Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 55

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 55
á því að námi sé lokið áður en þeim aldri er náð. — Komi það hins vegar fyrir er ekki talin ástæða til að bíða með að veita löggildinguna. Um 3. gr. Þessi grein á einungis við um verklegt próf þar sem nú er gert ráð fyrir að próf frá viðskiptadeild háskólans komi í stað bóklega hluta prófsins. Um 4. gr. Þessi grein fjallar um undanþáguheim- ildir sem eru með sama hætti og í nú- gildandi lögum. Um 5. gr. Grein þessi er samhljóða tilsvarandi grein í gildandi Iögum. Um 6. gr. Grein þessi er efnislega samhljóða 5. gr. gildandi laga. Þó er kveðið skýrar á um notkun orðsins „endurskoðandi" í starfsheiti. Er það gert til þess að fyrir- byggja misskilning um að maður sé lög- giltur endurskoðandi, ef hann er það ekki. Um 7. og 8. gr. Greinar þessar eru samhljóða tilsvar- andi greinum í gildandi lögum. Um 9. gr. í grein þessari er það nýmæli að reki endurskoðendur, eða félagsskapur endur- endurskoðenda, skrifstofur í fleiri en einu sveitarfélagi þá skal hverri skrifstofu veitt forstaða af löggiltum endurskoðanda. Akvæði þetta á að tryggja að skrifstofur löggiltra endurskoðenda verði ekki fleiri en svo, að viðskiptamenn þeirra fái þá þjónustu sem þeir eiga kröfu á. Um 10. gr. Þessi grein er nýmæli. í henni er á- kvæði um þýðingu áritunar endurskoð- andans á reikningsskilin. Almennt er nú svo litið á, að áritun endurskoðanda á reikningsskil sé hluti af reikningsskilun- um sjálfum. Er því talið eðlilegt að þetta ákvæði verði í lögunum. Um 11. gr. Tilgangur laga þessara er skv. 1. gr. að trvggja að til sé í landinu stétt sem hef- ur þekkingu til að gefa hlutlaust og á- reiðanlegt álit á reikningsskilum til notk- unar í viðskiptum. Slíkt álit getur því aðeins verið áreiðan- legt að endurskoðandi hafi endurskoðað reikningsskilin. Ef slík endurskoðun fer fram er nauð- synlegt að endurskoðandi sé á engan hátt háður þeim stofnunum og fyrirtækjum sem endurskoðun er framkvæmd hjá. Ekki er síður nauðsynlegt að utanaðkom- andi aðili geti treyst því að svo sé. Til þess að taka af allan vafa í þessum efnum eru í greininni ítarleg ákvæð um hvaða tengsl megi ekki vera fyrir hendi, í því skyni að styrkja hlutleysi endurskoð- anda. Sams konar ákvæði er ekki í lögum en síðari hluti 12. gr. reglugreðar um lög- 53

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.