Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 8

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 8
vart utanríkisviðskiptum snertir bæði inn- og útflutning. Mikilvægi þess fyrir íslendinga að skattkerfið sé hlut- laust gagnvart utanríkisviðskiptum fer vaxandi eftir því sem aðflutningsgjöld og viðskiptahömlur landa í milli minnka. Þá þarf einnig að huga að öðrum óbeinum sköttum á fyrirtæki, sem valda kostnaðaruppsöfnun. Hérlendis lætur nærri að hlutfall óbeinna skatta í tekjuöflun ríkis- ins sé um 80% meðan það er víðast annars staðar um 50%. Ymis gjöld svo sem vörugjöld, launatengd gjöld, lögþvinguð sjóðagjöld og ýmiskonar eyrnamerktar sporslur valda hér kostnaðaruppsöfnun. Allt þetta kerfi þarf að skoða og aðlaga þessum breytingum í Evrópu. V-Evrópa. í löndum V-Evrópu er allsstaðar virðisaukaskattkerfi. Vandamálið er hins vegar það að mikill munur er milli landa hvernig vörur og þjónusta er skattlögð í þessu kerfi. Eitt af helstu og erfiðustu verkefnum Evrópu- bandalagsins á leið þess til sameiginlegs markaðar er að samræma þessi kerfi. Skattprósentan er allt frá því að vera 0% (t.d. á barnafötum og lyfjum í Bretlandi) og upp í 38% (á skartgripum og loðfeldum á Italíu). Þá hafa Danir sinn virðisaukaskatt í einu þrepi (22%) en Belgar hafa sinn skatt í sex þrepum, aðrar þjóðir eru með tvö til fjögur þrep. Vægi núverandi virðisaukaskatts í þessum löndum er afar mismunandi af heildarskatttekjum í viðkomandi löndum. í Lúxemborg og Portúgal er þetta hlutfall ná- lægt því að vera 17%, í Hollandi um 29% og í Frakk- landi um 35%. Tillögur Framkvæmdanefndar Evrópubandalagsins fram að þessu hafa gert ráð fyrir að skatturinn yrði tveggja þrepa annars vegar 4 - 9% og hins vegar 14 - 20%. Ljóst er orðið að samræming af þessu tagi nær aldrei fram að ganga vegna andstöðu einstakra aðildar- ríkja og þeirra mismunandi áhrifa á skatttekjur sem þær mundu hafa. Framkvæmdanefndin hefur gefið til kynna að hún muni breyta tillögum sínum í þá veru að í stað 4 - 9% þrepsins komi þrep sem hafí hámark 9% skatt þannig að í raun verði hægt að vera með 0% eins og Bretar krefjast og síðan verði sett í stað 14 - 20% þreps- ins gólf, þ.e. að ákveðið verði lágmark (sennilega 14 eða 15%) en ekkert hámark verði sett. Með þessu móti hafi ríkin talsvert frjálsræði, en það muni þó væntan- lega verða markaðskraftarnir sem smám saman muni leiða til þess að ríkin geti ekki haldið uppi mjög mis- munandi skattprósentu. Sérstaklega á þetta við um þau ríki sem eiga saman landamæri. Þegar flæði vöru og þjónustu verður án hindrana muni annars koma til þess að neytendur muni flytja innkaup sín yfir landamæri frá landi sem hefur háan virðisaukaskatt til þess sem hefur lágan virðisaukaskatt. Þetta vandamál með samræmingu skatthlutfalla og landamæraverslun hefur ekki veruleg áhrif á það virðis- aukaskattkerfi sem hér hefur verið lögfest. Að því leyti njótum við fjarlægðarinnar, en hins vegar getur það haft þó nokkur áhrif ef við breytum um og tökum upp tveggja þrepa skattkerfi þar sem hárri skattheimtu yrði beitt á vissar vörur. (sbr. Glasgowferðir). IV FJÁRMAGNSHREYFINGAR OG FJÁRMÁLA- ÞJÓNUSTA Evrópubandalagið Almennt Nú hefur það gerst að ráðherrar Evrópubandalagsríkj- anna tólf hafa ákveðið að á næstu árum muni banka- og lánakerfi ríkja þess renna saman í eina heild. þ.e. pen- ingastofnanir í þessum löndum munu starfa á einum sameiginlegum fjármagnsmarkaði. Þetta er einn veiga- mesti þátturinn í áætlun Evrópubandalagsins um einn sameiginlegan markað árið 1992. Evrópuríki utan Evr- ópubandalagsins eru þegar farin að undirbúa aðlögun að þessari þróun og allt stefnir í að gjaldeyrisviðskipti innan Evrópu verði orðin algerlega frjáls eftir nokkur ár. Við. þessar breytingar mun samkeppni á fjár- magnsmarkaði aukast verulega og kemur það bæði sparifjáreigendum og lántakendum í þessum ríkjum til góða. Bankastarfsemi. Þungamiðjan í fyrirætlunum Evrópubandalagsins um frjálsa bankastarfsemi er tillaga að tilskipun sem kallast „Second Banking Co-ordination Directive". Þar er sett- ur rammi fyrir bankastarfsemi innan bandalagsins. Þar er gert ráð fyrir einu starfsleyfi fyrir banka en það þýðir að hafi banki starfsleyfi í heimalandi sínu er honum heimilt að opna útibú í hvaða ríki sem er innan EB og reka þar starfsemi án þess að sækja um leyfi þar. Uti- búin starfa eftir reglum og eftirliti heimalandsins en ekki reglum gistiríkisins. Þetta starfsleyfi getur tekið til allrar bankastarfsemi, allt eftir því sem felst í leyfi heimaríkisins. Þetta þýðir t.d. að ef banka er heimilað að stunda verðbréfavið- skipti í heimalandinu þá er útibúi þess banka heimilt að stunda slík viðskipti í gistiríkinu jafnvel þó heimabönk- um þar sé bönnuð slík viðskipti samkvæmt löggjöf gisti- ríkisins. Til þess að tryggja hagsmuni viðskiptamanna bank- anna og stöðugleika efnahagskerfisins verður bankalög- göf aðildarríkjanna að fullnægja vissum lágmarkskröf- um s.s. varðandi eigið fé, að hve miklu leyti heimilt er að vera í annari starfsemi en bankastarfsemi og eftirlit með helstu hluthöfum bankanna. Frjáls bankastarfsemi mun því grundvallast á þremur meginþáttum: Eftirliti heimaríkis Gagnkvæmri viðurkenningu Samræmdum lágmarkskröfum 8

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.