Fréttablaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 6
Menn eru að smíða
ný og orkuspar
neytn ari skip.
Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunar
INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. BÍLDSHÖFÐA / AKUREYRI / SELFOSSI
4.-8.
MAÍ
AF ÖLLUM FATNAÐI
TAX FREE
TAX FREE JAFNGILDIR 19,36% VERÐLÆKKUN. DAGANA 4. – 8. MAÍ 2017. GILDIR EKKI UM VÖRUR Á ÁÐUR LÆKKUÐU VERÐI. *GILDIR AÐEINS Á FATNAÐI.
Umhverfismál Sérstök áhersla
verður lögð á að skoða hvar hægt
er að beita grænum hvötum og
umhverfissköttum til að ýta undir
þróun íslensks samfélags í átt að lág-
kolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri
aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í
loftslagsmálum.
Áætlunin var kynnt í gær. Hún
miðar að því að Ísland standi við
alþjóðlegar skuldbindingar sínar í
loftslagsmálum til 2030 og varði veg-
inn að róttækri minnkun losunar til
lengri tíma í samræmi við leiðsögn
fræðasamfélagsins.
Áætlunin verður unnin undir
forystu forsætisráðuneytisins og
umhverfis- og auðlindaráðuneytis-
ins, en fjármála- og efnahagsráðu-
neytið, samgönguráðuneytið og
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið munu einnig taka fullan þátt
í gerð hennar.
Í yfirlýsingunni segir að helstu
tækifæri Íslands til að draga frekar úr
losun gróðurhúsalofttegunda liggi
í samgöngum, sjávarútvegi, land-
búnaði og landnotkun. „Rafvæðing
bílaflotans er til að mynda raunhæf
leið til að nýta innlenda græna orku
á hagkvæman hátt og sjávarútveg-
urinn hefur mikla möguleika á að
draga frekar úr losun í gegnum til að
mynda orkuskipti og tæknilausnir
við veiðar,“ segir í áætluninni.
Özur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Bílgreinasambandsins, segir
skattalega hvata skipta öllu máli
varðandi aukna notkun rafbíla. Það
sé góður stígandi í notkun slíkra
bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af
því að það er enginn virðisauka-
skattur á þessum bílum. Þannig að
þeir eru vel samkeppnishæfir í verði
við hefðbundna bíla. Ef það væri
virðisaukaskattur á þessum bílum
þá værum við ekki að sjá þá á göt-
unum,“ segir hann.
Özur segir framleiðsluna á raf-
hlöðum í bílana vera dýra, þótt hún
Kvótakerfið risaskref í umhverfismálum
Lögð verður áhersla á umhverfisskatta í nýrri áætlun í loftslagsmálum undir forystu umhverfis- og forsætisráðherra. Skattaundanþága
skiptir miklu fyrir fjölgun rafbíla, segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Útgerðarmaður sér tækifæri með nýjum skipum.
Sex af ráðherrum ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerða áætlunina í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. FRéTTablaðið/EyþóR
hafi lækkað og muni lækka áfram.
„En á meðan hún er dýr þurfum
við að hafa niðurfellingu á þessum
gjöldum,“ segir Özur.
Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar, segir að
tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi
í hagkvæmari skipum og veiðarfær-
um og hvernig þeim sé beitt. Hann
segir gríðarlega mikið hafa verið gert
til að draga úr umhverfisáhrifum í
sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvóta-
kerfið er sennilegast eitt stærsta
skref í umhverfismálum sem stigið
hefur verið, hvort sem andstæðingar
þess vilja viðurkenna það eða ekki.
Við erum að nota margfalt minna af
olíu en áður. Menn eru að smíða ný
og orkusparneytnari skip og menn
eru stöðugt að horfa á orkuferla í
landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að
mynda hafi verið stigin mjög stór
skref í að rafvæða fiskimjölsverk-
smiðjurnar. jonhakon@frettabladid.is
lögreglUmál Lögreglan hefur til
rannsóknar nafnlausar bréfasend-
ingar þar sem karlmaður er borinn
þungum sökum um kynferðisbrot.
Maðurinn hefur kært málið. „Við
erum með til skoðunar kæru manns
sem telur að sér veist með þessum
hætti,“ segir Grímur Grímsson, yfir-
maður miðlægrar deildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Umrætt bréf hefur undanfarið
borist inn á lögmannsstofur, fjár-
málastofnanir og til fjölmiðla. Um er
að ræða útprentað blað með mynd af
manninum þar sem hann er sagður
hafa, á ótilgreindum tíma kvöld
eitt, brotið gegn konu sem fór með
honum heim eftir skemmtun.
Þá kemur fram að bréfsendandi viti
að fólki kunni að finnast slíkar nafn-
lausar ásakanir siðlausar en um slíkt
skeyti hann engu. Tilgangurinn sé að
vara konur við manninum.
Sending bréfsins getur varðað
við 236. grein almennra hegningar-
laga sem segir að sé ærumeiðandi
aðdróttun birt eða borin út opinber-
lega varði það sektum eða fangelsi allt
að 2 árum.
Jón Þór Ólason, sérfræðingur í
refsirétti, segir að alla jafna séu æru-
meiðingamál einkarefsimál sem
þýði að viðkomandi beri að stefna
geranda í málinu án aðkomu ákæru-
valds. Því sé öðruvísi farið í þessu
máli. Samkvæmt 242. almennra
hegningarlaga breytir öllu að um
sé að ræða nafnlaust, skriflegt bréf.
Nafnleysið geri málið að opinberu
refsimáli þar sem hinu opinbera ber
að rannsaka mál og gefa út ákæru ef
þykir líklegt til sakfellingar. Engin
fordæmi eru fyrir því að dæma til
fangelsisvistar fyrir ærumeiðandi
aðdróttanir.
Í opinberum sakamálum tíðkast að
brotaþolar njóti nafnleysis og hægt er
að fara fram á lokað þinghald. – snæ
Íslenskur karlmaður borinn þungum sökum í nafnlausu bréfi
236. grein almennra
hegningarlaga segir að sé
ærumeiðandi aðdróttun birt
opinberlega varði það
sektum eða fangelsi allt að
tveimur árum.
6 . m a í 2 0 1 7 l a U g a r D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
1
3
6
s
_
P
1
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
1
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
C
F
-7
7
C
0
1
C
C
F
-7
6
8
4
1
C
C
F
-7
5
4
8
1
C
C
F
-7
4
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
3
6
s
_
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K