Fréttablaðið - 22.04.2017, Side 78

Fréttablaðið - 22.04.2017, Side 78
leikvangurinn E l Clásico, s t æ r s t i f ó t -b o l t a -l e i k u r h v e r s árs, verður leik- inn á Santiago Bernabeu þar sem S p á n a r t i t i l l i n n er nánast í veði. Real Madrid hefur þriggja stiga forustu á Barcelona og á leik til góða. Vinni Real verða þeir meistarar. Vinni Barcelona er titil- baráttan galopin. Gallinn er að líkurnar á sigri Barcelona eru ákaflega litlar. Þeir hafa verið skelfilega lélegir á útivöllum þegar kemur að stórleikjum. Þeir hafa tapað fyrir Manchester City, PSG og Juventus í Meistaradeildinni og verða án Neymar, sem blótaði dómaranum svo mikið í 2:0 tapi fyrir Malaga um daginn að hann uppskar rautt spjald. Svo það sé sagt á hreinni íslensku, þegar mikið liggur við þá er Barcelona ekki nægilega gott, sé spilað á útivelli. Real Madrid hefur hins vegar tekið á sig rögg þegar mikið liggur við og aðallega maður að nafni Cristiano Ronaldo. Hann er búinn að skora 28 mörk í 37 leikjum, sem er kannski ekki það mesta sem hann hefur skorað á ferlinum, en mörkin hans hafa oftar en ekki skipt máli. Í hinu liðinu er svo Lionel Messi sem hefur skorað 45 mörk og lagt upp 14 mörk. Samt hefur Messi verið mikið gagnrýndur á þessu tímabili. Aðallega fyrir framistöðu sína í stóru leikjunum. Þar virðist hann ekki lengur vera aðalmaður- inn. Svo miklu meira en bara leikur Saga rígsins á milli liðanna Sumir hafa sagt að hægt sé að rekja hatrið á milli liðanna aftur um 300 ár þegar Barcelona féll árið 1714 eftir 15 ára stríð og tveggja ára umsátur. Katalónska var í kjölfarið bönnuð í skólum. Ekki skánaði hagur Katalóníu undir stjórn Francos en hann leit á Katalóníu sem ógn við stjórn sína. Varð Real Madrid hans lið, andlit hans út á við, á meðan Barcelona varð merki þeirra sem vildu losna undan einræðisherr- anum. Um sögufræga viðureign er að ræða á milli tveggja langstærstu liða Spánar sem hafa nánast ein- okað spænska meistaratitilinn frá upphafi. Undanfarna þrjá áratugi hafa aðeins fimm liðum tekist að skáka þeim í titilbaráttunni. Barcelona hefur haft yfir- höndina síðustu ár en síðan 2008 hefur liðið orðið sex sinnum meistari – Real Madrid aðeins einu sinni. En nú virðist sem Madrídingar hafi yfirhöndina og tala sérfræðingar um að taka þurfi til í herbúðum Barcelona. Miðlungsmenn hafa verið keyptir í staðinn fyrir að gefa La Masia skólakrökkum tækifæri, en nýr þjálfari mun taka við í sumar. Sjónvarpsútsending El Clásico 650 milljónir manna eru sagðar horfa. 185 lönd munu sýna frá leiknum. 30 sérútbúnar myndavélar verða á vellinum. 12 4k myndavélar fylgjast með öllum hreyfingum. 2 myndavélar munu bara fylgja Ronaldo og Messi. 38 myndavélar verða með 360° tækni sem Intel hefur hannað. 400 manns sinna útsendingunni fyrir rétthafann. 1.500 fermetrar er bílastæðið fyrir sjónvarpsbílana á vellinum. 600 fréttamenn verða á staðnum. El Clásico fer fram á sunnudag en það er stærsti ein- staki deildarleikur hvers árs. Hatrið milli félaganna er mikið og nær langt aftur í tímann. Leikurinn skiptir öllu máli fyrir deildina en vinni Real Madrid eru þeir svo gott sem orðnir meistarar. En leikurinn er svo miklu stærri en að hann snúist bara um Messi og Ronaldo. Þetta er einn af þessum fótboltaleikjum sem er ekki bara leikur. Liðin sem ganga út á völl eru metin á vel yfir 150 milljarða. Það er eins og heildarfjárfesting Taconic Capital, bandaríska vogunarsjóðs- ins sem tók þátt í kaupum á Arion banka á dögunum, hér á landi eða fimmtugfaldur arður HB Granda á síðasta ári. Neymar, krónprins Barcelona, hefur spilað 26 leiki og skorað níu mörk og lagt upp önnur níu. Sam- kvæmt tölfræði hefur hann búið til 79 færi fyrir félaga sína og átt 70 lykilsend- ingar. Hans verður því sárt saknað enda var það hann sem stýrði endur- komunni ótrúlegu á Nou Camp þegar PSG var slegið út. Annar sem hugsan- lega verður frá er Gareth Bale. Hann hefur verið töluvert meiddur á þessu tíma- bili og virkað eins og hann sé alltaf á 90 prósent hraða og krafti. En Real Madrid hefur aðeins tapað þremur leikjum það sem af er tíma- bili. Og Bale hefur ekki verið með í þeim leikjum. Líklegt er þó að hann skokki inn á frá byrjun í staðinn fyrir að byrja sem varamaður. Breiddin er einmitt svo miklu meiri hjá Real Madrid en Barce- lona. Gegn Juventus skipti Luis Enrique aðeins einu sinni og hann hefur sjaldan notað 14 leikmenn í leik. Andre Gomes, Paco Alcacer og Denis Suarez eru góðir leikmenn en þeir eiga ekki heima í einu stærsta liði heims. Langt frá því. Á meðan hefur Zinedine Zidane oft hent Isco, James Rodriguez, Marco Asensio eða Alvaro Morata inn á og bjargað stigi eða jafnvel stigum. Leikmenn Real munu koma í þennan leik fullir sjálfstrausts á meðan Barcelona-liðar eru hnípnir og brotnir eftir niðurlæginguna gegn Juventus. Það segir þó sitt um styrk Barcelona að vinni þeir þennan leik þá er titilbaráttan enn galopin. Jafn- vel þótt þeir séu búnir að spila jafn illa og raun ber vitni. Vinni Real leik- inn munu liðið án efa fagna Spánar- titlinum og hringja gleðiklukkunum það sem eftir er tímabils. – bb KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r34 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C B 1 -F C C 8 1 C B 1 -F B 8 C 1 C B 1 -F A 5 0 1 C B 1 -F 9 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.