Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Side 53

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Side 53
og skal þá til þess starfa kveðja löggiltan endurskoðanda, ef hans er kostur. 13. gr. Ráðherra ákveður að fengnum tillög- um Alitsnefndar Félags Löggiltra endur- skoðenda hvort endurskoðunarstarf sam- rýmist öðru starfi eða starfrækslu fyrir- tækis. Nú gegnir löggiltur endurskoðandi öðru starfi eða rekur atvinnufyrirtæki andstætt fyrirmælum ráðherra og getur ráðherra þá svift endurskoðanda löggild- ingu sinni. 14. gr. Nú missir löggiltur endurskoðandi lög- mælt skilyrði til löggildingar eða til end- urskoðunarstarfa samkvæmt löggildingu, sbr. 13. gr., og fellur þá úr gildi löggild- ing hans, enda ber honum þá að skila aftur löggildingarskírteini sínu. Ef hann síðar fullnægir lagaskilyrðum skal ráð- herra, að fengnum tillögum Alitsnefndar Félags löggiltra endurskoðenda, veita honum löggildingu að nýju. 15. gr. Nú sætir löggiltur endurskoðandi á- kæru í opinberu máli um brot á refsi- lögum og ber þá ákvörðun um sviptingu löggildingar hans af því efni, eftir kröfu ákæruvalds, undir dómara þess máls. Ákvörðun um sviptingu löggildingar vegna atvika, sem eigi leiða til ákæru, ber undir ráðherra. Nú vill endurskoðandi ekki una úrlausn ráðherra og getur hann þá borið sakarefnið undir dómstóla. Fer um meðferð þess máls að hætti opinberra mála. Ákvörðun ráðherra í málinu skal halda gildi uns dómur gengur. 16. gr. Allur kostnaður af framkvæmd laga þessara, þ. á. m. þóknun prófnefndar- manna, er ráðherra ákveður, greiðist úr ríkissjóði. 17. gr. Brot gegn lögum þessum og reglum, sem settar verða samkvæmt þeim, varðar allt að 1 000 000 kr. sekt til ríkissjóðs, nema þyngri hegning liggi við að öðrum lögum. 18. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 89 frá 29. desember 1953 um löggilta endurskoðendur og lög nr. 42 frá 29. mars 1961, um breyting á þeim lögum. Þó skulu þeir menn sem löggiltir hafa verið sem endurskoðendur fyrir gildistöku þessara laga halda starfs- heiti sínu og starfsréttindum en ákvæði 7.—17. gr. þessara laga gilda einnig um þá- Akvœði til bráðabirgða. Þrátt fyrir gildistöku laga þessara skal heimilt, eftir nánari fyrirmælum ráðherra, að þreyta próf samkvæmt reglugerð nr. 217/1953 fram til ársloka 1980. ATHUGASEMDIR VIÐ LAGAFRUMYARP ÞETTA. Um réttindi og skyldur löggiltra end- urskoðenda, skilyrði til að fá löggildingu sem endurskoðandi og fleiri ákvæði um löggilta endurskoðendur gilda nú lög nr. 89 frá 1953. Þau lög leystu af hólmi fvrstu lög um löggilta endurskoðendur hér á landi, lög nr. 9 frá 15. júní 1926. 51

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.