Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 50
Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Tilurð þessarar bókar nær aftur til ársins 2008 þegar við gáfum út litla bók sem hét 101 Ísland: áfangastaðir í alfaraleið. Hún var byggð á þeirri hugmynd að segja Íslendingum frá minna þekktum áfangastöðum vítt og breitt um landið en snið- ganga þekkta áfangastaði. Lögð var áhersla á greinargóðar leiðar- lýsingar og að allir gætu komist á staðinn,“ lýsir Páll Ásgeir en nokkrum árum síðar var gefin út uppfærð bók með 155 áfangastöð- um. „Síðan var ákveðið að fjölga enn áfangastöðum og bæta nú við baðstöðum af öllu landinu, bæði sundlaugum utan alfaraleiðar og náttúrulaugum af einhverju tagi.“ Mælingar með kjöthitamæli Síðastliðið sumar þvældist hann því ásamt eiginkonu sinni, Rósu Sigrúnu Jónsdóttur, um landið með minnisbók, myndavél og kjöt- hitamæli og skoðaði baðstaði af ýmsum toga. „Konan mín er alltaf með mér á þessum ferðalögum og sér um vísindalegar rannsóknir sem að þessu sinni fólust í því að mæla hitann á laugunum með kjöthitamæli,“ segir Páll Ásgeir glettinn. Þau skoðuðu sögulega staði, náttúrulaugar en ekki síður gamlar sundlaugar hér og þar sem hann segir að séu ótrúlega víða opnar. „Við skoðuðum miklu fleiri staði en þá sextán sem komust í bókina. Sumar laugarnar voru ekki nógu heitar, eða nógu stórar til að baða sig í. Þá eru sumar laugar á einka- landi og í túnfætinum hjá fólki en við vildum ekki vísa fólki á bað- staði nema eigendur samþykktu það.“ Heiðarleikapróf í gömlum laugum Hann segir verkefnið hafa verið mjög skemmtilegt og að þau hafi uppgötvað fjölmarga staði sem þau vissu ekki að væru til. „Til dæmis var ofboðslega gaman að finna gamlar sundlaugar frammi í afdölum sem ungmennafélög sveit- anna byggðu fyrir 60 til 80 árum. Í dag eru allir fluttir úr sveitinni, laugarnar eru enn aðgengilegar en enginn starfsmaður á staðnum. Í staðinn er baukur í anddyrinu sem fólk á að setja pening í. Fylgir þessu einhver sérkennilegur eyðileiki sem gaman er að upplifa og um leið er þetta nokkurs konar heiðar- leikapróf.“ Gamla laugin í Brautartungu En eru einhverjir staðir sem standa upp úr? „Nokkrir baðstaðir á landinu eru alveg ógleymanlegir vegna staðsetningar. Þar má nefna laugina í Krossnesi sem er alveg ofan í fjöru á stórkostlegum stað. Einnig má nefna Hellulaug í Flóka- lundi á Barðaströnd sem er alveg niðri í fjöru. Þá má ég til með að nefna sundlaug í Lundarreykja- dal í Borgarfirði á stað sem heitir Brautartunga. Hún er stórkostlega falleg og gaman að koma í hana enda er allt svo hreint og fallegt, bæði laugin og búningsklefarnir, og baukur í anddyrinu.“ Í fótspor Williams Lord Watts Páll Ásgeir situr ekki auðum höndum í sumar. Hann er þjóð- þekktur fararstjóri og fer í fjöl- margar ferðir sem slíkur en einnig ferðast hann á eigin vegum. „Um helgina er ég á leið upp á Snæfells- jökul með hóp á vegum Ferða- félags Íslands,“ segir hann en mest hlakkar hann til ferðar sem hann fer með litlum hópi fólks seinni hluta júlímánaðar. „Þá fetum við í fótspor Williams Lord Watts sem fyrstur allra fór gangandi yfir Vatnajökul árið 1875. Ég held að þetta verði bæði mjög erfiður og skemmtilegur leiðangur.“ Sérkennilegur eyðileiki Páll Ásgeir Ásgeirsson ferðaðist um landið síðastliðið sumar til að finna náttúrulaugar og gamlar laugar sem eru á fárra vitorði. Frá þeim segir hann í bókinni 171 Ísland, áfangastaðir í alfaraleið. Páll Ásgeir Ásgeirsson skoðaði fjölda baðstaða um allt land síðastliðið sumar. MYND/GVA Sundlaugin í Brautartungu í Lundarreykjadal. Kletthálsi 3 |110 Reykjavík | sími 540 4900 www.yamaha.is UPPLIFÐU FRELSIÐ! UPPLIFÐU FRELSIÐ Á YAMAHA MÓTORHJÓLI Yamaha mótorhjólin eru þekkt fyrir gæði og einstaka hönnun. Við eigum örugglega rétta hjólið fyrir þig! TRACER 700 TRACER 900 WR450R XSR700XT1200Z SUPER TÉNÉRÉ YZF-R1M 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . M A Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -E 9 5 0 1 C C F -E 8 1 4 1 C C F -E 6 D 8 1 C C F -E 5 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.