Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 116

Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 116
www.bjarmaland.is sími 770 50 60 bjarmaland@bjarmaland.is ÚT Í HEIM MEÐ OKKUR! Gullni þríhyrningurinn og strandir GOA INDVERSKT SUMAR UM HAUST 14. - 25. nóvember I 11 nætur 339 000 aðeins Verð kr. Já, ég er að velta upp spurn-ingum um hvernig leikhúsið endurspeglar og tekur þátt í að móta sjálfsmynd þjóðar,“ segir Magnús Þór Þorbergs-son, bókmennta- og leik- húsfræðingur, sem í vikunni varði doktorsritgerð sína við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands: Leiksvið þjóðar: Þjóð, stétt, sjálfsmynd og mótun leiklistarvettvangs á Íslandi 1850- 1930. Magnús Þór segir að tíma- bilið taki mið af því þegar fyrstu opinberu leiksýningarnar hafi átt sér stað á Íslandi um 1850 og fram til 1930 þegar byggingu Þjóðleikhúss- ins var frestað. „Aðalfókusinn er á þriðja áratuginn og þá einkum árin eftir að Alþingi ákveður að byggja Þjóðleikhús þar til sá draumur er settur á bið af völdum kreppunnar þegar byggingarsjóðurinn tæmdist.“ Kvöldfjelagið og Gúttó Magnús Þór segir að á þessum upp- hafsárum frá 1850 til 1890 hafi leik- húslífið mest samanstaðið af ómót- uðum hópum. „Það var engin föst starfsemi en það sem ég er að skoða er mikilvægi leikhússins fyrir hug- myndina um menningarlega sjálfs- mynd og í að sviðssetja hvað það er að vera Íslendingur. Maður sér þetta t.d. í verkum eins og Útilegumönn- unum eða Nýársnóttinni og fleirum sem einkennast af menningarlegri þjóðernishyggju. Svo skoða ég einn- ig hversu mikilvægt leikhúsið var í að búa til borgaralega menningu í Reykjavík. Fyrstu áratugina voru þetta sýn- Að mennta, skamma og skemmta á leiksviðinu Magnús Þór Þorbergsson fyrir framan Iðnó sem var lengi vel heimili Leikfélags Reykjavíkur. FRéttabLaðIð/GVa Úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Gluggum eftir John Galsworthy frá 1925. Mynd/LJósMyndasaFn ÞJóð- MInJasaFnsIns/óLaFuR MaGnÚsson menntað þjóðina. „Að þetta sé tæki- færi fyrir þjóðina til þess að koma saman, horfa á eigin sögur og sjá sjálfa sig á sviðinu. Að upplifa sig líka sem þjóð í salnum og finna fyrir sér sem samfélagi að horfa á eigin sögur. Þar kemur upp þessi hugmynd um menntun bæði þjóðar og einstaklinga í gegnum leikhúsið. Sigurður Guðmundsson málari t.d. hélt ræðu á fundi hjá Kvöldfjelaginu þar sem hann talaði um að á sviðinu væri hægt að mennta almenning og efla þjóðerniskenndina. Tilfinningu fyrir þjóðinni og vitund hennar fyrir sögunni. Að þetta væri allt hægt að kenna á sviðinu.“ Í ritgerð sinni rekur Magnús Þór svo hvernig áherslan breytist svo úr því að mennta yfir í að siðvæða. „Við sjáum að eftir aldamótin verður mjög algengt að áhorfendur séu skammaðir fyrir að kunna sig ekki í leikhúsi. Kunna ekki að haga sér og vera alltaf á einhverju rápi eða að tala og hlæja á vitlausum stöðum. Fólk var þá bæði skammað fyrir hegðun sína og líka fyrir það að hafa ekki smekk. Þar sést greinarmunur á þeim menntuðu og ómenntuðu. Menntaða siðfágaða borgarastéttin er að verða sterk og tekur að sér að kenna öðrum hvernig þeir eiga að haga sér og nota leikhúsið óspart til þess. Það breytist þó hversu vel það er samþykkt að skemmta. Það er smá togstreita þarna undir lok nítjándu aldar, hvort það eigi að gera leik- hús til þess að mennta og betrum- bæta samfélagið eða bara til þess að skemmta. Hrein innantóm skemmt- un var ekki vel séð. Það var einmitt það sem fólst í því að skamma fólk fyrir að hafa ekki smekk og að vera að eltast við að sjá einhvern vitleys- isgang á leiksviði. En þetta breytist með áhugaverðum hætti eftir full- veldið 1918 og á þriðja áratugnum. Þá kemur inn ný tegund af gaman- leikjum, svona borgarlegir svefnher- bergisfarsar eins og við þekkjum þá í dag með misskilningi og hurðar- skellum. Þá er allt í einu skemmt- anagildið orðið samþykkt. Að það sé gott að geta hlegið í leikhúsi fyrir þjóð eins og Íslendinga sem séu ekki mjög brosmildir.