Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 5

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 5
VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON formaður Félags íslenskra iðnrekenda EVRÓPUBANDALAGIÐ 1992 I Evrópubandalagið - innri markaður 1992 Markmið Hvítbók Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja II Samstarf EFTA og Evrópubandalagsins Almennt Þriðja leiðin III SkattkerH - skattamál ísland V-Evrópa IV Fjármagnshreyfmgar og fjármálaþjónusta Evrópubandalagið Almennt Bankastarfsemi Fjármagnshreyfingar Gengissamstarf Staðan á íslandi Viðbrögð við breytingum á alþjóðlegum markaði Tillögur iðnrekenda V Niðurlag I EVRÓPUBANDALAGIÐ - SAMEIGINLEGUR MARKAÐUR 1992 Markmið í upphafi er rétt að taka fram að það er nauðsynlegt að átta sig vel á því þegar reynt er að meta hver áhrif sam- eiginlegs markaðar Evrópubandalagsins verða og þá um leið hvernig við eigum að bregðast við hvað það er sem knýr áfram þær breytingar sem eru að verða innan Evrópubandalagsins og kenndar eru við árið 1992. Það sem einkennir fyrirætlanir þess er að það vill búa at- vinnulíf aðildarríkjanna undir síharðnandi samkeppni. Samkeppni sem kemur annars vegar frá Japan og Bandaríkjunum og hins vegar frá mörgum löndum þar sem vinnuafl er ódýrt eins og Kóreu og Taiwan og fleiri löndum í Asíu. Þessi mikla og vaxandi samkeppni og sú staðreynd að evrópskt atvinnulíf stóð og stendur á ýmsan hátt höllum fæti neyddi Evrópubandalagið til að grípa til ráða til að gera atvinnulífið samkeppnisfært. Grundvöllurinn er sem sagt óttinn við að Evrópubandalagið verði undir í alþjóðlegri samkeppni og að atvinnulífið geti ekki stað- ið undir þeim kröfum um lífsgæði sem íbúar þess gera. Aætlunin um sameiginlegan markað fyrir árslok 1992 eða svokölluð Hvítbók og Einingarlög Evrópu er svar Evrópubandalagsins. Einingarlögin fela í sér frekari staðfestingu settra markmiða um sameiginlegan markað, aukna pólitíska samvinnu og breytingar á reglum um afgreiðslu mála í Ráðherraráðinu. þannig að nú er hægt að afgreiða fleiri málaflokka á grundvelli meirihlutaákvarðana sem áður þurfti samhljóða ákvörðun um. Hvítbók Hvítbókin er tímasett framkvæmdaáætlun þar sem sett er niður í smáatriðum hvað þarf að gera til þess að raunverulegur sameiginlegur markaður verði að veru- leika. Hvítbókin hefur að geyma um 300 málaflokka þar sem þarf að setja nýjar reglur eða breyta eldri regl- um. Sumt hefur þegar verið afgreitt annað er í burðar- liðnum og enn annað er í undirbúningi. Gangi allt eftir sem að er stefnt með Hvítbókinni þýðir það að innan bandalagsins eiga fyrirtæki að geta selt vöru sína hvar sem er innan þess án þess að rekast á veggi tæknilegra viðskiptahindrana, ekki verða höft á færslu fjármagns og bankaþjónustu og fólk getur búið og starfað þar sem það vill. 5

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.