Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Qupperneq 19

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Qupperneq 19
hcrlendis fljótlega eftir að lögum verður brcytt í frjáls- ræðisátt, verða væntanlega fjármálafyrirtæki svo sem bankar og verðbréfafyrirtæki. Ekki mörg, ef til vill eitt. tvö eða þrjú. og þá hugsanlega í samvinnu við innlend fyrirtæki sem starfa á sama markaði. Aðrar atvinnu- greinar, sem einnig má búast við að sótt verði fljótlega í, tengjast sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði. Ýmsar ástæður eru til þess að fjármálafyrirtæki verði í fyrra fallinu með fjárfestingar hérlendis. Er þar fyrst að nefna að á undanförnum árum hefur verið verulegur vaxtabroddur í þessari starfsemi í Evrópu. ekki síður en hér á landi. í öðru lagi eru nokkur fjármálafyrirtæki þegar í viðskiptum við íslendinga og vilja ef til vill auka þann hlut, þar sem þeir telja sig þekkja nokkuð inn á markaðinn. Einnig má búast við, þegar fram líða stundir, að fyr- irtæki í verslun og þjónustu sæki hingað að einhverju leyti. Ekki er að búast við miklum breytingum á sviði iðnaðar því við höfum yfirleitt tekið vel á móti þeim sem fýst hafa að koma á starfsemi hérlendis. Þegar hafa ýmis fyrirtæki fengið hér starfsleyfi eða heimild til að fjárfesta hér og mun sú þróun halda væntanlega áfram með sama hætti. Við höfum einnig hvalt fyrirtæki til að koma til landsins, og munum væntanlega halda því áfram, án þess þó að vilja glata yfirráðrétti okkar á helstu náttúruauðlindum okkar. 2.3. Form fjárfestingar og áhrif hennar á inniend fyrir- tæki. Búast má við að form erlendrar þátttöku verði aðal- lega með þrennum hætti. það er með opnun útibúa; með þátttöku í innlendum félögum og með sérstökum fyrirtækjum. En af hverju útibú frekar en dótturfélag í eigu erlends aðila (wholly owned subsidiary)? Til þess eru aðallega tvær ástæður. Annars vegar sú verðbólga, sem við búum við, og þær gcngissvciflur sem því verða. Meðan við búum ekki við sama verðbólgustig og ná- grannaþjóðir okkar munu crlendir aðiliar vera varkárir. Auðveldara er að færa fjármagn til innan eins fyrirtækis heldur en á milli fyrirtækja til að eignir og skuldir í inn- lcndri mynt séu í jafnvægi og gengisáhætta lágmörkuð. Hin meginástæðan er auðvitað sú að greiða ekki tekju- skatt í einu landi meðan tap er á starfseminni í öðru landi. Engin vafi er á þvf að þátttaka erlendra fyrirtækja á innanlandsmarkaði mun hafa veruleg áhrif á starfsemi innlendra fyrirtækja. hvort sem um er að ræða banka eða verslunarfyrirtæki, og hvort sem um er að ræða þátttöku í fyrirtæki með innlendum aðilum eða sjálf- stætt rekna starfsemi. Við verðum að auka hagkvæmni í rekstri okkar enn frekar. Ekki verða settir neinir „verndartollar" á lán frá erlendum banka sem starf- ræktur er hér. Ef sá banki treystir sér til að lána á lægri vöxtum en hér hafa gilt verða aðrir bankar að bregðast við með einum eða öðrum hætti. Sama á við um aðra starfsemi. Samkeppni okkar takmarkast ekki lengur við innlcnd fyrirtæki og innflutta vöru. hcldur við fyrirtæki starfandi hérlcndis með alla þá sérkunnáttu, sem gcrl hefur það í flestum tilvikum að stórveldi. Slík sam- keppni krefst mikils af okkur. 2.4. Útflutningur. Eins og þegar hefur komið fram verða reglur um fjár- festingar íslendinga erlendis væntanlega rýmkaðar á næstu árum. Hver áhrif þessara breytinga verða er erf- itt að meta á þessu stigi, nema að auðvitað verða þá fleiri að keppa um sparifé landsmanna, eða kannski frekar hvernig ráðstafa skuli erlendri skuldasöfnun þjóðarbúsins. Einnig er það Ijóst að þcssi breyting gctur haft áhrif á störf okkar við mat á eignum í lok reikn- ingstímabils. eins og síðar verður vikið að. Ekki má gleyma því að sífellt meiri tími hjá okkur fer í margvíslega ráðgjöf, meðal annars hvaða sparnaðar- form sé hagkvæmast hverju sinni. Þessi þáttur mun væntanlega aukast þegar leyft verður að fjárfesta er- lendis. og nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með þeim sparnaðarformum sem bjóðast í nágrannalöndum okkar hverju sinni, ásamt því hvaða áhætta sé tengd þeim. 3. Ahrif á störf endurskoðenda. 3.1. Almennt. Á undanförnum árum og áratugum hafa erlendir að- ilar fjárfest hér á landi eins og áður hefur komið fram. Hafa þessar fjárfestingar haft einhver áhrif á störf okk- ar? Svarið við því er hiklaust já. En ef spurt er hvort þær hafi haft mikil áhrif verður svarið líklega neikvætt. Er líklegt að sú breyting, sem framundan er, hafi meiri áhrif en hingað til? Þessu verðum við væntanlega að svara játandi, bæði vegna þess að um fleiri fyrirtæki er að ræða og svo ekki síður vegna þess að þessi fyrirtæki verða í öðrum atvinnugreinum en hingað til. I kjölfar aukins samruna fyrirtækja, meðal annars til að standast betur samkeppni, og með þátttöku erlendra aðila í atvinnulífi hérlendis munu væntanlega verða gerðar auknar kröfur til endurskoðenda. Þetta þýðir jafnframt að endurskoðunarskrifstofur sameinast í auknum mæli og leitast við að geta boðið sérfræðiað- stoð á hinum ýmsu sviðum atvinnurekstrar. Annað, sem ekki má gleyma, er að við munum að mínu mati feta í fótspor annarra fyrirtækja og auka samstarf okkar við alþjóða endurskoðunarsamsteypur. Þó íslenskir endurskoðendur vilji gjarnan vera sérfræð- ingar á öllum sviðum, það er í endurskoðun, skattamál- um og ráðgjöf, þá er það að bera í bakkafullan lækinn að reyna að sérhæfa okkur í þeim reglum sem gilda munu í helstu viðskiptalöndum okkar. Því spái ég að við munum á næstunni sjá hér fulltrúa fyrir fleiri af hin- um stóru alþjóðlegu endurskoðunarsamsteypum en í dag eru. Slíkt samstarf gerir kröfur til okkar um fagleg og traust vinnubrögð í flestum tilvikum. 19

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.