Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 93
ÓMISSANDI
FERÐAFÉLAGI
171 Ísland: Áfangastaðir í alfaraleið
er stóra systir hinna gríðarvinsælu
101 Ísland og 155 Ísland, verulega
endurskoðuð og aukin. Þetta er
stórskemmtileg, fróðleg og gagnleg
ferðahandbók.
PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
er landskunnur fararstjóri, útivistar-
maður og ferðabókahöfundur.
NÝ
www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsin s | F i sk i slóð 39
Áður en haldið er af stað í ferðalag
er að mörgu að huga. Skynsam-
legt er að kaupa ferðatryggingu
og taka myndir eða afrit af öllum
mikilvægum gögnum eins og
vegabréfi ef það skyldi týnast.
Vegabréf, lyf, aukabatterí fyrir
myndavélina, aukahleðslutæki
fyrir símann og sólarvörn ætti allt
að vera í handfarangri. Auk þessi er
ráð að setja aukanærföt og sokka
í handfarangurinn ef töskurnar
skyldu ekki skila sér á réttum tíma.
Auðvitað er vel hægt að kaupa nýtt
en með þessu móti sparast tími og
peningar. Þar sem oftast þarf að
borga fyrir hverja tösku er gott að
skipuleggja vel hverju pakkað er
niður og hafa í huga að velja saman
þægileg föt sem passa vel saman og
auðvelt er að þvo. Þegar á áfanga-
stað er komið er sniðugt að spyrja
innlenda hvaða veitingastað þeir
mæli með, hvar sé hagstætt að
versla og hvar bestu kaffihúsin eru.
Gott að muna
fyrir fríið
Ferðafélag Íslands stendur fyrir
morgungöngum alla næstu viku,
8. til 12. maí. Gengið verður á fjöll í
nágrenni Reykjavíkur klukkan sex
að morgni og til baka fyrir klukkan
9. Þetta er 13. árið í röð sem FÍ
stendur fyrir morgungöngum sem
hafa átt miklum vinsældum að
fagna. Fararstjórar eru Páll Guð-
mundsson og Auður Kjartansdóttir
en þátttaka er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Mánudagur: Helgafell ofan Hafnar-
fjarðar. Gangan hefst við Kaldársel.
Þriðjudagur: Reykjaborg. Gangan
hefst við bílastæði norðaustan við
Hafravatn.
Miðvikudagur: Haukadalsfjöll.
Gangan hefst við neðan við Hrafn-
hóla.
Fimmtudagur: Vífilsfell við Sand-
skeið. Gangan hefst við malar-
námur við rætur fjallsins.
Föstudagur: Úlfarsfell. Gangan
hefst við bílastæði skógræktar við
Vesturlandsveg.
Morgungöngur
alla vikuna
Flestir kannast líklega við þá tilfinningu þegar
fólk stendur of nálægt og ryðst þannig inn í
persónulegt rými viðkomandi. Ný rannsókn
sýnir að hugmyndir fólks um persónulegt rými
fari að stórum hluta eftir þjóðerni. Rannsóknin
bar heitið „Preferred Interpersonal Differences:
A Global Comparison“ og birtist í tímaritinu
Journal of Cross-Cultural Psychology.
Rætt var við 8.943 þátttakendur frá 42 löndum
til að finna út hversu nálægt þeir gætu verið
annarri manneskju án þess að þykja það óþægi-
legt. Niðurstöðurnar voru afar mismunandi
eftir þjóðerni fólks. Þannig virtust Rúmenar
meta sitt persónulega rými mest en Argentínu-
menn minnst.
Persónulegt rými misjafnt eftir þjóðerni
Listi yfir þjóðir með lítið persónulegt rými
Argentínumenn - 77 cm
Búlgarar - 81 cm
Úkraínumenn - 86 cm
Austurríkismenn - 88 cm
Slóvakar - 89 cm
Rússar - 89 cm
Grikkir - 91 cm
Listi yfir þjóðir sem vilja mikið persónulegt rými
Rúmenar - 140 cm
Ungverjar - 131 cm
Sádi-Arabar - 127 cm
Tyrkir - 123 cm
Úgandamenn - 122 cm
Pakistanar - 120 cm
Eistar - 118 cm
KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 6 . m A í 2 0 1 7
0
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
1
3
6
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
C
F
-C
6
C
0
1
C
C
F
-C
5
8
4
1
C
C
F
-C
4
4
8
1
C
C
F
-C
3
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
3
6
s
_
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K