Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Side 33

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Side 33
Helgi V. Jónsson, hdl., löggiltur endurskoðandi Aðalfundur Félags löggiltra endurskoðenda Aðalfundur Félags löggiltra endurskoð- enda var haldinn laugardaginn 29. nóv- ember 1975. 42 félagsmenn mættu á fundinum. Samþykkt var eftirfarandi breyting á lögum félagsins: 11. gr. orðist svo: Á aðalfundi skal kjósa til eins árs í senn tvær fastanefndir er nefnast endur- skoðunarnefnd og reikningsskilanefnd. í hvorri nefnd skulu eiga sæti þrír félags- menn. Nefndirnar kjósa sér sjálfar for- mann. Forfallist nefndarmaður á kjör- timabili skal stjórn félagsins skipa mann í hans stað. Hlutverk endurskoðunarnefndar skal vera að gera tillögur að leiðbeinandi regl- um um framkvæmd endurskoðunar, sem gefnar yrðu út sem álit félagsins. Tillögur þær, sem nefndirnar leggja fram, skulu kynntar á félagsfundi og síð- an sendar félagsmönnum svo þeim gefist kostur á að koma að athugasemdum inn- an hæfilegs frests. Að loknum þeim fresti skulu nefndirnar taka tillögurnar fyrir að nýju ásamt þeim athugasemdum, sem fram hafa komið. Tillögur, sem eftir þá athugun hljóta samþykki meirihluta nefndarmanna, skulu teknar til afgreiðslu á næsta aðalfundi. Þær tillögur, sem hljóta samþykki % fundarmanna, skulu svo fljótt eftir fundinn, sem því verður við komið, kynntar sem álit félagsins. 11. grein sem nú er, verði 12. grein °g breytist númer annarra greina félags- laga í samræmi við það. í skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1974/ 1975 kom m.a. fram, að á starfsárinu voru alls haldnir 7 félagsfundir. Þessir fluttu erindi á fundunum: Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri um innheimtu tekju- og eignarskatta, Helgi V. Jónsson um tölvur sem stjómtæki, Halldór Ásgrímsson um virðisaukaskatt, Árni Vilhjálmsson, prófessor, um hug- myndir að tilhögun endurskoðunarnáms í viðskiptadeild, Erlendur Lárusson, for- stöðumaður Tryggingaeftirlitsins, um tryggingamál og starfsemi Tryggingaeft- irlitsins og Halldór V. Sigurðsson um und- irbúning fyrir þing norrænna endurskoð- enda. Sumarráðstefna félagsins var haldin að Laugarvatni. Þar fluttu erindi Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkisskattstjóri um stað- greiðslukerfi skatta, Ævar ísberg vararík- isskattstjóri um samskipti félagsmanna og skattyfirvalda og Tómas Gunnarsson er- indi er hann nefndi: „Hvað getur F.L.E. gert til mótunar stefnu í skattamálum.“ Árlegur fundur Norræna endurskoð- endasambandsins var haldinn í Reykja- vík 31. júlí-3. ágúst. Af hálfu félagsins sóttu fundinn Atli Hauksson, Geir Geirs- son og Sveinn Jónsson, en félagið hefir tekið að sér að sjá um XI þing nor- rænna endurskoðenda. í undirbúnings- nefnd þingsins eru Halldór V. Sigurðs- son, Ólafur Nilsson, Bergur Tómasson og Atli Hauksson. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Atli Hauksson, Geir Geirsson og Helgi V. Jónsson. Formaður var kosinn Geir Geirs- son, en aðrir í stjórnina Ólafur Nilsson og Eyjólfur K. Sigurjónsson. Til vara var 31

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.