Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 32
Fréttastofa 365 fylgist vel með Þórhildur Þorkelsdóttir, frétta- maður á Stöð 2, er stödd í Frakklandi og gerir kosningunum góð skil. Hún var líka í Frakklandi þegar fyrri umferð kosninganna fór fram. „Þetta eru sögulegar kosningar fyrir margar sakir og það verður spennandi að fylgjast með hvernig sem fer. Lýðræðið skiptir franskan almenning miklu máli og þeir eru ástríðufullir og áhugasamir. Við verðum á ferð- inni alla helgina og greinum ítarlega frá stöðu mála í öllum okkar miðlum,“ segir Þórhildur. meira í umhverfismálum og tækni- framförum. Eitt stefnumála hans er einnig að lækka fyrirtækjaskatt úr 33,3 prósentum í 25 prósent. Le Pen vill að franska ríkið reyni sem mest að nýta sér þjónustu franskra fyrirtækja í ríkis verkefnum. Hún vill einnig lækka vexti á lánum til smá- fyrirtækja. Macron vill hafa sveigjanlegri vinnuviku og halda sama aldri til lífeyrissréttinda, en Le Pen vill lækka aldurinn sem hægt er að þiggja líf- eyri á úr 62 árum í 60 og halda 35 stunda vinnuvikunni. Le Pen vill einnig refsa fyrirtækjum í formi skatta fyrir að ráða erlent starfsfólk. Báðir frambjóðendur vilja fjölga lög- reglumönnum, en Le Pen vill fjölga fangelsisplássum umtalsvert meira en Macron. Kosningarnar í Frakklandi eru þær nýjustu í röð kosninga þar sem kosið er um popúlísk málefni og um fram- tíð Evrópusambandsins. Í Hollandi náði flokkurinn með popúlísk gildi ekki að tryggja sér sigur í mars. Fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir um áttaleytið að staðartíma á sunnudaginn. Sérfræðingar telja að kjörsókn muni hafa mikil áhrif á nið- urstöðuna. Kjörsókn í fyrri umferð var heldur dræm, eða um 76 prósent. Þar sem mánudagurinn er rauður dagur hafa einhverjir áhyggjur af því að það muni draga úr kosningaþátt- töku. Erfitt verður að meta hversu mikil áhrif Macron eða Le Pen geta haft í þinginu í kjölfar kosninga. Flokkur Le Pen er núna einungis með tvo kjörna þingmenn, og flokkur Macrons er nýr og því ekki með neina. Áhrifin munu skýrast þegar þingkosningar fara fram í júnímánuði. Næstu stóru kosningar í Evrópu eru í lok september þegar kosið verður um næsta kanslara Þýska- lands. Kosningarnar í Frakklandi, sem og í Þýskalandi, munu hafa tölu- verð áhrif á áframhaldandi samstarf í Evrópumálum. Frakkland Önnur umferð forseta- kosninganna í Frakklandi fer fram á morgun. Þá fá Frakkar að kjósa milli Emmanuels Macron, miðjumannsins frá En Marche! flokknum, og Marine Le Pen sem tilheyrir öfgahægri- flokknum Þjóðfylkingunni. Forset- inn er kosinn til fimm ára í senn. Kosningarnar eru að mörgu leyti sögulegar en þetta er í fyrsta skipti frá 6. áratug síðustu aldar sem fram- bjóðendur Repúblikana og Sósíal- ista hljóta ekki nægt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Niðurstöður fyrri umferðarinnar eru taldar vera afar daprar fyrir vinstri- vænginn í frönskum stjórnmálum. Um 47 milljónir Frakka eru kjör- gengar í þessum kosningum. Á miðvikudagskvöld fóru fram sjónvarpskappræður milli fram- bjóðendanna tveggja sem áætlað er að um 20 milljónir hafi horft á. Þær voru taldar afar mikilvægar á þeim tímapunkti þar sem áætlað var að 18 prósent kjósenda væru óákveðin. Samkvæmt nýjustu könnunum er Macron spáð öruggum sigri eða um 60 prósentum atkvæða. Ástæða þessa er að talið er að Macron sem miðju- miður geti laðað að sér atkvæði fjöl- breyttari hóps en Le Pen. En vinstri- menn í Frakklandi geta fæstir hugsað sér að kjósa Le Pen. Macron stóð uppi sem sigurvegari fyrri umferðarinnar, með 23,8 pró- senta fylgi, en þar með er ekki sagt að hann muni sigra í seinni umferð- inni. The Telegraph greinir frá því að í þeim níu kosningum sem farið hafa fram á síðustu fimmtíu árum hafi frambjóðandinn með næstmesta fylgið í fyrri kosningunum þrisvar sinnum sigrað í seinni umferðinni. Margir hafa einnig bent á að skoð- anakannanir í aðdraganda kosninga hafi ekki séð fyrir að Bretar myndu kjósa að yfirgefa Evrópusambandið né að Donald Trump yrði kjörinn forseti Bandaríkjanna og því sé ekki hægt að spá um úrslitin. Ólíkir frambjóðendur bjóða fram til forseta. Emmanuel Macron er miðjumaður, en Marine Le Pen tilheyrir öfgahægriflokknum Þjóðfylkingunni. Spár segja að Macron hafi betur. NordicPhotoS/AFP Úrslitin ráðast á morgun Kosið verður um næsta forseta Frakk- lands á morgun. Tveir ólíkir fram- bjóðendur, Marine Le Pen og Emmanuel Macron, boða ólíka framtíð fyrir Frakk- land. Macron er mikill Evrópusinni en Le Pen sem er öfgahægrisinni boðar lokaðra Frakkland. Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is harðduglegir starfsmenn setja upp kjörklefa. NordicPhotoS/AFP Greenpeace mótmæltu Marine Le Pen með því að hengja borða á Eiffel-turninn í gær. NordicPhotoS/AFP Emmanuel Macron var einkar vel fagnað á baráttufundi. NordicPhotoS/AFP Vísbendingar eru jafnframt um að franskir kjósendur hafi misst trú á hefðbundnum stjórnmálamönnum og vilji róttækar breytingar. The Guardian greinir frá því að könnun hafi sýnt að 89 prósentum Frakka finnist stjórnmálamenn ekki hlusta á almenning. Macron er sterkastur í þéttbýli. Hann hlaut 34,8 prósent atkvæða í París í fyrri umferðinni. Hann er einnig vinsæll í norðvesturhluta Frakklands. Le Pen gekk aftur á móti mjög vel í norðausturhluta Frakklands, en einnig fyrir sunnan, í kringum Marseille. Þetta endur- speglar svipaða stöðu og í Bretlandi og Bandaríkjunum á síðasta ári, þar sem Clinton var vinsæl í stórborgum og Trump í dreifbýli, og þeir sem studdu áframhaldandi aðild að Evr- ópusambandinu bjuggu í borgum Bretlands. Þekktasta ágreiningsefni fram- bjóðendanna tveggja er Evrópusam- bandið. BBC greinir þó frá því að margt annað sé ólíkt í stefnumálum þeirra. Macron vill efla franska hagkerfið. Hann vill skera niður útgjöld ríkisins en einnig fjárfesta 6 . m a í 2 0 1 7 l a U G a r d a G U r32 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -A 4 3 0 1 C C F -A 2 F 4 1 C C F -A 1 B 8 1 C C F -A 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.