Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 96
Mikið hefur verið rætt um möguleika Íslands á að rukka gjöld af ferðamönnum til uppbyggingar ferðamannastaða. Ýmsar borgir og lönd hafa farið þá leið að rukka ferðamenn um sérstakan skatt, þar má til dæmis nefna Róm, Flór- ens og Dubrovnik. Nýverið tóku stjórnvöld í Botsvana í Afríku þá ákvörðun að rukka alla ferðamenn um 30 dollara, eða um þrjú þúsund krónur, við komuna til landsins. Undanskildir eru þó íbúar innan SADC-ríkjanna í Afríku sem eru 15 lönd í suðurhluta álfunnar. Mikil andstaða var við gjaldið meðal fyrirtækja í ferðamanna- iðnaðinum. Hugmyndin var fyrst kynnt til sögunnar á síðasta ári en gjaldtökunni frestað vegna mót- mæla samtaka í ferðaþjónustu í landinu, Hatab. Nú hefur þó verið ákveðið að rukka alla ferðamenn um gjaldið frá 1. júní og verður það greitt við komuna til landsins, á flugstöðvum og við landamæri. Landið er afar vinsælt meðal ferðamanna sem leita helst eftir því að sjá ljón, fíla, buffalóa, hlé- barða og nashyrninga í safaríferð- um. Þá þykir ómissandi að fara til Okavango-óshólmanna sem sagðir eru eitt af sjö náttúruundrum Afríku. Alls sækja 1,6 milljónir ferða- manna Botsvana heim ár hvert og gert er ráð fyrir að fjórir og hálfur milljarður króna safnist með hinum nýja skatti. Peningurinn á að fara í verndun landsins og upp- byggingu ferðamannastaða. Ferðamannaskattur settur á í Botsvana Ferðalög elskenda eru sveipuð dýrðarljóma og botnlausri rómantík. Því er ekki fráleitt að bera fram bónorð í háloftunum á leið í paradís. Svona ferðu að því: l Veldu lengra flug en styttra til að geta sötrað kampavín, horfst í augu og lengt sem mest í dýr- mætu augnablikinu. l Gættu hringsins sem sjáaldurs augna þinna. Feldu hann vand- lega í handfarangri sem þú lætur ekki úr augsýn. l Fljúgðu á fyrsta farrými ef buddan leyfir. Bónorð kallar á fínustu aðstæður og þjónustu og líkurnar á já-i aukast! l Láttu yfirflugfreyjuna vita af áætlun þinni til að fá vitneskju um hvenær bestur tími gefst til bónorðsins og til að undir- búa kampavínið þegar stundin kemur. l Reiknaðu með lófaklappi far- þega því líklega flýgur fiski- sagan hratt um borð. Að fara á skeljarnar skýjum ofar skapar ógleymanlega minningu. Bónorð um borð! Það er alltaf gaman að ferðast, skoða heiminn og víkka út sjóndeildarhringinn. Hins vegar eru nokkrar borgir svo hættulegar að ferðamönnum er ráðið frá því að heimsækja þær, þótt eflaust sé áhugavert að koma þangað. Samkvæmt lista sem ferðasíðan Escape Here hefur tekið saman yfir hættulegustu borgir heims nýtur San Pedro Sula í Hondúras þess vafasama heiðurs að vera þar í fyrsta sæti. Hvergi eru framin fleiri morð í heiminum en í þeirri borg, auk þess sem vopna- sala er mikið vandamál. Karachi í Pakistan er í öðru sætinu, ekki síst vegna fjölda hryðjuverka og óstöð- ugs stjórnmálaástands. Í þriðja sæti er Kabúl í Afganistan en þar hefur um árabil ríkt stríðsástand og hryðjuverkaárásir eru tíðar. Sömu sögu er að segja um Bagdad í Írak, sem er í fjórða sæti, en þar má búast við árásum hvenær sem er. Í fimmta sæti er Acapulco í Mexíkó og þar á eftir koma Gvatemala í samnefndu landi, Rio de Janeiro í Brasilíu og Höfðaborg í Suður- Afríku. Hættulegustu borgir í heimi BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Settu starfsfólkið í fyrsta sæti WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn í vélina. Innifalið er hraðferð um borð, máltíð, forfallavernd og sömuleiðis BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz er kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða. WOW Biz Sumir þurfa einfaldlega meira WOW en aðrir. 8 KYNNINGARBLAÐ 6 . M A Í 2 0 1 7 LAUGARDAGUR 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C F -A E 1 0 1 C C F -A C D 4 1 C C F -A B 9 8 1 C C F -A A 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.