Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 52

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 52
„löggiltur endurskoðandi11 sem ráðherra hefur löggilt til endurskoðunar. Öðrum mönnum en löggiltum endur- skoðendum er eigi heimilt að nota orðið endurskoðandi í starfsheiti sínu. Þá er og óheimil notkun starfsheitis, sem til þess er fallið að vekja þá trú að maður sé lög- giltur endurskoðandi ef hann er það ekki. 7. gr. Löggiltir endurskoðendur hafa réttindi og skyldur opinberra sýslunarmanna, þ. á. m. þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfa sínum og leynt á að fara. Ráðherra getur sett nánari reglur urn réttindi og skyldur löggiltra endur- skoðenda og starfsmanna þeirra. 8. gr. Endurskoðandi, sem fær löggildingu samkvæmt lögum þessum, skal vinna svo- fellt heit: Því heiti ég og legg við dreng- skap minn og heiður að endurskoðunar- starf mitt skal ég rækja með kostgæfni og samviskusemi í hvívetna og lialda lög og reglur sem að starfi mínu og framkvæmd þess lúta. 9. gr. Löggiltum endurskoðendum er skylt að tilkvnna ráðherra í hvaða sveitarfélögum þeir reka skrifstofur. Starfræki löggiltur endurskoðandi, eða félagsskapur löggiltra endurskoðenda, skrifstofur i fleiri en einu sveitarfélagi skal hverri skrifstofu veitt forstaða af löggilt- um endurskoðanda. 50 10. gr. Áritun löggilts endurskoðanda á reikn- ingsskil þýðir, nema annað sé fram tekið með árituninni, að reikningsskilin og bókhaldið, sem þau eru byggð á, hafi ver- ið endurskoðuð af honum og að reikn- ingsskilin gefi, að hans mati, glögga mynd af hag og afkomu aðila og að bókhaldið sé fært eftir viðurkenndum bókhaldsregl- um. 11. gr. Löggiltum endurskoðanda er óheimilt að framkvæma endurskoðun hjá þeim stofnunum og fyrirtækjum þar sem hann er, að öllu leyti eða að hluta, ábyrgur fyr- ir skuldbindingum viðkomandi stofnana eða fyrirtækja. Þá má hann ekki vera í stjórn eða full- trúanefnd, framkvæmdastjóri eða starfs- maður viðkomandi stofnunar eða fyrir- tækis. Hann má heldur ekki vera undir stjórn eða á annan hátt háður stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra, prókúruhafa eða þeim starfsmönnum, sem annast eða hafa eftirlit með bókhaldi og fjármálum. Hann má ekki vera maki þessara að- ila, skyldur þeim eða tengdur að feðga- tali eða niðja, fyrsta lið til hliðar, kjörfor- eldri þeirra eða kjörbarn, fósturfor- eldri eða fósturbarn. Hann má ekki vera fjárhagslega háð- ur viðkomandi stofnun eða fyrirtæki. 12. gr. Nú ákveður dómari að endurskoðun bókhalds eða reikninga skuli fram fara j

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.