Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 6

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 6
Hvítbókin skiptist í þrjá höfuðflokka. Sá fyrsti, af- nám landamærahindrana fjallar annars vegar um landa- mæraeftirlit með vörum og hins vegar með einstakl- ingum. Annar hlutinn fjallar um afnám tæknilegra viðskipta- hindrana og er hann lang stærstur og víðtækastur. Þar er fjallað um hindrunarlaus vöruviðskipti. opinber inn- kaup. frelsi verkafólks og menntafólks til þess að búa og starfa hvar sem er innan EB, frelsi til þjónustuvið- skipta en þar fellur undir bankastarfsemi, trygginga- starfsemi og verðbréfaviðskipti, frjálst flæði fjármagns. fjallað er um aðgerðir til að efla samvinnu í atvinnu- lífinu m.a. breytingar á fyrirtækjalöggjöf, eignarrétt hugverka á sviði iðnaðar og skattamál, um samkeppni og ríkisstyrki. Þriðji og seinasti hlutinn fjallar um afnám skattalegra hindrana. Hér er það virðisaukaskatturinn og vöru- gjöld. Staðan í framkvæmd Hvítbókarinnar er sú að um 125 tillagna Hvítbókarinnar hafa þegar verið samþykktar. svipaður fjöldi hefur verið lagður fram og á eftir mis- langa umfjöllun áður en þær verða samþykktar en enn á eftir að leggja fram um 60 tillögur en af þeim er rúm- ur helmingur varðandi heilbrigðiseftirlit með húsdýrum og landbúnaðarafurðuni. Þennan árangur metur Evrópubandalagið þannig að ekki verði aftur snúið og að Hvítbókin verði fram- kvæmd þótt ekki sé víst að allt náist í gegn fyrir 1. jan- úar 1993. Rekstrarumhverfi fyrirtækja innan Evrópubandalags- ins hefur tekið og á eftir að taka mjög miklum breyting- um. Efni Hvítbókarinnar er oft dregið saman í það sem kallað er „frelsin fjögur", þ.e. frjálst flæði vöru-, þjón- ustu-, fjármagns og frelsi fólks til að búa og starfa þar sem það kýs. Frelsin fjögur Frjálst flæði vöru Frjálst flæði þjónustu Frjálst flæði fjármagns Frelsi til búsetu og atvinnu „Frelsin fjögur" fela í sér að fyrirtæki innan bandalags- ins geta litið á það sem áður voru tólf meira og minna aðgreindir og að ýmsu leyti lokaðir markaðir sem einn stóran heimamarkað. Þetta gildir um aðföng til fram- leiðslunnar og markaðsfærslu og þetta gildir sömuleiðis um aðgang að fjármagni og hvers konar þjónustu. Auk þessara atriða er einnig rétt að benda á annað sem hefur mikil áhrif. Þar má nefna að Evrópubanda- lagið leggur mjög ríka áherslu á að stórefla rannsókna- og þróunarstarfsemi innan bandalagsins og ver til þess miklum fjármunum. Til þeirrar rannsóknaáætlunar sem nú er unnið eftir og tekur til áranna 1987 til 1991 er var- ið samtals um 6,6 milljörðum ECU eða sem samsvarar um 390 milljörðum íslenskra króna. Annað sem vert er að nefna er stefna bandalagsins í málefnum smárra og meðalstórra fyrirtækja. Bandalag- ið leggur áherslu á að þessi fyrirtæki verði viðbúin auk- inni samkeppni. Sem dæmi um í hverju þetta felst má nefna að stefnt er að því að draga úr hamlandi áhrifum á reksturinn vegna ákvæða í almennri löggjöf, fyrir- tækjalöggjöf, skattheimtu og öðrum opinberum afskipt- um, auðvelda aðgang að áhættufé, styðja markaðs- færslu. auka upplýsingastreymi um sameiginlega mark- aðinn til þessara fyrirtækja og stuðla að aukinni samvinnu milli fyrirtækja með ýmsum hætti. Þá sendir Framkvæmdanefnd .Evrópubandalagsins ekki frá sér neinar tillögur að nýrri löggjöf til Ráðherraráðsins án þess að fram hafi farið sérstakt mat á því hver áhrif til- lagan hafi á smá og meðalstór fyrirtæki. Atriði af þessu tagi geta haft mikla þýðingu þegar samkeppnisstaða ís- lenskra fyrirtækja er metin gagnvart fyrirtækjum innan Evrópubandalagsins. Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja. Þessar breytingar varða að sjálfsögðu ekki bara Evr- ópubandalagið sjálft heldur einnig öll þau lönd sem eiga viðskipti við það. Þessar breytingar skipta okkur miklu því viðskipti okkar við Evrópubandalagið nálgast að vera um 60% af inn- og útflutningi varnings. Þrátt fyrir að hagsmunir íslands séu allvel tryggðir með fríverslunarsamningnum frá 1972 við Evrópu- bandalagið varðandi tollfrjálsan aðgang að markaði bandalagsins fyrir iðnvarning og stóran hluta sjávaraf- urða, þá er vissulega að fleiru að hyggja. Það er nefni- lega ekki nóg fyrir íslensk fyrirtæki að geta flutt fram- leiðslu sína tollfrjálst inn á markað Evrópubandalags- ins. Þau verða að geta boöið vöruna á samkeppnisfæru verði. Fyrirtækin standa frammi fyrir aukinni sam- keppni á þeim markaði og reyndar ekki síður á íslensk- um heimamarkaði því fríverslunarsamningurinn er jú gagnkvæmur, Evrópubandalagið hefur að sama skapi tollfrjálsan aðgang að okkar markaði eins og við að þeirra. Þess vegna gefur auga leið að búa verður ís- lenskum fyrirtækjum jafngóð almenn rekstrarskilyrði eigi þau að geta staðist erlendum keppinautum snún- ing. Víðtæk frjáls utanríkisviðskipti eru okkur nauðsyn vegna þess hve háð við erum alþjóðaviðskiptum. Á vettvangi Evrópubandalagsins er nú unnið að mun víð- tækara efnahags- og viðskiptasamstarfi en áður hefur þekkst meðal þjóða og veigamikill þáttur í því starfi er að gera öll ríki bandalagsins að einum sameiginlegum markaði með frjálsum flutningi á vörum, þjónustu og fjármagni þar sem fólki veröur frjálst að ferðast um óhindrað og búa og starfa þar sem það vill. Þessar breytingar munu stórbæta starfsskilyrði atvinnulífsins í ríkjum bandalagsins. Þær munu hins vegar stórauka samkeppnisþrýsting- inn á íslensk fyrirtæki en jafnframt skapa þær íslenskum b

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.