenningur, fagstofnanir eða náttúruverndar­ samtök. „Eftir átök undanfarinna ára, sem ég held að flestir séu orðnir þreyttir á, þá velti ég því fyrir mér hvort allt kerfið sé tilbúið í samtalið. Getum við sameinast um að einfalda verklag og ferli? Eru t.a.m. náttúrverndarsamtök tilbúin í samtal og að vera hluti af lausninni? Það verður ekki alltaf lausn sem öllum líkar. Við þurfum alltaf að ná málamiðlun. Það er athyglisvert að gagnrýnin síðast­ liðin ár hefur aðallega snúist að sjónrænum áhrifum háspennu­ lína,“ segir Sigrún Björk og bendir á að það mætti frekar gagnrýna sóun í flutningskerfinu og að við séum ekki að nýta okkar grænu orku eins vel og hægt væri út af flöskuhálsum í kerfinu. „Brýnasta verkefnið er að nýta okkar dýrmætu orkuauðlindir eins vel og hægt er og draga úr sóun. Málið er ekki flókið. Það snýst um lífsgæði á öllu landinu og öryggi á öllu landinu.“ Í stefnu Landsnets segir meðal annars að mikilvægt sé að sátt ríki í samfélaginu um hlutverk fyrirtækisins. Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnar­ formaður Landsnets. Raforka í sátt við samfélagið Landsnet hefur það hlutverk að tryggja hagkvæma uppbyggingu og rekstur raforkukerfisins á Íslandi. Stefna fyrirtækisins er örugg raforka. ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2017 Hilton Reykjavík Nordica Miðvikudagur 26. apríl kl. 14 • Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra Ávarp • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Ávarp • Hörður Arnarson forstjóri Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Þarf framtíðin orku? • Gerður Björk Kjærnested fundarstjóri • Inga Lind Karlsdóttir stjórnar umræðum að erindum loknum Þarf framtíðin orku? Verið öll velkomin Skráning á www.landsvirkjun.is #lvarsfundur Landsvirkjun hvetur til opinnar umræðu um orkumál og þau tækifæri og áskoranir sem eru framundan. Hvernig er rekstur og fjárhagur fyrirtækisins að þróast? Hvað er að gerast á orkumörkuðum heimsins? Hvaða áhrif hefur það á Íslandi? Hver er orkuþörf framtíðar og hvernig mætum við henni? Bein útsending verður frá fundinum á landsvirkjun.is. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . a p r Í L 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C B 1 -D 5 4 8 1 C B 1 -D 4 0 C 1 C B 1 -D 2 D 0 1 C B 1 -D 1 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.