Fréttablaðið - 20.05.2017, Side 33

Fréttablaðið - 20.05.2017, Side 33
átt svolítið athvarf þar og ég flutti þangað af því að mamma fór út í nám. Það var fínt að búa hjá þeim, en eins og gengur um ungt fólk á þessum aldri þá vildi ég auðvitað meira frelsi. Svo tók ég bílpróf. Ég hafði trú á mér í það að ég gæti gert það. Það gekk mjög vel. Ég tók bara allan þann tíma sem ég þurfti. Ég fékk fyrst úthlutað íbúð í Skipholti og þar bjó ég í fjögur ár. Síðan fékk ég íbúðina sem ég bý í dag í Árbænum. Mér finnst voða fínt að búa einn og bjóða vinum í mat þegar hentar. Mér finnst gaman að elda. Skemmtilegast finnst mér að grilla fyrir félagana. Ég geri það allt árið þótt mér finnist skemmtilegt að sólin sé farin að skína,“ segir Áki sem segist heppinn. Staða margra félaga hans í Átaki sé hörmuleg þegar kemur að húsnæðismálum. Stjórnvöld girði sig í brók „Húsnæðismálin eru í skelfilegu ástandi. Það er talið að það séu á milli 400-500 manns á biðlista hjá Reykja- víkurborg. Þar erum við bæði að tala um fatlaða og ófatlaða. Stjórnvöld verða að fara að girða sig í brók. Það er ekki í lagi að fötluðu fólki sé boðið að búa með fólki sem það þekkir ekki. Eða það sé flutt á milli staða eftir því hvernig efnahagurinn er í samfélaginu. Ófötluð manneskja myndi ekki láta sér lynda þetta. Fatlað fólk á rétt á því að búa þar sem það vill með þeim sem það vill búa með,“ segir Áki og nefnir nokkur dæmi. „Ég þekki sjálfur nokkra sem búa heima hjá foreldrum sínum. Og nokkra sem hafa gert það alla sína ævi. Þá fær ein félagskona í Átaki ekki að ráða því hvernig og hvar hún býr og stendur í baráttu. Fólk er oft skikkað til að gera hitt og þetta til að þjóna samfélaginu. Það á auðvitað ekki að bjóða fötluðu fólki að búa á einhverjum hópheimilum af því það hentar öðrum eða er hagkvæmt. Fólk á bara að fá að ráða því sjálft.“ Brestir á vinnumarkaði Atvinnumálum fatlaðra segir Áki ekki síður brýnt að greiða úr.„Það er skelfilegt hvað verndaðir vinnu- staðir eru að borga lág laun. Það er eitthvað sem þarf að skoða. Það er líka alvarlegt að fatlaðir á sumum vinnustöðum virðast ekki vera að fá greidd laun heldur er skammtaður einhver vasapeningur eftir hentisemi eða geðþótta. Þetta viðgengst þrátt fyrir að fjallað hafi verið ítarlega um málin í fjölmiðlum,“ bendir Áki á og segir hluta vandans mega rekja til lítils eftirlits með þjónustu til fatlaðra. „Það myndi hjálpa að hafa þjónustuna í bæjarfélögunum en ekki langt í burtu. Í fjarlægð frá mannlífi.“ Brotin skólaganga fatlaðra Nú um þessar mundir hvíla mennta- málin þungt á meðlimum í Átaki. Nýverið var skorið niður í myndlist- arnámi til fatlaðra. „Það er ömurlegt hvað við þurfum stöðugt að berjast fyrir jafnrétti til náms. Við höfum ekki gott aðgengi að námi. Skólaganga okkar er í flestum tilfellum brotin. Þetta á bara að vera í lagi. Við eigum rétt á að mennta okkur, finna okkar styrkleika og fylgja áhugamálum okkar. Ég myndi vilja læra eitthvað í háskólanum. Ég hef hins vegar ekki haft tækifæri til að klára stúdents- prófið. Ég myndi vilja fá aðstoð við það, klára prófið með utanumhaldi. Fá að vera í námi á mínum tíma með réttri aðstoð. Það vantar algjörlega úrræði og þannig hefur það verið í tugi ára,“ segir Áki. „Það er líka ekki nóg að lofa enda- laust upp í ermina á sér. Við viljum efndir og úrræði. Okkar líf snýst alltaf um að bíða og vona. Vona að árferðið verði gott svo að það sé hægt að virkja eitthvað úrræði handa okkur. Mér finnst ófatlaðir stundum finn- ast það allt í lagi að líf okkar fatlaðra sé einhver tilraun. Við erum alltaf í endalausu tilraunaverkefni, maður bara spyr sig er líf okkar tilraun?