Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 3

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 3
RITSTJÓRASPJALL einar h. einarsson löggiltur endurskoðandi Ágætu lesendur. Tímarit löggiltra endurskoðenda kemur nú út nítjánda árið í röð. Það hefur verið markmið félags löggiltra endurskoðenda að gefa út a.m.k. tvö tölublöð á ári. Nokkur misbrestur hefur orðið þar á undanfarið. Líklega er það vegna tímaskorts ritnefndarmanna. Núverandi ritstjórn hefur fullan hug á að breyta þessu og hefur nýtt tölublað í undirbúningi, sem koma á út með vorinu. Síðasta tölublað tímaritsins var með nokkuð nýju sniði og nýju nafni. „Áliti“ var vel tekið af les- endum ef marka má undirtektir þær sem heyrst hafa og auglýsendur þóttust marka áhrif auglýsinga sinna í blaðinu, enda eru flestir þeirra með auglýsingu aftur í blaðinu núna. Helsti kostur blaðsins fyr- ir auglýsendur er reglubundin dreifing blaðsins í um tvö þúsund eintökum til mjög ákveðins mark- hóps. Efni blaðsins er að mestu helgað umræðum á sumarráðstefnu FLE 1989 þar sem fjallað var um hug- myndir um Evrópubandalagið og hvert hlutverk endurskoðenda við breyttar aðstæður gæti orðið. Þrjú af fjórum framsöguerindum ráðstefnunnar eru meðal efnis blaðsins. Þær eru grein Víglundar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra, um samband Islands við erlent atvinnulíf og væntanlegar breyt- mgar í næstu framtíð. Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri, fjallar í sinni grein um þrjú efni; hluta- bréfamarkað og skattlagningu arðs og hlutabréfaeignar, heimild erlendra aðila til fjárfestinga í ís- lensku atvinnulífi og um heimildir íslendinga til að eiga hlut í erlendum fyrirtækjum. Þriðja greinin er umfjöllun Tryggva Jónssonar, löggilts endurskoðanda, um hlutverk endurskoðenda í breyttu um- hverfi með tilliti til ársins 1992. Skattlagning erlendra aðila og tvísköttunarsamningar við erlend ríki hafa lítið verið til umfjöllunar hjá FLE, en á skattaráðstefnu FLE í janúar 1989 flutti Valdimar Guðnason, löggiltur endurskoðandi, greinargott erindi um þetta mál. Grein hans er byggð á erindi þessu. Aðrar greinar í blaðinu eru umfjöllun þeirra Guðmundar Snorrasonar og Lárusar Finnbogasonar, löggiltra endurskoðenda, um alþjóðareikningsskilastaðla númer 8 og 10. Aðalsteinn Hákonarson, lög- giltur endurskoðandi, skrifar um ráðstefnu er hann sótti í Brussel. I síðasta hefti blaðsins kynntu fastanefndir FLE störf sín og verða áfram með fastan stað í blaðinu. Á árinu 1989 samþykkti FLE tvo nýja staðla, leiðbeinandi reglur um endurskoðun birgða og um endurskoðun viðskiptakrafa.Það er skoðun ritnefndar að birting slíkra leiðbeinandi reglna í tímariti félagsins gefi lesendum innsýn í störf endurskoðenda og þær reglur sem þeir vinna eftir. Ritnefndin þakkar öllum sem lagt hafa hönd á plóg við útgáfu þessa blaðs og vonar að efni þess mælist vel fyrir.

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.