Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 10

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 10
ráð fyrir miklu framsali til Evrópubandalagsins á stjórn efnahagsmála. Hér sé raunverulega um að ræða miklu róttækari tillögur um samvinnu og samruna en fólust í tollabandalaginu eða felast í Hvítbókaráætluninni um sameiginlega markaðinn. Leiðtogar aðildarríkja Evrópubandalagsins komu saman til fundar í Madrid á Spáni nú í lok júní. Þar var samþykkt að fyrsti hluti áætlunarinnar yrði fram- kvæmdur en ákvöröunum frestað um síðari stigin tvö. Þó var ákveðið að boða til sérstaks fundar fulltrúa allra ríkisstjórna landanna til að fjalla um hugsanlegar breyt- ingar á Rómarsamningnum. Það er deginum ljósara að tillögur nefndarinnar um síðari stigin tvö eiga eftir að valda miklum deilum innan bandalagsins og að úrslit þeirra deilna hafa afgerandi áhrif á þá stefnu sem Evrópubandalagið tekur í frekari pólitískri samvinnu og samruna í kjölfar sameiginlega markaðarins 1992. Margir eru þeirrar skoðunar að fyrst fyrsta skrefið var stigið þá sé einungis tímaspursmál hvenær þau tvö síðari verði stigin. Staöan á Islandi Þótt ýmislegt hafi verið gert síðustu árin í þá átt að færa starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja nær því sem erlendir keppinautar búa við, þá er margt enn ógert. A sumum sviðum er reyndar veruleg hætta á að samkeppnisstað- an beinlínis versni á næstu árum ef ekkert verður að gert. Þetta á sérstaklega við um allt er snýr að lánamálum. hvort sem er vegna rekstrar eða fjárfestingar. Astæðan er m.a. sú að á næstu árum munu banka- og lánakerfi ríkja Evrópubandalagsins renna saman í eina heild. peningastofnanir í þessum löndum munu starfa á einum sameiginlegum fjármagnsmarkaði. Við þetta mun sam- keppni á fjármagnsmarkaði aukast verulega og kemur það iðnfyrirtækjum í þessum ríkjum til góða. Staða þessra fyrirtækja, að því er varðar aðgang og kjör á fjármagni. mun þar af leiðandi batna frá því sem nú er. Samkeppnisstaða fyrirtækja í ríkjum utan EB mun að sama skapi versna að því er þetta varðar nema sérstak- lega verði að gert. Það er afar brýnt að íslensk stjórnvöld ákveði nú strax hvernig best sé að tengja íslenska fjármagnsmark- aðinn þeirri þróun sem nú á sér stað í Evrópu og reynd- ar um allan heim. Eina leiðin til að tryggja íslenskum fyrirtækjum jafna samkeppnisstöðu og erlendum keppi- nautum að því er varðar aðgang og kjör á lánsfé er sú að íslensk fyrirtæki hafi sama aðgang að alþjóðlegum fjármagnsmarkaði og erlendir keppinautar. Þetta mun einfaldlega skipta sköpum fyrir framtíð iðnaðar á ís- landi og er einn mikilvægasti þátturinn í starfsskilyrðum iðnaðar á næstu árum, ásamt þeim breytingum sem gera þarf á skattalögum til að örva eiginfjármyndun fyr- irtækja og afnám uppsöfnunarskatta. Á undanförnum árum hafa orðið verulegar breyting- ar á íslenskum fjármagnsmarkaði. Möguleikar til ávöxt- unar á sparifé eru nú fjölbreyttari en áður var og sama gildir einnig um möguleika fyrirtækja til lánsfjáröflun- ar. Möguleikar fyrirtækja til að auka eigið fé með auknu hlutafé hafa hins vegar ekki batnað vegna þess að nauðsynlegar breytingar á skattalögum í þessu skyni hafa ekki verið gerðar. Þótt íslenskur fjármagnsmarkaður hafi stækkað og orðið fjölbreyttari á síðustu árum. þá er hann í aðalat- riðum lokaður gagnvart umheiminum. Erlendar lántök- ur hafa að vísu lengi verið miklar eins og alkunna er, en þær hafa aðallega verið á vegum opinberra aðila eða með opinberu forræði á einhvern hátt en ekki sem eðli- legur þáttur í starfsemi fyrirtækja. Á síðustu árum hafa verið gerðar nokkrar breytingar í þá átt að draga úr þessu forræði. Möguleikar íslendinga til að ávaxta sparifé sitt á annan hátt en í íslenskum krónum eru nánast engir. Þetta hefur leitt til þess að öll ávöxtun er mæld á innlendan mælikvarða en samanburður við er- lenda mælikvarða er ekki raunhæfur vegna þess að ekki er hægt að flytja sparnað úr krónum í aðrar myntir og öfugt. Á sama hátt er lántökukostnaður einstaklinga og einnig að verulegu leyti fyrirtækja miðaður við innlenda mælikvarða eingöngu. Afleiöingin er stöðug umræða um þcnnan mælikvarða, þ.e. lánskjaravísitöluna, en þessi umræða veldur óróa og óvissu. Þetta dregur ótví- rætt úr áhuga fólks að varðveita sparnað sinn á fjár- magnsmarkaði. Viðbrögð við breytingum á alþjóðlegum fjármagns- markaöi. Af framansögðu er ljóst að tímamót eru nú að verða í þróun peninga- og gjaldeyrismála í Evrópu. Það er afar mikilvægt að íslendingar geri sér þetta Ijóst og þá jafn- framt hvernig við eigum að laga okkur að þessari þró- un. íslendingar verða að eiga sömu möguleika og aðrir til að ávaxta sparifé sitt og íslensk fyrirtæki verða að hafa sömu stöðu og erlendir keppinautar að því er varðar aðgang og kjör á lánsfé. Til þess þurfa íslensk fyrirtæki sama aðgang að alþjóðlegum fjármagnsmar- kaði og erlendir keppinautar. Frjáls viðskipti með fjár- magn eru nú orðin nauðsynleg forsenda frjálsra við- skipta með vörur og þjónustu. Þær breytingar sem nú eru að verða á fjármagns- markaði í Evrópu gefa einnig tækifæri til að rjúfa ein- angrun íslenska fjármagnsmarkaðarins. Það er óhugs- andi að Islendingar geti einangrað sig frá umheiminum. Áframhaldandi einangrun mun leiða til lífskjararýrnun- ar. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um efnahagsráðstafan- ir þann 6. febrúar er kafli sem gefur vissulega tilefni til nokkurrar bjartsýni: „Ríkisstjórnin mun á næstunni kynna ákveðnar tillögur um samruna lánastofnana hér á landi og áætlun um að- 10

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.