Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Síða 28

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Síða 28
fyrir fundinum að velja nýjan fulltrúa fyrir Norðurlöndin í framkvæmdastjórn UEC. Fyrir valinu varð Helge Rindal frá Noregi. Eins og kunnugt er starfa tvær fasta- nefndir á vegum Norræna endurskoð- endasambandsins, önnur um endurskoð- un, hin um reikningsskil. Á fundinum gerði formaður endurskoðunarnefndar, Bertil Edlund frá Svíþjóð, grein fyrir störfum nefndarinnar á árinu. Lokið var tillögu um staðal að endurskoðun úti- standandi skulda og fyrir árslok mun einnig verða tilbúin staðaltillaga um „grundvallaratriði endurskoðunar í hluta- félögum". Þá hefur nefndin tekið til um- ræðu endurskoðunaráritun og endurskoð- unarskýrslu en þetta mál er enn á ný að komast í sviðsljósið vegna norrænu hluta- félagalaganna. Meðal nýrra verkefna nefndarinnar má nefna „endurskoðun smærri fyrirtækja“ og „afstöðuna til skattyfirvalda“. Allar tillögur nefndar- innar eru sendar til norrænu endurskoð- endafélaganna, hvers um sig, þar sem ætlast er til að þær séu teknar til athug- unar og umræðu. Norræna reikningsskilanefndin hélt sinn fyrsta fund á árinu þar sem lagðar voru línurnar um starf nefndarinnar í fram- tíðinni. Meðal annarra mála, sem rædd voru á fundinum var undirbúningur norræna endurskoðendakongressins í Reykjavík 1976 en það mál hefur þegar rækilega verið kynnt fyrir félagsmönnum FLE. Einnig var m.a. rætt um samstarf nor- rænu félaganna, einstakra eða sameigin- lega, við stofnanir eða félög endurskoð- enda utan Norðurlandanna en oft gefst íslenskum endurskoðendum möguleiki á þátttöku í námskeiðum eða fundum, sem þannig er til stofnað. Formaður Norræna endurskoðendasam- bandsins Eric Haglund frá Finnlandi hafði nú lokið kjörtíma sínum og í stað hans var kjörinn Bo Fridman frá Sví- þjóð. Næsti fundur sambandsins verður haldinn í Finnlandi í júní 1976. 26

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.