Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Síða 7
fyrirtækjum aukna möguleika, að því tilskyldu að við
lögum okkur að þessum breytingum hér á landi.
Islendingar verða að taka þátt í þessu samstarfi eftir
því sem unnt er í þeim tilgangi að tryggja sem best
starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja miðað við fyrirtæki í
Evrópu. í því sambandi þarf að íhuga þrennt:
I fyrsta lagi að allar aðgerðir í efnahags- og atvinnu-
málum miði að því að laga starfsgrundvöll íslenskra fyr-
irtækja að því sem nú er að verða í Evrópu. Þetta á sér-
staklega við um skattamál og gjaldeyrismál.
í öðru lagi að fslendingar verða að taka þátt í vax-
andi samstarfi EFTA-ríkjanna sem miðar að því að af-
nema hömlur í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjár-
magn milli ríkja EFTA og Evrópubandalagsins.
Og í þriðja lagi að íslendingar þurfi að tryggja greið-
an aðgang að markaði Evrópubandalagsins fyrir allar
útflutningsafurðir með tvíhliða samningum við banda-
lagið.
Einungis á þennan hátt geta íslendingar tryggt hags-
muni sína og tekið þátt í vaxandi efnahags- og við-
skiptasamstarfi Evrópuþjóða.
II SAMSTARF EFTA OG EB
Almennt
Samskipti og samvinna EFTA og EB hefur farið mjög
vaxandi á þessum áratug. Segja má að öll starfsemi
EFTA snúist að meira eða minna leyti um samskipti við
EB og afstöðu til þess sem þar er að gerast.
Samskiptin eru nú að meginstefnu í tveimur farveg-
um. Annars vegar er það samstarf á grundvelli svokall-
aðrar Lúxemborgaryfirlýsingar frá árinu 1984. hins veg-
ar það sem kallað er þriðja leiðin eða Oslóar - Brussel
ferillinn.
Lúxemborgaryfirlýsingin er sameiginleg yfirlýsing
EFTA og EB um aukna samvinnu á tilteknum sviðum.
Þar kemur fyrir hugtakið evrópskt efnahagssvæði
(EES) sem er ætlað að taka til þeirra átján Evrópuríkja
sem eru innan vébanda EFTA og EB. Nú eru í gangi
um þrjátíu samstarfsverkefni innan þess ramma. eins og
t.d. afnám tæknilegra viðskiptahindrana. rannsókna- og
þróunarverkefni, ríkisstyrkir, flutningar í lofti og á
landi og opinber innkaup svo eitthvað sé nefnt.
Þriðja leiðin.
Þriðja leiðin varð til í kjölfar ræðu Delors, forseta
Framkvæmda-nefndarinnar, í Evrópuþinginu í janúar
sl. þar sem hann kallaði eftir nánara og formlegra sam-
starfi við EFTA-ríkin. EFTA svaraði þessu kalli með já-
kvæðum hætti á fundi sínum í Osló í mars.
Nú eru hafnar óskuldbindandi könnunarviðræður þar
sem ræðst er við í fjórum vinnuhópum. Einn fjallar um
frjáls vöruviðskipti, annar um frjálst flæði fjármagns og
þjónustu, þriðji um frelsi til búsetu og atvinnu og sá
fjórði fjallar um atriði sem falla ekki beint undir Hvít-
bókina, s.s. rannsóknir, tækni. menntamál, umhverfis-
og félagsmál.
Verkefni hópanna er að skoða öll þessi svið með eins
víðtækri nálgun og hægt er. ekkert er útilokað fyrir-
fram. Finna á lausnir sem grundvallist á sameiginlegri
afstöðu EFTA-ríkjanna, þ.e. að EFTA komi fram sem
heild. Og loks að fulltrúar EFTA og EB í nefndunum
skili sameiginlegu áliti. Markmiðið er að á grundvelli
þessara könnunarviðræðna, sem ætlað er að ljúka nú í
haust, verði unnt að hefja beinar samningaviðræður
þegar á næsta ári sem hafi að markmiði að finna sam-
vinnu EFTA og EB fastari grundvöll bæði er varðar
form og efni.
íslensk stjórnvöld fara með formennsku í EFTA-ráð-
inu seinni hluta þessa árs og stjórna því íslendingar
þessum viðræðum f.h. EFTA. Það er vandasamt verk.
Hitt er þó ekki síður mikilvægt að að íslensk stjórnvöld
verða að taka afstöðu til margra atriða í hugsanlegum
samskiptum EFTA og Evrópubandalagsins. Mörg þess-
ara atriða eru flókin og tæknilegs eðlis og mörg þeirra
varða pólitískar spurningar sem hefur enn ekki verið
svarað og jafnvel ekki ræddar á pólitískum vettvangi.
Stjórnvöld verða því að taka vel á í heimavinnunni og
vera tilbúin til að taka afstöðu til þeirra spurninga sem
viðræður EFTA og Evrópubandalagsins hljóta óhjá-
kvæmilega að vekja og láta af fyrirvarapólitík.
III SKATTKERFI - SKATTAMÁL
ísland
Um áramótin 1989/90 er stefnt að því að taka upp virð-
isaukaskatt hér á landi. Langt er síðan umræða um
virðisaukaskatt hófst, en fyrsta lagafrumvarpið var lagt
fram á Alþingi haustið 1983. Lög um virðisaukaskatt
voru samþykkt árið 1988 og átti skattheimta samkvæmt
þeim að hefjast 1. júlí í ár en gildistöku þeirra var frest-
að með sérstökum lögum til 1. janúar 1990.
Núverandi söluskattskerfi er gengið sér til húðar,
bæði vegna sífellt meiri óvissu um skattskyldu (eins og
dæmin sanna) og vegna þeirra uppsöfnunaráhrifa sem
söluskatturinn hefur í framleiðslu- og viðskiptakeðj-
unni. Söluskatturinn er ekki hlutlaus. Hann leggst til
dæmis á ýmis mikilvæg aðföng fyrirtækja, svo sem
orku, orkugjafa og viðhaldsþjónustu, auk þess sem
hann er innheimtur af flestum fjárfestingarvörum. Af
þessum ástæðum felur núgildandi söluskattskerfi í sér
uppsöfnun skatts sem valdið getur ófyrirséðri mismun-
un á samkeppnisstöðu hinna ýmsu atvinnugreina. Ahrif
uppsöfnunar geta þar með haft áhrif á val neytenda á
neysluvörum og þau hafa áhrif á samkeppnisstöðu ís-
lenskra framleiðsluvara bæði á erlendum og innlendum
markaði í samkeppni við vörur framleiddar erlendis.
Virðisaukaskatturinn er hlutlaus gagnvart fram-
leiðslu. dreifingu og neyslu. Hlutleysi skattsins gagn-
7