Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Síða 11

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Síða 11
lögun íslenska lánamarkaðrins að breyttum aðstæðum í umheiminum. I þessu felst m.a. að íslensku atvinnulífi verði tryggð sambærileg aðstaða á fjármagnsmarkaði og er í helstu viðskiptalöndum. Markmiðið er að stuðla að lækkun fjármagnskostnaðar fjölskyldna og fyrirtækja með aukinni samkeppni og hagræðingu í bankakerfinu og nánari tengslum innlends lánamarkaðar við fjár- magnsmarkaði í nágrannalöndunum. Heimildir ís- lenskra fyrirtækja til að taka lán með ríkisábyrgð eða ábyrgð banka eða sjóða í eigu ríkisins verða takmark- aðar en hins vegar verða heimildir fyrirtækja til þess að taka lán á eigin ábyrgð rýmkaðar. A næstu misserum verði reglur um fjármagnshreyfingar og viðskipti með fjármálaþjónustu milli Islands og annarra landa mótað- ar á grundvelli tillagna ráðherranefndar Norðurlanda um Efnahagsáætlun Norðurlanda 1989 - 1992. Ríkis- stjórnin leggur áherslu á að búa íslenska bankakerfið undir breytingar sem fylgja sameinuðum fjármagnsmar- kaði Evrópu, m.a. með því að auka hagkvæmni þess þannig að það geti staðist samkeppni við erlenda banka, hvað varðar vaxtamun, tryggingar o.fl. I fram- haldi af því verður nr.a. kannað hvort heimila megi við- urkenndum erlendum bönkum starfsemi hér á landi.“ Það ber að fagna því að sá þáttur yfirlýsingarinnar er lýtur að sameiningu banka varð að veruleika nú á dög- unum er Alþýðu-, Iðnaðar- og Verslunarbanki keyptu hlut ríkisins í Útvegsbankanum og þessir fjórir bankar renna saman í einn öflugan einkabanka. Þetta er skref í rétta átt og auðveldar eftirleikinn. Það merkilega við hinn þátt yfirlýsingarinnar er að þar er beinlínis vitnað í Efnahagsáætlun Norðurlanda 1989 - 1992. I áætluninni er nákvæmlega tilgreint hvaða gjaldeyrisviðskipti skuli gefin frjáls á næstu árum. Þar segir einnig að stefna skuli að því að opna norræna fjár- magnsmarkaði fyrir utanaðkomandi samkeppni og að fjármálafyrirtæki frá öðrunt OECD-ríkjum fái heimild til að starfa innan Norðurlandanna. í áætluninni er gert ráð fyrir að gefa að minnsta kosti þessi viðskipti frjáls: Kaup á erlendum hlutabréfum. skráðum og óskráð- um. Kaup útlendinga á innlendum hlutabréfum. skráð- um og óskráðum. Kaup á fasteignum erlendis. Lántökur innlendra fyrirtækja í erlendri mynt til lengri tíma en eins árs. Lánveitingar í innlendri og erlendri mynt til allt að eins árs vegna inn- og útflutnings. Lánveitingar gjaldeyrisbanka í erlendri mynt til út- lendinga. Heimild fyrirtækja til að eiga innistæður á erlendum bankareikningum í takmarkaðan tíma í tengslum við eignamyndun erlendis. Með þessari áætlun hafa margar Norðurlandaþjóðir alveg snúið við blaðinu að því er varðar frelsi í gjaldeyr- isviðskiptum. Þannig hafa Svíar til skamms tíma búið við margvíslegar hömlur í þessum viðskiptum. Nú áttu þeir mikinn þátt í að móta tillögurnar í efnahagsáætlun- inni og hafa þegar framkvæmt margar þeirra. Eftir það sem segir um þessi mál í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar þann 6. febrúar sl., þá hlýtur viðskiptar- áðherra að setja fram á næstunni nákvæmar tillögur um það hvernig þessi þáttur hennar verður framkvæmdur. Þá er mikilvægt að strax verði ákveðið hvenær einstak- ar breytingar á gjaldeyrisreglum eigi að koma til fram- kvæmda. Markmiðið hlýtur að vera að gera öll gjald- eyrisviðskipti smám saman algjörlega frjáls og tengja þannig íslenska fjárntagnsmarkaðinn alþjóðlegum fjár- magnsmarkaði. Að öðrum kosti verða starfsskilyrði ís- lenskra fyrirtækja að því er varðar aðgang og kjör á fjármagni önnur og lakari en erlendra keppinauta. Tillögur iðnrekenda I beinu framhaldi af þessu er rétt að víkja að stefnu Fé- lags íslenskra iðnrekenda í gjaldeyrismálum. í stefnu- skránni segir: „Meginstefna í gjaldeyris-málum á að vera að afnema öll höft á gjaldeyrisviðskiptum. Þetta er sú stefna sem nú er fylgt í öllum viðskiptalöndum ís- lendinga. Sum ríki hafa þegar tekið upp algerlega frjáls gjaldeyrisviðskipti en önnur eru í óða önn að afnema hömlur. Þetta er veigamikill þáttur í því að skapa ís- lensku atvinnulífi sömu samkeppnisstöðu og sömu möguleika og erlendum keppinautum. Stjórnvöld þurfa að gera tímasetta áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem feli m.a. í sér: - að Islendingar geti ráðstafað sparnaði sínum erlend- is, - að erlendar lántökur fyrirtækja vegna rekstrar eða fjárfestingar verði frjálsar en ríkisábyrgð á slíkum lántökum jafnframt afnumin.“ í framhaldi af þessari meginstefnu hefur félagið sett fram tillögur um ákveðnar breytingar í gjaldeyrismálum og kynnt þær viðskiptaráðuneytinu. Þessar tillögur eru eftirfarandi: 1. a) Heimilt verði að taka erlend lán til kaupa á vél- um, tækjum og búnaði til nota í atvinnurekstri. b) Innlendum framleiðendum sömu véla, tækja og búnaðar verði heimilt að taka lán til að fjármagna þessa framleiðslu. c) Erlend lántaka vegna skipaviðgerða erlendis verði heimil og innlendum skipasmíðastöðvum verði heimilt að taka erlend lán til að fjármagna viðgerðir, sem þær annast. d) Erlend lán skv. framansögðu mega jafngilda inn- lendu verði (= heildarverði) vörunnar, ef ekki kemur til ábyrgð opinbers aðila, en allt að 75% af innlendu verði, ef slík ábyrgð kemur til. e) Engin ákvæði verði um hámarkslánstíma. 11

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.