Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 4
Við munum auð- vitað skoða það sem komið hefur fram en ég tel á þessari stundu ekkert breyta þeirri ákvörðun sem tekin hefur verið. Jón Helgi Björns- son, forstjóri HSN Runólfur Ágústsson formaður Félags eldri feðra sagði feður sem eignast börn eftir fimmtugt hafa meiri tíma fyrir börnin sín í dag en þeir höfðu kannski fyrir 20 til 30 árum. Eftir fimmtugt væru menn hættir þeirri vitleysu að sigra heiminn. Jafn­ framt væri að mörgu leyti betra að ala börn upp núna þar sem þjónusta samfélagsins sé betri. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG sagði einkavæðingu Fjölbrautaskólans við Ármúla ómerkileg vinnubrögð eða jafnvel óheiðar­ leg. Um væri að ræða breytingar á íslensku samfélagi í skjóli nætur. Ráðherra málaflokksins hefði hitt fastanefnd Alþingis örfáum dögum fyrir tilkynninguna um áformin og ekki greint frá þeim. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR benti á að lífeyris­ sjóðirnir væru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi. Þeir hefðu hag af verðtryggingunni og háum vöxtum. Lífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur íbúða. Ragnar telur að lífeyrissjóðir ættu að sinna sam­ félagslegri ábyrgð betur, til dæmis með því að byggja nokkur þúsund íbúðir fyrir aldraða. Þrjú í fréttum Eldri feður, einkavæðing og lífeyrissjóðir Tölur vikunnar 30.04.2017 – 06.05.2017 25 nýjum eftirlitsmynda- vélum hefur verið komið upp vítt og breitt um miðbæinn. 10 milljónir króna höfðu safnast á fimmtudag í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Sómalíu, Suður-Súdan, Jemen og Nígeríu. 19 mánuði tekur að meðaltali að rann- saka flugslys á Íslandi. 930 milljarðar voru launagreiðslur fyrir- tækja á almennum markaði á árinu 2016. 150 milljónir er kostnaður samfélags- ins við hvern þann sem líður fyrir einelti – og ber örin alla ævi. 43 ár eru síðan varaformaður Sjálf- stæðisflokksins kom af lands- byggðinni. 2,4 milljónir ferðamanna koma til Ís- lands á þessu ári, er spáð. 81 vændismál kom inn á borð lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2013. Ólafsfjörður Rúmlega eitt þúsund undirskriftir íbúa Fjallabyggðar hafa safnast gegn áformum Heilbrigðis­ stofnunar Norðurlands (HSN) um að leggja af sjúkrabíl í Ólafsfirði. Telja íbúar mikilvægt að sjúkrabíll sé áfram í byggðarlaginu. HSN hefur tekið ákvörðun um að aðeins verði sjúkrabílar á Dalvík og Siglufirði til taks á norðanverðum Tröllaskaga. Íbúar eru gríðarlega ósáttir og telja öryggi sínu ógnað. Jón Valgeir Baldursson, bæjar­ fulltrúi í Fjallabyggð og fyrrverandi sjúkraflutningamaður, telur þetta mikla afturför. „Að missa sjúkrabíl af svæðinu er afturför áratugi aftur í tímann. Viðbragðstíminn eykst alla­ vega um 20 til 25 mínútur við bestu aðstæður,“ segir Jón Valgeir. „Sjúkrabíllinn í Ólafsfirði er stadd­ ur miðsvæðis þeirra þriggja sem eru á Tröllaskaganum og er því alltaf með stystan viðbragðstíma ef kalla þarf út aukabíl til Siglufjarðar eða Dalvíkur.“ Í fyrra fór sjúkrabíllinn í 107 aðgerðir á meðan sjúkrabíllinn á Siglufirði fór í 181 útkall og 125 útköll á Dalvík. Það sem af er árinu 2017 hefur sjúkrabíllinn á Ólafsfirði farið í 29 útköll. „Ég skora á forstjóra HSN að koma í Ólafsfjörð og halda opinn fund fyrir íbúa og leggja fram rökstuðning HSN fyrir þessari aðgerð áður en þau leggja niður starfsemi sjúkrabílsins í Ólafsfirði,“ bætir Jón Valgeir við. Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN, segir mótmæli íbúa ekki munu breyta ákvörðuninni. „Þetta er gert að vel ígrunduðu máli. Við munum auðvitað skoða það sem komið hefur fram en ég tel á þessari stundu ekk­ ert breyta þeirri ákvörðun sem tekin hefur verið,“ segir Jón Helgi. „Nú eru gerðar ríkari kröfur til sjúkraflutningamanna um fjölda útkalla til að þeir haldi sér í þjálfun. Fjöldi útkalla í Ólafsfirði er hrein­ lega of lítill til að hægt sé að halda úti mannaðri vakt á sjúkrabíl þar.“ sveinn@frettabladid.is Þúsund íbúar mótmæla sjúkrabílaleysi umhverfismál „Þetta skilti fyllir alveg mælinn,“ segir Ingibjörg V. Friðbjörnsdóttir, íbúi í Hlíðar­ hvammi í Kópavogi, í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins vegna nýs auglýsingaskiltis Breiðabliks við Kópavogslæk nærri Fífunni. Ingibjörg er einn margra Kópa­ vogsbúa sem undanfarnar vikur hafa snúið sér til yfirvalda vegna nýja skiltisins. Segist hún vilja vekja athygli á „gríðarlegri sjónmengun“ sem fylgi skiltinu. „Við erum ekki hrifin af þessu áreiti sem bætist við hljóðmengun­ ina frá veginum og bílamengunina/ bílasótið. Fólk kemur að tjörninni til að njóta náttúrunnar og fuglalífsins,“ skrifar Ingibjörg meðal annars. Hrafnhildur Smith, sem kveðst búa í Fífuhvammi, kvartar í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins undan þeirri „sjónmengun sem þetta nýja há­ skerpuljósaskilti“ sé. „Það skín öskr­ andi skært 24 klukkustundir á dag þrátt fyrir að ég hafi heyrt að það ætti að slökkva á sér klukkan 10.30 á kvöldin.“ Þá segir Hrafnhildur að ljósaskiltið sé truflandi fyrir umferðina auk þess að vera sjónmengun á fallegu og ósnortnu svæði. „Hverjum datt í hug að setja þetta upp? Af hverju var ekki nein grenndarkynning? Umhverfismat? Er þetta yfirhöfuð leyfilegt? Viljum við virkilega vera eins og Ameríka?“ spyr hún og lýsir yfir mikilli óánægju allrar fjölskyldu sinnar. Að sögn Sigríðar Bjargar Tómas­ dóttur, upplýsingafulltrúa hjá Kópa­ vogsbæ, veitti bærinn leyfi fyrir því að breyta skiltinu í ljósaskilti síðast­ liðið haust. Hún segir ellefu kvört­ unarbréf frá íbúum í Hvömmunum og Smárahverfi hafa borist bænum vegna skiltisins. Einn bréfritarinn, Steen Henrik­ sen sem býr í Fífuhvammi, sneri sér beint til bæjarritara og var erindi hans tekið fyrir á bæjarráðsfundi á fimmtudag. Þar var ákveðið að fela byggingarfulltrúa bæjarins að gera umsögn um málið. Steen segist í bréfinu leggja fram kvörtun vegna skiltisins. „Ég bý nálægt skiltinu og sjónræn áhrif skæra ljóssins frá skjánum eru mjög mikil og afar angrandi,“ skrifar hann. Eysteinn Pétur Lárusson, sem nýtekinn er við starfi framkvæmda­ stjóra Breiðabliks, segir umsjón og rekstur skiltisins alfarið í höndum leigutakans sem sé fyrirtækið Bill­ board. Íþróttafélaginu sjálfu hafi ekki borist athugasemdir vegna málsins. Ekki náðist tal af forsvars­ mönnum Billboard. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar­ og Kópavogssvæðis þar sem afgreiðslu var frestað þar sem beðið væri frekari upplýsinga. gar@frettabladid.is Skært skilti allan sólarhringinn Athugasemdir íbúa nærri Fífunni í Kópavogi vegna mikillar birtu frá nýju auglýsingaskilti streyma nú til bæjaryfir- valda og til heilbrigðis- eftirlitsins. „Viljum við virkilega vera eins og Ameríka?“ spyr einn íbúinn. Byggingarfulltrúi bæjarins skoðar málið. Nýtt LED háskerpuskilti sem Breiðablik leigir er þyrnir í augum nágrannanna. FréttaBLaðið/aNtoN Hverjum datt í hug að setja þetta upp? Af hverju var ekki nein grenndarkynning? Umhverf- ismat? Er þetta yfirhöfuð leyfilegt? Viljum við virki- lega vera eins og Ameríka? Hrafnhildur Smith, íbúi í Fífuhvammi í Kópavogi 107 sinnum fór sjúkrabíllinn á Ólafsfirði í útköll árið 2016. 6 . m a í 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -6 4 0 0 1 C C F -6 2 C 4 1 C C F -6 1 8 8 1 C C F -6 0 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.