Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 17
Evrópu yrði í bandarískum höndum innan skamms
tíma . Bókin féll vel að skoðunum ýmissa evrópskra
þjóðernissinna. sérstaklega þó í Frakklandi, þar sem af-
staða ráðamanna og almennings gagnvart hinum eng-
ilsaxnesku þjóðum hefur um alllangt skeið einkennst af
einhvers konar minnimáttarkennd. En eins og Frakk-
inn benti á, þá byggðist fjárfestingin ekki nema að hluta
á bandarísku fjármagni. Verulegur hluti fjármagnsins
kom frá bankastofnunum og verðbréfamörkuðum í
Evrópu. Yfirburðir Bandaríkjamanna voru fyrst og
fremst fólgnir í tækniþekkingu og stjórnunarháttum
bandarískra stórfyrirtækja. En hrakspárnar rættust ekki
og nú er bókin að mestu gleymd. Það sem gerðist var
nefnilega, að Evrópumenn tileinkuðu sér hina nýju
þekkingu og nú eru það evrópsk fyrirtæki, sem ásamt
Japönum eru að kaupa upp allt sem arð gefur í Banda-
ríkjunum. Ognunin hefur snúist við og nú eru það
bandarískir þjóðernissinnar sem láta ófriðlega og krefj-
ast þess að hömlur séu settar á fjárfestingu erlendra að-
ila í landinu.
En staðreyndin er sú að bæði Evrópumenn og
Bandaríkjamenn hafa stórlega hagnast á þeim fjár-
straumum sem verið hafa yfir Atlantshafið og sama er
að segja um þá fjárfestingarstrauma, sem eru grundvall-
aratriði innan Evrópubandalagsins. Frjálst flæði fjár-
magns hámarkar afrakstur í atvinnulífinu og veitir jafnt
framleiðslu- sem þjónustufyrirtækjum þá ögrun. sem
þau þarfnast til þess að leysa hlutverk sitt í samfélaginu
vel af hendi. Það er líka eftirsóknarvert að erlent
áhættufé geti komið í stað erlends lánsfjár, sem lánveit-
endur lána oftast hingað án nokkurrar áhættu vegna
milligöngu ríkisbanka og opinberra sjóða.
Þessa staðreynd verðum við íslendingar að þekkja.
Við eigum að notfæra okkur það jákvæða við fjárfest-
ingu erlendra aðila hér á landi um leið og við eigum að
endurvekja þann Væringjaanda, sem forfeður okkar
dáðu . Við eigum því einnig í auknum mæli að gera út-
rás og notfæra okkur þau tækifæri , sem gefast á er-
lendri grund. til þess að afla þjóðinni tekna með fram-
leiðslu eða sölu vöru og þekkingar.
Niðurlag
Ég hef hér reynt að gera umræðuefni mínu nokkur skil
að því er varðar staðreyndir . Ég tel æskilegt að opin-
ber umræða um þetta mál aukist í samfélaginu, en án
slíkrar umræðu munum við búa við óbreytt ástand enn
um sinn , sem í raun er óviðunandi. Ég tel að nauðsyn-
legt sé að fá hér heildstæða löggjöf um fjárfestingu er-
lendra aðila í atvinnurekstri á Islandi og sömuleiðis
opnari heimildir fyrir íslenska aðila að fjárfesta í at-
vinnurekstri í öðrum löndum. Okkur skortir í raun
ákveðnari stefnumörkun löggjafans um fjárfestingar-
strauma til og frá landinu, þar sem almennar reglur
komi í stað undanþága og leyfisveitinga. Það er mér því
ánægjuefni að að fá að ræða um þetta efni á ráðstefnu
endurskoðenda og ég vona að það leiði til aukins skiln-
ings á nauðsyn breytinga á þessu sviði.
17