Fréttablaðið - 06.05.2017, Síða 112

Fréttablaðið - 06.05.2017, Síða 112
Bragi Halldórsson 248 „Þar fór í ver,“ sagði Konráð. „Okkur liggur svo mikið á en þurfum að komast í gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann dæsti og bætti við vonsvikinn, „við verðum of sein.“ „Eins og ævinlega,“ sagði Kata. Getur þú hjálpað félögunum að komast í gegnum þetta völundarhús? Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru báðir tíu ára og bekkjarfélagar í Selásskóla. Þeir halda mikið til í Víðidalnum í frístundum hjá hestunum sínum, gefa þeim, moka undan þeim og skreppa á þeim í útreiðar. Hvað skyldi vera langt síðan þeir fengu áhuga á hestum? Matthías: Ég hef haft hann frá því ég man eftir mér. Pabbi og mamma eru á kafi í hestum og mamma er með reiðskóla. Smitaði Matthías þig? Óli Björn: Það má segja það. En ég var alltaf mikið á hestbaki á sumrin hjá mömmu og ömmu og afa í Hvammi í Landsveit. Svo smitaði reiðskólinn mig eitthvað. Ég er líka í klúbb sem heitir Fákar og fjör og við fáum kennslu þar. Matthías á eigin hest og Óli Björn á hest með öðrum. Hvað skyldu þeir heita og hvernig eru þeir? Matthías: Minn heitir Biskup frá Sigmundarstöðum. Hann er 16 vetra stóðhestur, rauðblesóttur. Mjög góður hestur. Ég hef keppt á honum sex sinnum og vann minn flokk á honum síðasta laugardag. Óli Björn: Minn heitir Hamfari frá Hvammi. Hann er fjórtán vetra, rauðblesóttur og hefur allan gang. Farið þið stundum í kapp á hest- unum? Matthías: Ekki ennþá en það hlýtur að koma að því. Við höfum alveg hleypt á stökk. Það er rosa gaman. Hafið þið aldrei orðið hræddir á hestbaki? Matthías: Jú, ég datt einu sinni af baki og missti kjarkinn. Það tók smá tíma að ná honum aftur og á síðasta lands- móti var ég ekki orðinn alveg nógu öruggur. En það er allt komið í lag aftur. Ég sagði oft við sjálfan mig: Ég get, skal og ætla. En Óli Björn, hefur þú dottið af baki? Já, nokkrum sinnum en það var aldrei neitt vont. Ég hef bara dottið beint á jörðina og farið aftur á bak. En hafið þið einhvern tíma lent ofan í keldu eða skurð? Matthías: Já, ég sökk næstum í skítahaug og var kominn alveg upp að maga. Þá kom frændi minn og hjálpaði mér upp. Það var sko klaki yfir haugnum og ég hélt hann væri þykkur en svo brotnaði hann. Ég var líka einu sinni að hoppa yfir skurð og hoppaði á gaddavír og er með ör framan í mér. Óli Björn: Ég var með honum þegar hann hoppaði á gaddavír- inn. Það var nú frekar hlægilegt. Við höfum alveg hleypt á stökk Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru bestu vinir og upprennandi knapar. Þeir keppa oft á mótum og gengur vel. Matthías á Biskupi og Óli Björn á Hamfara. Mynd/Edda Rún Mamma: Hvað er að sjá þig? Ásta: Ég datt í drullupoll. Mamma: Í þessum fínu fötum? Ásta: Já, ég hafði ekki tíma til að fara úr þeim. Kári: Veistu hvað er með fjörutíu fætur og syngur? Stebbi: Nei. Kári: Tuttugu manna kór. Kennarinn: Nefndu mér tíu afrísk dýr. Gummi: Níu gíraffar og einn fíll. Unnur: Hugsaðu þér, mamma, kennarinn minn hefur aldrei séð hest. Mamma: Hvernig veistu það? Unnur: Ég teiknaði hest í skól- anum í dag og hann vissi ekki hvaða dýr það var. Brandarar Save the Children á Íslandi Þegar amma átti hundrað ára af- mæli komu margir að heimsækja hana. Meðal þeirra var blaðamað- ur sem spurði hana spjörunum úr. Ömmu þóttu spurningarnar fávíslegar og svaraði snubbótt. Loks spurði blaðamaðurinn: „Og hverju þakkarðu það að þú ert orðin hundrað ára?“ „O, ætli það sé ekki fyrst og fremst því að ég fæddist fyrir hundrað árum,“ svaraði sú gamla. Einn af skátunum mætti á fund með glóðarauga. Hvernig fékkstu þetta glóðar- auga? spurði flokksforinginn. Ég hjálpaði gamalli konu yfir götuna. Og fékkstu glóðarauga af því? Já, hún vildi ekki fara yfir. 6 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R56 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C F -7 C B 0 1 C C F -7 B 7 4 1 C C F -7 A 3 8 1 C C F -7 8 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.