“ siðmenntuð þjóð Magnús Þór segir að verkefnavalið hafi líka verið breytilegt. „Á nítj- ándu öldinni var sterk löngun í það að sjá leikhúsið leika sitt eigið þjóð- líf, eins og Matthías Jochumsson orðaði það. En í byrjun tuttugustu aldar, árin eftir að heimastjórnin kemur og fram að fullveldinu, þá sjáum við mjög öflugt tíma- bil í sögu Leikfélags Reykjavíkur þar sem er sett upp mjög mikið af nýjum íslenskum verkum. Verk eftir Jóhann Sigurjónsson, Guðmund K a m b a n o g fleiri og ég er m.a. að skoða hvernig þessi verk takast á við þær spurningar sem eru í gangi í samfélaginu. Hver erum við sem þjóð? Hvert viljum við fara? Át ö k i n m i l l i sve i t a l í f s o g borgarlífs. Stöðu konunnar og fleiri spurningar sem voru í gangi í samfélaginu sem var verið að takast á við í þessum verkum.“ Magnús Þór bendir á að það sé merkilegt sem gerist á þriðja ára- tugnum þegar Alþingi samþykir að byggja Þjóðleikhús. „Þá hefði mátt gera ráð fyrir að Leikfélag Reykja- víkur, sem var svona ígildi Þjóðleik- húss á þessum tíma, fengi heimili í Þjóðleikhúsinu. En í staðinn fyrir að halda áfram á þeirri braut sem það var á þá breytti það um stefnu og fór meira að gera sig að evrópsku stórborgarleikhúsi. Flytja meira af nýjum erlendum verkum, það kemur inn ný tegund gamanleikja og Shakespeare er settur upp í fyrsta sinn og íslensku verkin stíga svolítið til hliðar. Þau íslensku verk sem eru skrifuð fara meira að endurspegla borgaralegt líf, gerast á borgaraleg- um heimilum og þá var til að mynda algengt að tekið væri fram að það væri píanó í stofunni. Það var jafn- vel aldrei spilað á það í verkinu en það var tákn um menntaða stöðu heimilisins. Þannig að eftir fullveldið fer þjóðin að máta sig við hugmyndina um að vera siðmenntuð evrópsk menningarþjóð. Frekar en að hverfa aftur í söguna og skoða hvaðan við komum þá sjáum við sterka teng- ingu vaxandi millistéttar við sam- bærilega strauma í Evrópu.“ ingar sem voru á vegum skólapilta og nemenda í Prestaskólanum en svo voru líka menningarforkólfar í bæjarfélaginu sem stóðu að baki leiksýningum félaga á borð við Kvöldfjelagið. Það var svona leyni- félag menningarlegra þjóðernis- sinna á milli 1860 og 1874. Það var nokkur stór hópur sem stóð að baki Kvöldfjelaginu en svo koma líka inn borgaraleg félög eins og Góðtempl- arahreyfingin og fleiri sem settu sitt mark á leiklistarsöguna. En þegar við erum komin fram yfir 1890 þá erum við að sjá svolítið af hópum verða til á borð við Gúttó og Breið- fjörðsleikhúsið.“ skamma og skemmta Magnús Þór segir að grundvallar- hugmyndin á seinni hluta nítjándu aldar hafi verið sú að leikhúsið gæti Magnús Þór Þor- bergsson varði í vikunni doktorsrit- gerð um tengslin á milli sjálfsmyndar þjóðarinnar og upphafsára leik- húss á Íslandi. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ...Þá var til að Mynda algengt að tekið væri fraM að Það væri pÍanó Í stofunni. Það var jafnvel aldrei spilað á Það Í verkinu en Það var tákn uM Menntaða stöðu heiMilisins. 6 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R60 m e n n i n G ∙ F R É T T a B L a ð i ð menning 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C F -5 5 3 0 1 C C F -5 3 F 4 1 C C F -5 2 B 8 1 C C F -5 1 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.