Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 55

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 55
á því að námi sé lokið áður en þeim aldri er náð. — Komi það hins vegar fyrir er ekki talin ástæða til að bíða með að veita löggildinguna. Um 3. gr. Þessi grein á einungis við um verklegt próf þar sem nú er gert ráð fyrir að próf frá viðskiptadeild háskólans komi í stað bóklega hluta prófsins. Um 4. gr. Þessi grein fjallar um undanþáguheim- ildir sem eru með sama hætti og í nú- gildandi lögum. Um 5. gr. Grein þessi er samhljóða tilsvarandi grein í gildandi Iögum. Um 6. gr. Grein þessi er efnislega samhljóða 5. gr. gildandi laga. Þó er kveðið skýrar á um notkun orðsins „endurskoðandi" í starfsheiti. Er það gert til þess að fyrir- byggja misskilning um að maður sé lög- giltur endurskoðandi, ef hann er það ekki. Um 7. og 8. gr. Greinar þessar eru samhljóða tilsvar- andi greinum í gildandi lögum. Um 9. gr. í grein þessari er það nýmæli að reki endurskoðendur, eða félagsskapur endur- endurskoðenda, skrifstofur í fleiri en einu sveitarfélagi þá skal hverri skrifstofu veitt forstaða af löggiltum endurskoðanda. Akvæði þetta á að tryggja að skrifstofur löggiltra endurskoðenda verði ekki fleiri en svo, að viðskiptamenn þeirra fái þá þjónustu sem þeir eiga kröfu á. Um 10. gr. Þessi grein er nýmæli. í henni er á- kvæði um þýðingu áritunar endurskoð- andans á reikningsskilin. Almennt er nú svo litið á, að áritun endurskoðanda á reikningsskil sé hluti af reikningsskilun- um sjálfum. Er því talið eðlilegt að þetta ákvæði verði í lögunum. Um 11. gr. Tilgangur laga þessara er skv. 1. gr. að trvggja að til sé í landinu stétt sem hef- ur þekkingu til að gefa hlutlaust og á- reiðanlegt álit á reikningsskilum til notk- unar í viðskiptum. Slíkt álit getur því aðeins verið áreiðan- legt að endurskoðandi hafi endurskoðað reikningsskilin. Ef slík endurskoðun fer fram er nauð- synlegt að endurskoðandi sé á engan hátt háður þeim stofnunum og fyrirtækjum sem endurskoðun er framkvæmd hjá. Ekki er síður nauðsynlegt að utanaðkom- andi aðili geti treyst því að svo sé. Til þess að taka af allan vafa í þessum efnum eru í greininni ítarleg ákvæð um hvaða tengsl megi ekki vera fyrir hendi, í því skyni að styrkja hlutleysi endurskoð- anda. Sams konar ákvæði er ekki í lögum en síðari hluti 12. gr. reglugreðar um lög- 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.