Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 8

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 8
Einhver afskipti, meiri eða minni eftir eðli málsins, eru höfð af reikningsskilum yfir 400 fyrirtækja og stofnana. Þær deildir, sem annast svokallaða al- menna endurskoðun, hafa flestar ríkis- stofnanirnar á sinni könnu, þar með allar hinar svokölluðu B-hluta stofnanir. — Með B-hluta stofnun er átt við ríkisstofn- un eða fyrirtæki, sem stendur að öllu eða verulegu leyti undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu á vörum eða þjónustu, eða hafa starfsemi með hönd- um, sem í meginatriðum er hliðstæð starf- semi einkaaðila. — Hjá þeim skal eign- færa og afskrifa efnislega fjármuni, gagn- stætt því, sem við á um A-hluta stofnanir, þar sem efnislegir fjármunir eru gjald- færðir að fullu á því ári, sem þeirra er aflað. Þessar deildir annast því endurskoð- un hjá langflestum rikisstofnunum og öll- um þeim stærstu, í þeim deildum starfa að jafnaði um 10 menn. — Vegna mann- fæðar hefur orðið að fela löggiltum end- urskoðendum endurskoðun nokkurra stofnana. í þeirri deild ríkisendurskoðunarinnar, sem nefnd er tollendurskoðun, vinna að jafnaði 10-12 menn. Hlutverk þeirrar deildar er að endurskoða allar aðflutn- ingsskýrslur yfir innflutning til landsins. Þetta verk er framkvæmt þannig, að all- ar aðflutningsskýrslur, sem berast utan af landi, þ.e.a.s. frá öllum tollumdæm- um utan Revkjavíkur, eru endurskoðað- ar bæði efnislega og tölulega. Á aðflutn- ingsskýrslum, sem berast frá tollstjóran- um í Reykjavik, er framkvæmd úrtaks- könnun, þar sem við embætti tollstjór- ans er starfandi sérstök endurskoðunar- deild. Þetta er mikið nákvæmnisverk og tímafrekt, en mjög nauðsynlegt. Á ári hverju er gerður fjöldi athugasemda við aðflutningsskýrslur, athugasemdir, sem bæði hafði í för með sér útgjöld og tekjur fyrir ríkissjóð. Ennfremur ber tollendur- skoðuninni að yfirfara allar endurgreiðslu- beiðnir á aðflutningsgjöldum, er það einnig mikið nákvæmnisstarf og viðamik- ið, sérstaklega hefur það aukist eftir að farið var að flytja út íslenskar iðnaðar- vörur í meiri mæli en áður var. Þá hefur einnig þetta vcrið mikilsvert atriði i sam- bandi við stórvirkjanirnar, vegna þess að allur innflutningur, sem til þeirra fer, er tollfrjáls, samkvæmt sérstökum samningi við lánveitendur, Alþjóðabankann og fleiri. Sú deild, er við köllum embættaeftirlit, hefur á að skipa 7-10 mönnum. Deildin hefur eftirlit með og endurskoðar hjá öll- um innheimtuaðilum ríkissjóðs þ.e. hjá svslumönnum, bæjarfógetum og lögreglu- stjórum. Auk þess hér í Reykjavík hjá tollstjóra, borgarfógeta og borgardómara. Deildin fylgist með innheimtu opinberra gjalda og annarra tekna ríkisins og skilum þeirra í ríkissjóð. Þessi deild annast og endurskoðun hjá sj úkrasamlögunum. Endurskoðunarstörfum hefur í stórum dráttum verið hagað þannig, að þegar ár- leg reikningsskil stofnana hafa komið inn, hafa þau verið athuguð, svo og bók- haldið, sem þau byggjast á. Ef endurskoð- andinn finnur eitthvað sem hann telur athugavert eru skrifaðar athugasemdir, sem sendar eru viðkomandi forstöðu- 6

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.