Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 22

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 22
þykktum félags og önnur þau lagalegu skjöl, sem fjalla um til- veru fyrirtækisins. b) önnur mikilvæg lagaleg skjöl og samninga, c) lýsingu á fyrirtækinu og starfsemi þess, ásamt heimilisföngum allra þeirra staða, sem það rekur starf- semi á, d) skipurit, sem sýni yfirstjórn fyrir- tækisins og skiptingu ábyrgðar, e) nákvæma lýsingu á bókhaldskerfi fyrirtækis og þar, sem við á, lýs- ingu á notkun tölvu, þ.e. með flæðiritum eða skýringum, f) spurningalista um innra eftirlit eða lýsingu á því, svo að styrk- leika innra eftirlits megi meta, einnig á þeim sviðum sem tölvur eru notaðar. g) bréfaskipti við viðskiptavin um innra eftirlit, h) upplýsingar um öll þau fyrirtæki, sem tengd eru fyrirtæki viðskipta- vinarins ásamt nöfnum og heimil- isföngum endurskoðenda þeirra. Hér mætti jafnframt greina frá bréfaskiptum við aðra endur- skoðendur þegar stuðst hefur ver- ið við vinnu þeirra. i) reikningsskilavenjur, helstu kenni- tölur, yfirlit yfir afkomu fyrri tímabila ásamt yfirliti um mynd- un varasjóða, j) lýsingu á mikilvægum málefnum, sem upp komu í sambandi við endurskoðun með frásögn um hvaða ákvarðanir voru teknar og á hverju byggðar, k) langtímaendurskoðunaráætlun til þess að tryggja, að á ákveðnum fjölda ára sé nægileg og jöfn yf- irferð í endurskoðuninni. Vinnupappírar ársins (Current audit file); 7. Vinnupappírar ársins eiga að geyma upplýsingar, sem snerta þann árs- reikning, sem er til endurskoðunar og gætu þeir t.d. innihaldið eftirfarandi: a) eintak af endurskoðuðum árs- reikningi, b) endurskoðunaráætlun þar sem gerð er grein fyrir hvaða endur- skoðunarstörf voru unnin, c) sérstök yfirlit, sem hvert hefur að geyma greiningu á hverjum ein- stökum lið efnahags- og rekstrar- reiknings ásamt skýrslu stjórnar. Þessi yfirlit skulu sýna samanburð- artölur og greina frá hvernig end- urskoðandi sannreyndi tilveru, eignaraðild (aðeins fyrir eignir) og fjárhæð þeirra liða, sem fram komu í ársreikningi. Þessi yfirlit skulu greina frá niðurstöðum end- urskoðandans og bera með sér til- vísun til annarra yfirlita og utan- aðkomandi gagna, þar sem við á. Sérhver vinnupappír skal bera með sér hver hafi útbúið hann, hvenær og hver hafi farið yfir hann. d) frásögn af fundum og bréfaskipt- um vegna endurskoðunarinnar, e) úrdrátt úr efni funda hluthafa, stjórnar eða annarra aðila, sem við eiga, 20

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.