Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 14

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 14
BJÖRN FRIÐFINNSSON ráðuneytisstjóri HEIMILD ERLENDRA AÐILA TIL ÞÁTTTÖKU í ÍSLENSKU ATVINNULÍFI OG HEIMILDIR ÍSLENDINGA TIL ÞESS AÐ EIGA HLUT í ERLENDUM FYRIRTÆKJUM Erindi flutt á sumarráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda 1989 INNGANGUR Ég tók aö mér að fjalla hér á ráðstefnunni um heimild erlendra aðila til þátttöku í íslensku atvinnulífi og heim- ildir íslendinga til þess að eiga hlut í erlendum fyrir- tækjum. Mun ég reyna að gera því efni nokkur skil bæði með því að ræða um stöðu mála í fortíð og nútíð og eins með því að fjalla um líklega þróun á næstu ár- um. Erlend fjárfesting hafði þýðingarmiklu hlutverki að gegna í atvinnulífi þjóðarinnar í upphafi aldarinnar. Norðmenn byggðu hér hvalveiðistöðvar og síldar- verksmiðjur, danskt fjármagn stóð að mörgum verslun- arfyrirtækjum, milljónafélaginu í Viðey og að íslands- banka , breskt fjármagn stóð að togaraútgerð í Hafnar- firði og Svíar byggðu upp Sænsk-íslenska frystihúsið. Það var ekki bara erlent fjármagn sem hér kom við sögu - því fylgdi líka erlend tækniþckking, sem íslend- ingar voru fljótir að tileinka sér og sem hafði hér mikil og varanleg áhrif á atvinnuþróunina. En á dögum þjóðernisstefnu og sjálfstæðisbaráttu , þótti við hæfi. að útiloka erlenda aðila frá þátttöku í ís- lensku atvinnulífi og segja má að það tímabil standi enn. Vissulega eru dæmi um þýðingarmikla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu, en meginreglan er sú að slík fjárfesting er takmörkunum háð. Stefna okkar varðandi crlenda fjárfestingu er um margt sérstæð og má e.t.v. skýra hana með hinu háa atvinnustigi, sem við höfum notið um áratuga skeið. A meðan við höfum rekið stefnu. sem um margt er fjandsamleg erlendri fjárfest- ingu í atvinnulífinu, hafa nágrannaþjóðir okkar gripið til margvíslegra aðgerða til þess að laða að erlenda fjár- festingu í því skyni að fjölga atvinnutækifærum og auka hagvöxt í samfélögum sínum. REGLUR UM EIGNARAÐILD ÚTLENDINGA AÐ ÍSLENSKUM FYRIRTÆKJUM Reglur um eignaraðild útlendinga að fyrirtækjum hér- lendis er að finna í ýmsum sérlögum og eru þær mis- munandi eftir félagsformi og tegund atvinnustarfsemi. Mestu umsvif útlendinga í íslcnsku atvinnulífi felast í eignarhaldi þeirra á ísal og eignaraðild að íslenska járn- blendifélaginu hf. og Kísiliðjunni hf. , sem til þess hefur verið veitt hcimild með sérstökum lögum hverju sinni, enda ríkið beitt sér fyrir samningsgerð um stofnun fyrir- tækjanna. Um ýmsar atvinnugreinar gilda sérstök lög, sem m.a. takmarka rétt útlendinga til að eiga og reka fyrirtæki í greininni. Þannig eru fiskveiðar einungis heimilaðar íslenskum ríkisborgurum. Sé um hlutafélag að ræða verða íslensk- ir ríkisborgarar að eiga meira en helming hlutafjár , en a.m.k. 60% hlutafjár til þess að félagið megi sjálft eiga skip; gildir það jafnt um fiskiskip og kaupskip . Stjórn- armenn verða allir að vera íslenskir ríkisborgarar, þar af a.m.k. helmingur búsettur á íslandi. Sömuleiðis er útlcndingum óheimilt að reka á Islandi námavinnslu 14

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.