Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 19
gjöldum atvinnurekstraraðila til
launþega sem teljast sem tekjur hjá
launþegum, þá verður mat á rétt-
mætum frádráttarbærum gjöldum
launþeganna auðveldara.
Gerð reglna um þau atriði sem
skattyfirvöld hafa einkum fjallað um
er vandasöm en til álita kemur eftir-
farandi; að launþegar beri sjálfir á-
kveðið lágmarkshlutfall eða lág-
marksfjárhæð til einkanota, t.d.
launþegi sem ekki á aðra bifreið. í
þeim tilvikum að launþegi eigi aðra
bifreið en fær engu að síður einka-
not bifreiðar hjá atvinnurekanda
getur verið nauðsynlegt að krefjast
þess að hann leggi fram reikninga
eða gögn um einkanot þeirrar bif-
reiðar sem ekki er notuð við atvinnu-
reksturinn. Þá má hugsa sér að mað-
ur eigi tvær eða hafi tvær bifreiðar
til afnota. Er önnur einkabifreið,
gömul og léleg, sem kannski er lítið
notuð, en hin er vönduð og stór tor-
færubifreið atvinnurekanda. Laun-
þeginn ber því við að hann noti
stóru bifreiðina ekkert í eigin þágu
en noti alfarið einkabifreiðina litlu.
Slíkt þarf að vera unnt að sannreyna
með framlagningu reikninga eða á
annan slikan hátt. Til álita kemur
einnig að takmarka hámarksfrádrátt
bifreiðakostnaðar hjá starfsmanni
pr. ekinn kílómeter. Æskilget væri
að geta fært bifreiðakostnað eitthvað
milli ára að því leyti sem varðar af-
skriftir og óhöpp, þannig að gjald-
andi, sem ekki notar til fulls bifreiða-
kostnaðarfrádráttarliði eitt ár, eigi
þess kost að fá fært milli ára þegar
óhöpp koma eða bifreiðarekstur
verður sérstaklega kostnaðarsamur.
Þá þarf einnig að vera möguleiki á
því að taka tillit til sérþarfa gjald-
anda. Margar fleiri matsreglur koma
til álita en hér verður staðar numið.
Nauðsyn ber til að matsreglurnar,
hvernig sem þær verða, séu skriflegar
og samræmdar fyrir allt landið,
þannig að mönnum sé ekki mismun-
að í sambandi við skattlagningu bif-
reiðareksturs eftir búsetu eða á ann-
an hátt og þess er ekki að vænta að
samræmi náist við þessa framkvæmd
nema með skriflegum reglum.
Tengsl einkanotkunar bifreiða og
notkunar þeirra til atvinnurekstrar
geta valdið því að upp komi við
skattlagningu bifreiðareksturs þau
málsatvik, að réttmætt teljist að á-
ætla gjaldendum einkanot bifreiðar
sem gjaldstofn til tekjuskatts, svo og
aðra liði, svo sem risnu og ferða-
kostnað. Heimildir til slíkra áætlana
þurfa að vera ótvíræðar og er jafn-
framt eðlilegt að dómstólar hafi úr-
skurð um réttmæti slíkra áætlana.
Telja verður áætlunarheimildir skatt-
yfirvalda almennt óæskilegar þegar
ekki liggja fyrir brot á skattreglum
af réttaröryggisástæðum, en óhjá-
kvæmilegt virðist að þær séu fyrir
hendi þegar um er að ræða jafn
vandmetin atriði sem risnu, ferða-
kostnað og bifreiðakostnað sem
jafnframt eru oft tengd einkaneyslu.
17