Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 6
Menn eru að smíða ný og orkuspar­ neytn ari skip. Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunar INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. BÍLDSHÖFÐA / AKUREYRI / SELFOSSI 4.-8. MAÍ AF ÖLLUM FATNAÐI TAX FREE TAX FREE JAFNGILDIR 19,36% VERÐLÆKKUN. DAGANA 4. – 8. MAÍ 2017. GILDIR EKKI UM VÖRUR Á ÁÐUR LÆKKUÐU VERÐI. *GILDIR AÐEINS Á FATNAÐI. Umhverfismál Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lág- kolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt í gær. Hún miðar að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varði veg- inn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins. Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytis- ins, en fjármála- og efnahagsráðu- neytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar. Í yfirlýsingunni segir að helstu tækifæri Íslands til að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda liggi í samgöngum, sjávarútvegi, land- búnaði og landnotkun. „Rafvæðing bílaflotans er til að mynda raunhæf leið til að nýta innlenda græna orku á hagkvæman hátt og sjávarútveg- urinn hefur mikla möguleika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orkuskipti og tæknilausnir við veiðar,“ segir í áætluninni. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir skattalega hvata skipta öllu máli varðandi aukna notkun rafbíla. Það sé góður stígandi í notkun slíkra bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af því að það er enginn virðisauka- skattur á þessum bílum. Þannig að þeir eru vel samkeppnishæfir í verði við hefðbundna bíla. Ef það væri virðisaukaskattur á þessum bílum þá værum við ekki að sjá þá á göt- unum,“ segir hann. Özur segir framleiðsluna á raf- hlöðum í bílana vera dýra, þótt hún Kvótakerfið risaskref í umhverfismálum Lögð verður áhersla á umhverfisskatta í nýrri áætlun í loftslagsmálum undir forystu umhverfis- og forsætisráðherra. Skattaundanþága skiptir miklu fyrir fjölgun rafbíla, segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Útgerðarmaður sér tækifæri með nýjum skipum. Sex af ráðherrum ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerða áætlunina í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. FRéTTablaðið/EyþóR hafi lækkað og muni lækka áfram. „En á meðan hún er dýr þurfum við að hafa niðurfellingu á þessum gjöldum,“ segir Özur. Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar, segir að tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi í hagkvæmari skipum og veiðarfær- um og hvernig þeim sé beitt. Hann segir gríðarlega mikið hafa verið gert til að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvóta- kerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki. Við erum að nota margfalt minna af olíu en áður. Menn eru að smíða ný og orkusparneytnari skip og menn eru stöðugt að horfa á orkuferla í landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að mynda hafi verið stigin mjög stór skref í að rafvæða fiskimjölsverk- smiðjurnar. jonhakon@frettabladid.is lögreglUmál Lögreglan hefur til rannsóknar nafnlausar bréfasend- ingar þar sem karlmaður er borinn þungum sökum um kynferðisbrot. Maðurinn hefur kært málið. „Við erum með til skoðunar kæru manns sem telur að sér veist með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, yfir- maður miðlægrar deildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Umrætt bréf hefur undanfarið borist inn á lögmannsstofur, fjár- málastofnanir og til fjölmiðla. Um er að ræða útprentað blað með mynd af manninum þar sem hann er sagður hafa, á ótilgreindum tíma kvöld eitt, brotið gegn konu sem fór með honum heim eftir skemmtun. Þá kemur fram að bréfsendandi viti að fólki kunni að finnast slíkar nafn- lausar ásakanir siðlausar en um slíkt skeyti hann engu. Tilgangurinn sé að vara konur við manninum. Sending bréfsins getur varðað við 236. grein almennra hegningar- laga sem segir að sé ærumeiðandi aðdróttun birt eða borin út opinber- lega varði það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, segir að alla jafna séu æru- meiðingamál einkarefsimál sem þýði að viðkomandi beri að stefna geranda í málinu án aðkomu ákæru- valds. Því sé öðruvísi farið í þessu máli. Samkvæmt 242. almennra hegningarlaga breytir öllu að um sé að ræða nafnlaust, skriflegt bréf. Nafnleysið geri málið að opinberu refsimáli þar sem hinu opinbera ber að rannsaka mál og gefa út ákæru ef þykir líklegt til sakfellingar. Engin fordæmi eru fyrir því að dæma til fangelsisvistar fyrir ærumeiðandi aðdróttanir. Í opinberum sakamálum tíðkast að brotaþolar njóti nafnleysis og hægt er að fara fram á lokað þinghald. – snæ Íslenskur karlmaður borinn þungum sökum í nafnlausu bréfi 236. grein almennra hegningarlaga segir að sé ærumeiðandi aðdróttun birt opinberlega varði það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. 6 . m a í 2 0 1 7 l a U g a r D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 3 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -7 7 C 0 1 C C F -7 6 8 4 1 C C F -7 5 4 8 1 C C F -7 4 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.