“ Vill skoða Tryggingastofnun Hann skorar einnig á mikilvægar stofnanir, svo sem Tryggingastofnun, að leita til Átaks. Bæði til fræðslu og til þess félagsmenn Átaks geti bent þeim á hvernig þjónustan geti verið betri. „Mig langar til að skoða Trygg- ingastofnun og hvernig má bæta það kerfi. Ég myndi vilja að það væri leitað til okkar um ýmis málefni er okkur varða. Við þurfum að standa saman,“ leggur Áki áherslu á. Hann segir marga félagsmenn í Átaki lenda í vandræðum við að þiggja þjónustu frá Tryggingastofnun og vilji bæta úr því. Lífssögur mikilvægar Áki er sannfærður um að það styrki baráttu fatlaðra að ófatlaðir hlusti á lífssögur þeirra. Þemað í stoltgöng- unni í ár eru lífssögur fatlaðs fólks. „Ég mun segja fyrstur frá og hlakka bara til. Vil bara hvetja aðra til að vera með og þá sem vilja styrkja okkur að hafa samband. Þetta er mitt hjartans mál. Öll eigum við okkar lífssögu, fatlaðir og ófatlaðir. Þetta er mín.“ Áki segist standa í þakkarskuld við fjölskyldu sína. Hann reiðir sig oft á systur sína, Helgu Arnardóttur, dagskrárgerðarkonu sem starfar í Kastljósi. „Hún á stóran þátt í því að hvetja mig Áfram í lífinu. Mamma líka, þær báðar hafa gefið mér góð ráð í gegnum árin. Ég hlusta á ráð frá þeim og líka vinum, félögum og félags- mönnum í Átaki því ég ætla að leggja allt í sölurnar til þess að efla starfið í Átaki,“ segir Áki sem segir félagið vera með vandaða og góða dagskrá sem fleiri ættu að sækja. „Við ætlum líka að halda í sjálfstæði félagsins og vera stolt og sýnileg. Látum ekkert brjóta okkur niður!“Áka finnst gaman að grilla og bjóða vinum í heimsókn. FréTTaBLaðið/Eyþór Yfirlit yfir starfsemi Orkurannsóknasjóðs 2007 – 2017 Sveinbjörn Björnsson, formaður stjórnar Orkurannsóknasjóðs. → → → Pallborðsumræður um hlutverk sjóðsins. Kynning nokkurra rannsóknaverkefna sem sjóðurinn hefur styrkt: — Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar var stofnaður árið 2007 og hefur því starfað í 10 ár. Árlega veitir sjóðurinn styrki til framhaldsnáms og rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála. STUÐNINGUR Í 10 ÁR Opinn fundur í Veröld, Húsi Vigdísar 24. maí kl. 14 – 16. Vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls síðustu árþúsund. Vetrarís á Þingvallavatni. Gönguhegðun urriða í Efra-Sogi og Úlfljótsvatni. Umhverfisrannsóknir í Lagarfljóti. Guðrún Marteinsdóttir. Yan Lavallée Sigurður Markússon flytur. Jóhann Örlygsson. Tómas Jóhannesson. Guðrún Gísladóttir. Einar Sveinbjörnsson. Jóhannes Sturlaugsson. Hrund Ó. Andradóttir. Vistfræðileg tengsl ferskvatns- rennslis til sjávar og hrygningar og klaks þorsks. Mechanical and permeability con- straints for improved geothermal reservoir exploitation at Krafla, Iceland. Next Generation Biofuels from Protein-rich Biomass. Mælingar á yfirborði og yfirborðs- breytingum íslenskra jökla með leysimælingum. 1 2 3 4 5 6 7 8 Dagskrá Skráning á landsvirkjun.is→ 8 5 7 4 3 1 2 6 h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 33l A U g A R D A g U R 2 0 . m A í 2 0 1 7 2 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 5 -9 9 8 8 1 C E 5 -9 8 4 C 1 C E 5 -9 7 1 0 1 C E 5 -9 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.