Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 10
25% afsláttur á Fjarskaland í Þjóðleikhúsinu ef greitt er með korti frá okkur Velkomin til Fjarskalands! H VÍ TA H Ú SI Ð / SÍ A –  17 -1 33 0 Tækni Kínverskir snjallsímafram- leiðendur hafa sótt í sig veðrið und- anfarið. Í nýrri rannsókn frá Count- erpoint Research kemur fram að sala á snjallsímum kínverska fyrirtækis- ins Oppo hafi aukist um 81 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs saman- borið við sama tímabil árið 2016. Þá seldi Vivo 60 prósent fleiri síma og sala á Huawei-snjallsímum jókst um fjórðung. Þessi mikli uppgangur hefur bitn- að á sölu stærstu snjallsímaframleið- enda heims. Seldu Apple og Samsung til að mynda mun færri snjallsíma í Kína á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. Fimmtán prósenta hnign- un var hjá Apple og öllu meiri hjá Samsung, alls sextíu prósent. Þýðir þetta að snjallsímamarkað- urinn í Kína er talsvert frábrugðinn því sem við höfum vanist á Íslandi. Í stað þess að framleiðendur á borð við Apple, Samsung, Google og LG sláist um markaðinn eru þrír kín- verskir snjallsímaframleiðendur með samtals rúmlega 54 prósenta markaðshlutdeild. Alls voru 19,7 prósent seldra snjallsíma á fyrsta ársfjórðungi frá Huawei, samanborið við 16,4 pró- sent í fyrra. 17,5 prósent frá Oppo en 10,1 prósent í fyrra og 17,1 pró- sent frá Vivo, 11,2 prósent í fyrra. Til samanburðar var markaðshlut- deild Apple 12,3 prósent en er nú 10,1 prósent. Samsung var með 8,6 prósenta markaðshlutdeild en hún féll í 3,3 prósent. En Kínverjar beina sjónum sínum ekki einungis að samlöndum sínum heldur herja þeir einnig á Indlands- markað. Samtals búa nærri 2,7 milljarðar í ríkjunum tveimur og markaðirnir því gríðarlega stórir. Í þremur af efstu fimm sætunum yfir markaðshlutdeild á snjallsíma- markaði í Indlandi má finna þrjá kín- verska framleiðendur, Xiaomi, Oppo og Vivo. Þá raða Kínverjar sér í þrjú af efstu fimm sætunum á heimsvísu. Símar Samsung hafa 22,8 prósenta mark- aðshlutdeild á heimsvísu og Apple 14,9 prósent og hafa því þessir risar yfirburðastöðu. Hins vegar hefur Huawei 9,8 prósenta markaðshlut- deild, Oppo 7,4 prósent og Vivo 5,2 prósent. Samtals 22,4 prósent sem er litlu minna en Samsung. Kínverskir símar eru búnir til úr álíka öflugu innvolsi og símar Apple og Samsung en eru þrátt fyrir það í flestum tilfellum ódýrari. Því hafa þeir einnig vakið áhuga utan Ind- lands og Kína. Hafa ber í huga að kínverskir símar geta ekki allir tekið á móti 4G merkjum úr íslenskum sendum. thorgnyr@frettabladid.is Rísandi sól kínverskrar snjallsímaframleiðslu Kínverskir snjallsímar seljast betur en símar Apple og Samsung í heimalandinu. Símarnir eru ódýrari en búnir sama innvolsi. Seljast einnig vel á Indlandi. Tækni Apple seldi 3,5 milljónir snjallúra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það aukning um 59 prósent frá síðasta ári þegar 2,2 milljónir snjallúra fyrirtækisins seldust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Strategy Analytics sem Engadget greindi frá í gær. Hirti Apple þar með fyrsta sætið af Fitbit sem seldi flest snjallúr á sama tímabili í fyrra. Seldi Fitbit nú 2,9 milljónir snjallúra en 4,5 milljónir í fyrra. Varð þessi samdráttur ekki einungis til þess að Apple stökk upp fyrir Fitbit heldur gerði kínverski framleiðandinn Xiaomi það líka. Neil Mawston, einn rannsakenda Strategy Analytics, sagði í samtali við Engadget að snjallúr Apple seljist nú vel vegna öflugrar auglýsingaher- ferðar og stílhreins útlits. Þá sé einnig auðvelt að nálgast þau. Útskýrði hann samdráttinn hjá Fitbit með því að framleiðendum íþróttasnjallúra hefði fjölgað. Hefur samdráttur í sölu hjá Fitbit orðið til þess að 110 var sagt upp hjá fyrir- tækinu í janúar, alls sex prósentum starfsmanna. Yahoo Finance birti í upphafi mánaðar myndir sem sagðar eru vera af væntanlegu nýju snjallúri Fit- bit. Herma heimildir Yahoo að GPS- móttakari, púlsmælir og einstaklega bjartur skjár séu á meðal búnaðar úrsins. – þea Sala Apple-snjallúra eykst Kona virðir fyrir sér F1 Plus síma frá Oppo á snjallsímahátíð í Barcelona. NOrdicPhOtOs/AFP tim cook, forstjóri Apple, kynnir snjallúr fyrirtækisins. NOrdicPhOtOs/AFP 22,4% var markaðshlutdeild þriggja kínverskra snjallsímafram- leiðenda á fyrsta ársfjórðungi. 59% aukning var á sölu snjallúra Apple á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. 6 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R10 f R é T T i R ∙ f R é T T a B L a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -9 F 4 0 1 C C F -9 E 0 4 1 C C F -9 C C 8 1 C C F -9 B 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.