Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 16

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 16
óhæfilegar kröfur til gjaldenda um margvísleg framtalsgögn en það er eðlilegt að helstu atriði, sem varða rekstur bifreiðanna, bæði fjárhags- leg og rekstrarleg, komi fram í fram- talsgögnum, svo sem gerðar eru kröf- ur nú um. í gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt virðist rík- isskattstjóri og skattrannsóknarstjóri og þeir menn, sem þeir fela rann- sóknarstörf, hafa víðtækari heimildir til upplýsinga öflunar en önnur skatt- yfirvöld. Mismunun af þessum toga virðist ekki réttmæt. Er ástæða til að þau skattyfirvöld, sem hafa á hendi rannsóknir á efnahag og rekstri gjald- enda, hafi víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar þar um. C. Þvingunarúrræði í þeim tilvikum að upplýsingar um bifreiðareksturinn berist ekki skatt- yfirvöldum greiðlega er nauðsyn að þau eigi greiðan aðgang að stofnun- um, og þar er átt við dómstóla, til að þvinga fram þessar upplýsingagjöf og að þvingunarúrræði dómstóla, sér- staklega viðurlög, séu það þung og það skjót að gjaldendur sjái sér hag í því að láta upplýsingar strax í té, þannig að til sérstakra upplýsingaað- gerða af hálfu skattyfirvalda þurfi ekki að koma nema í algerum und- antekningartilvikum. Ekki er auðvelt að segja hvernig þessari starfsemi verður best fyrir komið en ljóst er að dómstólar verða að bregðast miklu fyrr við í skatta- málum en gert hefur verið til þessa og skattyfirvöld verða að eiga miklu greiðari aðgang að, sérstaklega upp- lýsingaöfluninni, en þau hafa hingað til virst eiga. Á þessu stigi er ekki vert að gera kröfur fyrir hönd skattyfirvalda um jafngreiða upplýsingaöflun og t.d. manni virðist eiga sér stað um land- helgisbrot þar sem dómarar eru ræst- ir út á laugardögum og sunnudögum. En það virðist alger forsenda fyrir skikkanlegri framkvæmd skattamála og raunar margra annarra mála að skattyfirvöld og þeir aðilar, sem hlut eiga að máli, geti með litlum fyrir- vara fengið aðstoð dómstóla til þess að afla upplýsinga um þau atriði sem þeir eiga rétt á að fá upplýsingar um. Þar sem öflun upplýsinga um skattamál eru sérhæfð að verulegu leyti er spurning hvort upplýsinga- öflun um þau og skyld mál, er varða bókhald og gjaldþrotaskipti og ann- að þess háttar er ekki best fyrir kom- ið þar sem fyrir hendi er sérþekking manna til að fjalla um þessi mál. Það virðist undarlegt ef ekki er hag- kvæmt að nota menn með sérþekk- ingu á bókhaldi og skattamálum til að vinna þessi verk en frekar fengnir menn sem ekki hafa sérþekkingu á málunum. D. Reglur um skattlega meðferð bifreiðarekstursliða Fjórða forsenda þess að skattlagning bifreiðareksturs takist bærilega er sú að til séu ítarlegar skráðar reglur um skattalega meðferð á tekjum og 14

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.