Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Side 18

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Side 18
TRYGGVI JÓNSSON löggiltur endurskoðandi HUGLEIÐINGAR UM HLUTVERK ENDURSKOÐENDA í BREYTTU UMHVERFI - meðal annars með tilliti til 1992 1. Inngan!>ur. I allmörg ár hefur sú umræða verið í gangi hér í þjóð- félaginu að ísland eigi ckki aðeins að vera fyrir íslend- inga, heldur eigi að hleypa þeim erlendu aðilum inn, sem fjárfesta vilja hér. Þessi umræða hefur komið í bylgjum, allt eftir því hvernig árað hefur í þjóðarbú- skapnum. Þó menn hafi skipst í tvær sveitir varðandi erlent fjármagn inn í landið þá hafa held ég flestir verið sammála því að eitthvert eftirlit þyrfti að hafa mcð fjár- festingum. meðal annars vegna þess að við höl'um viljað hafa fulla stjórn á náttúruauðlindum okkar. Það er fyrst nú að hilla fer undir þær breytingar, sem svo lengi hafa verið boðaðar. Að vísu er það svo að ís- land hefur ckki verið ncin jómfrú í þcim efnum er snýr að erlendu fjármagni hérlendis, því hér hafa ýmis er- lend félög fengið hér starfsleyfi með útibú sín. en einnig hafa erlendir aðilar fjárfest í hlutabréfum og yfirleitt þá sem minnihlutahluthafar. Fjárfestingar íslendinga í atvinnulífi erlendis hafa einnig verið takmarkaðar á undanförnum árum. Eru það einkum samtök fiskframleiðenda og fyrirtæki á því sviði, svo og samgöngufyrirtæki scm stofnað hafa fyrir- tæki eða dótturfélög crlendis. þó einnig séu nokkur dæmi um aðra atvinnustarfsemi svo sem verslun. En hverju brcytir það í raun fyrir okkur að erlendum aðilum verði leyft að fjárfesta hér í ríkari mæli en áður hefur tíðkast? Og hverju breytir það hvort við megum fjárfesta erlendis eða ekki? Ég mun nú í stuttu máli rcyna að svara þessum spurningum. og þá sérstaklega með tilliti til áhrifa þessara breytinga á starf okkar. Síð- ar mun ég hugleiða hvort, og þá hvernig, einn mark- aður hjá ríkjum Evrópubandalagsins muni snerta okk- ur. 2. Umhverfið. 2.1. Almennt. En víkjum fyrst að því rekstrarumhverfi sem við munum búa við í framtíðinni, ef að líkindum lætur. Að mínu mati verður engin bylting vegna fyrirhug- aðra breylinga. heldur frcmur möguleiki á vissri þróun í frjálsræðisátt með llutningi fjármagns á milli landa. Það er ekki svo að fyrirtæki bíði erlendis í röðum eftir að dyr verði opnaðar. Til þcss er landið okkar ekki nógu stór markaður. né eftirsóknarvert af öðrum ástæðum. Þó kann lega landsins á milli Norður-Ameríku og meg- inlands Evrópu og náttúruauðlindir þess að gera landið cftirsóknarvert til alþjóðaatvinnurekstrar á einhverju sviði. Við höfum möguleika á að hafa áhrif á það að áhugi vakni fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi með því að koma á framfæri upplýsingum um land okkar. en til þess þarf sameiginlegt átak. Er ekki víst að vilji fyrir slíku sé fyrir hendi þar sem um mál þetta munu auðvit- að skiptar skoðanir. Þó ísland sé í dag tiltölulega lokað fyrir erlendum fjárfestingum þá var það ekki alltaf svo. Sem dæmi um það má nefna að árið 1904 var reynt að fá erlenda hlut- hafa til liðs við okkur við stofnun íslandsbanka. Það gekk treglega þrátt fyrir það að þeim væri boðið að hafa einkarétt á seðlaútgáfu í landinu í 30 ár! Flestir kannast við Millljónafélagið, sem rak útgerð frá Viðey með erlendu fjármagni. Við höfum því einhverja reynslu í að laða erlend fyrirtæki til að fjárfesta hér- lendis, en það er álitamál hvort við viljum nýta okkur þá reynslu eða ekki. 2.2. Þátttaka eftir atvinnugreinum. Þau fyrirtæki, sem búast má við að hefji starfsemi 18

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.