Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 52

Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 52
Jarðhnetusúpa fyrir 4 Þessi dýrindis súpa er ein af dásemd- um Gana í Vestur-Afríku og vinsæll helgarmatur. Hún er gjarnan borin fram með fufu (fæst í AfroZone) og omutuo (hrísgrjónabollum). 1 dós Creamy Jumbo hnetusmjör 1 dós (70 g) tómatpuré 4 stórir og þroskaðir tómatar 2 stórir skalottlaukar 4 stórar gulrætur Svolítið af brokkólíi (eða öðru græn- meti að eigin vali) Hvítlaukur (eins mikið og vill) Fersk engiferrót (minna en meira ef súpan á ekki að verða of sterk) Salt og pipar 2 bollar sjóðandi vatn Chilipipar 4-8 sveppir Fiskur eða kjöt að eigin smekk Magi/Jumbo fisk-, kjöt, eða græn- metiskraftur ATH! Creamy Jumbo hnetusmjör, 70 g tómatpuré, stórir skalottlaukar og magi-kraftur fæst í AfroZone. Mýkið tómatana í sjóðandi vatni, takið af þeim hýðið og maukið aldinkjötið. Setjið Creamy Jumbo hnetusmjör í pott, tvo bolla af vatni, helming af tómatpuréinu og nýlagað tómatmaukið. Látið malla á miðl- ungshita og hrærið í þar til hráefnið er orðið brúnt með olíu á yfirborðinu (í 15-25 mínútur.) Skerið kjúklinga- kjötið í bita og gufusjóðið eða létt- steikið í potti í 5 mínútur með salti og stórum kraftkubbi. Takið hýðið af engiferrót, skalottlauk og hvítlauk og bætið saman við kjúklinginn. Hrærið í hráefninu til að kjötið taki í sig bragð. Setjið nú hnetusmjörs- blönduna yfir kjúklinginn og bætið við 2 bollum af vatni til viðbótar ef þynna þarf súpuna. Látið sjóða í 20-30 mínútur og hrærið í af og til svo festist ekki við botninn. Bætið við gul- rótum og brokkólíi á seinni mínútum suðunnar. Skreytið með fersku spínati eða steinselju. Berið fram með soðnum hrísgrjónum, hrísgrjóna- bollum, fufu eða banku frá Gana. Red red fyrir 4 Ganabúar eru sólgnir í Red red. Nafnið Rautt rautt er dregið af lit rétt- arins sem er rauð kássa með rauðum mjölbanönum. Patience er hrifin af bragðsterkum mat og notar því ferska tómata, hvítlauk, engiferrót, lauka, tómatpuré og nautakjöt í sína útgáfu en það gerir lit og bragð enn ríkulegra. Í Red red eru oftast notaðar augnbaunir (e. black-eyed peas) eða aðrar kúabaunir sem finna má í Afro- Zone. Útkoman er sannkölluð veisla! 4 stórir vel þroskaðir mjölbananar 500 g augnbaunir Salt Stór laukur Ferskur hvítlaukur Fersk engiferrót Kjöt eða fiskur að eigin vali 1 dós (70g) Derica tómatpuré 200 ml rauð olía eða önnur græn- metisolía Chilipipar að vild Magi fisk- eða kjötkraftur Gari (búið til úr rótarhnýði cass- ava-jurtarinnar) ATH! Mjölbananar, augnbaunir og aðrar kúabaunir, Derica tómat puré, Sætar sælkerakrásir frá Gana Efra-Breiðholt er suðupottur heimshornamenningar og þar er afrísk sæl- kerabúð. Patience A. Karlsson reiðir fram vinsælasta helgarmatinn í Gana. Ganabúinn Patience A. Karlsson er eigandi verslunarinnar Afro Zone í Hólagarði í Efra-Breiðholti. Hún varð ástfangin af Íslendingi sem var við túnfiskveiðar í Gana fyrir fjórtán árum. Patience flytur inn brakandi ferska ávexti og grænmeti, ásamt freistandi og framandi hráefni í eldamennskuna frá Afríku. MYND/ERNIR Red red er vinsælasti aðal- réttur Ganabúa og sannkallað gómsæti sem hittir í mark á kósíkvöldi. Faðir Patience er sólginn í heimalagaðar karamellur úr niðursoðinni mjólk enda ein- stakt hnossgæti. rauð grænmetisolía og gari fást í Afro- Zone, Lóuhólum 2-6. Hreinsið baunir og látið í pott með vatni sem nær minnst þumlung yfir. Sjóðið í klukkustund eða þar til mjúkar. Skerið lauk og annað hrá- meti. Blandið hluta af því við kjötið ásamt salti og krafti. Látið sjóða í 2 mínútur. Hitið næst olíu á pönnu og snöggsteikið soðið kjötið í um 2 mín- útur. Fjarlægið nú kjötið, kælið olíuna aðeins og steikið upp úr henni lauk, hvítlauk og engifer í um hálfa mínútu. Setjið tómatpuré út á pönnuna og hrærið þar til verður rautt, bætið þá við ferskum tómötum. Bætið við krafti og kjöti og eldið á miðlungs- hita til að byrja með en síðan er látið malla á lágum hita í 5-10 mínútur. Bætið að síðustu soðnum baunum saman við, saltið og látið malla á lágum hita á meðan bananar eru undirbúnir. Mjölbananar Fjarlægið bananahýðið, snyrtið bananana og skerið í litla bita. Saltið lítillega. Hellið olíu á pönnu, um hálfan þumlung á dýpt, og steikið bananabitana á miðlungs- hita. Hrærið og veltið til svo bitarnir brúnist vel. Takið þá af pönnunni og þerrið á eldhúspappír eða grind. Berið fram með kássunni. Skreytið með gari líkt og gert er með parmes- anost á pitsu eða notið sem meðlæti sem vætt er í vatni. ATH! Sleppa má olíu, skera bananana smærra og sjóða í saltvatni í 5-10 mínútur eða rista í ofni í 5-10 mínútur á 200°C. Einnig er Red red gómsætt sem grænmetisréttur með því að sleppa kjöti eða fiski. Karamellur úr niðursoðinni mjólk Ganamenn eru lítt gefnir fyrir sælgæti og líta á það sem verðlaun fyrir krakka. Í Gana er flestur matur heimaunninn og á það líka við um sætindi. Patience telur það vera vegna þess að ódýrara er að kaupa dós af niðursoðinni mjólk til að gera heima- gerðar karamellur en að kaupa þær innfluttar. Karamellurnar innihaldi minni sykur en bragðist jafnvel enn betur. „Ungir krakkar taka gjarnan upp á því að kaupa niðursoðna mjólk fyrir vasapeninginn og búa til karamellur sem þeir selja svo skóla- systkinum sínum undir borðið. En þótt krakkar séu sannarlega sólgnir í karamellurnar er pabbi minn vitlaus í þær líka. Þær eru ljúffengt laugardags- nammi,“ segir Patience. 1 dós niðursoðin mjólk 1 msk. smjör Panna og trésleif Bræðið smjör á miðlungsheitri pönnu. Hellið niðursoðnu mjólkinni yfir bráðið smjörið og hrærið í stöðugt í 10-15 mínútur. Takið af hitanum þegar karamellan er orðin brún og hægt að snúa við kaldri skeið án þess að karamellan detti af. Mótið að vild og njótið! Berið fram með kaffi eða kaldri mjólk. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . m A í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -D 5 9 0 1 C C F -D 4 5 4 1 C C F -D 3 1 8 1 C C F -D 1 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.