Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 54
Segja má að frá því að núgildandi lög
um löggilta endurskoðendur voru sett
hafi orðið stórfelld breyting á skilningi
manna á mikilvægi og nytsemi reiknings-
skila fyrirtækja og einstaklinga sem
stjórntækis við atvinnurekstur. Þá hafa
síaukin viðskipti og samskipti við erlenda
aðila gert mönnum ljósa nauðsyn þess að
reikningsskil íslenskra aðila, bæði ríkisfyr-
irtækja og einkafyrirtækja, séu þannig úr
garði gerð að þeim megi treysta. Þá gera
opinberir aðilar meiri kröfur til reiknings-
skila en áður. Verkefni endurskoðenda
verða því sífellt viðameiri, fjölbreytilegri
og vandasamari.
Á flestum sviðum þjóðlífsins eru gerð-
ar auknar kröfur um þekkingu manna og
menntun. Á það einnig við þá menn
er annast bókhald, reikningsskil og end-
urskoðun. Er það því ekki að ástæðulausu
að meginbreyting þessa frumvarps, mið-
að við núgildandi lög, er sú að lagt er til
að bóklegt nám við viðskiptadeild Há-
skóla íslands komi í stað námskeiðahalds
þess, sem verið hefur fyrir nema í endur-
skoðun.
Enda þótt flestir, scm kennt hafa á
námskeiðunum, hafi verið háskólakenn-
arar verður námið í fastari skorðum með
því að færa það inn í háskólann og gef-
ur verðandi endurskoðendum kost á meiri
og betri fræðslu en þeir eiga nú kost á.
Erumvarp þetta, sem og eldri lög um
löggilta endurskoðendur, miðar að því að
tryggja að einungis hæfir menn fái lög-
gildingu sem endurskoðendur og að þeir
sem löggildingu öðlast, njóti réttinda og
hafi skyldur eftir því sem réttmætt og
eðlilegt má teljast. Áð sjálfsögðu er við
það miðað að endurskoðendur, sem lög-
giltir hafa verið samkvæmt eldri lögum,
haldi þeim rétdndum sínum.
Athlgasemdir við einstakar greinar
frumvarpsins.
Uin 1. gr.
Þarfnast ekki skýringa.
Um 2. gr.
í þessari grein er þýðingarmesta breyt-
ingin frá núgildandi lögum, þ.e. ákvæði
um að skilvrði til að hljóta löggildingu
sem endurskoðandi sé að ljúka prófi frá
viðskiptadeild Háskóla íslands, með end-
urskoðun sem kjörsvið. Hér er lagt til að
einu kjörsviði sé bætt við síðari hluta 1
viðskiptadeildinni. Þá er hér kveðið nán-
ar á um verklega menntun endurskoð-
enda sem fjallað er um í 2. gr. núgild-
andi laga.
í núgildandi lögum eru m.a. skilyrði
fyrir löggildingu endurskoðanda, að hann
sé íslenskur ríkisborgari og að hann hafi
náð 25 ára aldri.
Ekki þvkir ástæða til þess að hafa þessi
ákvæði þar sem búseta í landinu, ásamt
þeim menntunarkröfum sem gerðar eru,
ættu að tryggja nægjanlega vel það sem
að var stefnt með þeim ákvæðum. Jafn-
framt er opnaður möguleiki fyrir því að
erlendir ríkisborgarar, sem búsettir væru
hérlendis, gætu fengið löggildingu sem
endurskoðendur væru jieir til jiess hæfir
að öðru leyti. Þá er einnig opnaður mögu-
leiki fvrir því að maður yngri en 25 ára
geti fengið löggildingu jsótt litlar líkur séu
52