Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Side 20
3.2. Erlendar fjárfestingar innanlands.
Margir endurskoðendur hafa ýmist starfað með er-
lendum endurskoðendum eða sjá um endurskoðun hjá
innlendu fyrirtæki, sem er að hluta eða að öllu leyti í
eigu erlendra aðila. Reynsla þeirra sýnir að við verðum
að taka tillit til þess umhverfis sem erlendir fjárfestar
þekkja hvað varðar endurskoðun og reikningsskil. Ekki
cr alltaf nóg að leggja fram cndurskoðuð reikningsskil
mcð fráviksaðferð og reyna síðan að útskýra í hverju
frávikin séu fólgin, eða öllu heldur að hjá stærri fyrir-
tækjum sé fráviksaðferðin ekki fráviksaðferð heldur hin
almenna aðferð. I raun séu það því frávik að nota ekki
fráviksaðferð. Útskýring á tilgangi verðbreytingar-
færslu getur verið erfið, en sýnu erfiðari er hún þó oft
þegar verið er að útskýra hana fyrir erlendum aðilum.
Því skiptir máli að framsetning reikningsskila og orða-
lag sé mcð einföldum cn skýrum hætti þegar verið er að
þýða íslenska ársreikninga á erlcnd mál, því auðvitað
verða þcssi félög að gera ársrcikninga miðað við íslcnsk
lög og reglur. Einnig þarf væntanlega að gera ársrcikn-
inga fyrir þessi félög í erlendri mynt, sem byggja þá á
öðrum reikningsskilaaðferðum, eins og ég mun víkja að
síðar.
Ekki er nokkur vafi á að koma erlendra fyrirtækja
mun hafa áhrif á okkar störf. Ljóst er að endurskoðun
útibúa og dótturfyrirtækja þarf að vera í samræmi við
endurskoðun móðurfyrirtækis. Því er mikilvægt að við
tilcinkum okkur þau vinnubrögð scm tíðkast erlendis.
Þeir erlendu starfsbræður okkar. sem endurskoða móð-
urfyrirtækið, þurfa staðfestingu á því að sú vinna, sem
innt er af hendi, sé fullnægjandi og að þeir geti því árit-
að samsteypuna á viðeigandi hátt. Þeir endurskoðend-
ur, sem unnið hafa við endurskoðun fyrirtækja sem eru
að hluta, eða öllu leyti, í eigu erlendra aðila þekkja af
eigin raun þá vinnu sem liggur að baki upplýsingagjöf
til erlendra endurskoðenda. Þessi upplýsingagjöf er
gjarnan í formi langra lista, sem fylla þarf ítarlega út.
Endurskoðunaráætlanir þurfa því að vera vel úr garði
gerðar; vinnupappírar skýrir og síðast en ekki síst að
fylgt sé þcim alþjóðastöðlum sem viðeigandi eru hverju
sinni. Eg mun síðar víkja nánar að notkun staðla. Hvað
þýðir áritun endurskoðenda í raun hjá okkur? í maí s.l.
kom hingað til lands amerískur prófessor, Stephen
Zeff, og hélt fyrirlestur á hádegisfundi Félags löggiltra
endurskoðenda. Eitt af því sem fram kom hjá honum, í
framhaldi af umræðum um cignfærslu vörumerkja, var
að áritun endurskoðenda í Brctlandi segði ekkert um
„góða reikningsskilavenju". Ég nefni þetta hér þar sem
íslcnskir lesendur ársreikninga lesa ef til vill áritun cnd-
urskoðcnda á annan hátt en crlcndir aðilar, það er í þá
átt að áritunin séu formlcghcit, sem verði að fylgja árs-
reikningi, en ekki ígrunduð skilaboð, sem við viljum
koma á framfæri.
Ég sagði áðan að endurskoðun útibúa og dótturfyrir-
tækja þyrftu að vera í samræmi við endurskoðun móð-
urfyrirtækis. Að mínu mati erum við komin hérna að
kjarna málsins hvað endurskoðun varðar. Við endur-
skoðun stærri fyrirtækja eru í upphafi settar fram áætl-
anir um hvað mikið þurfi að endurskoða af ýmsum lið-
um reikningsskila til að um fullnægjandi endurskoðun
sé að ræða. Auk hefðbundinna athuganna á innra eftir-
liti má nefna dreifikannanir og athugun á rekstrarör-
yggi tölvuvinnslunnar. Sem dæmi má nefna að við
ákvörðun á hversu viðamikil dreifikönnun á ákveðnum
lið cigi að vera er tekið tillit til hlutfallslegrar stærðar
viðkomandi liðar og hversu mikla óvissu við sættum
okkur við. Þetta er sett inn í formúlu og úrtaksstærð
reiknuð út. Hin hefðbundna íslenska aðferð, þar sem
tilfinning okkar ræður úrtaksstærð. verður því að víkja í
mörgum tilfellum.
3.3. Innlendar fjárfestingar erlendis.
Ef við snúum okkur nú að fjárfestingum okkar er-
lendis má búast við að til að byrja með verði starfsemi
okkar þar aðallega mcð þrennum hætti. I fyrsta lagi er
þar um að ræða fjárfestingar cinstaklinga og fyrirtækja í
verðbréfum. í öðru lagi má búast við að innlend fyrir-
tæki vilji koma verðbréfum sínum á markað erlendis,
hvort sem það eru verðbréfafyrirtæki eða önnur fyrir-
tæki í leit að fjármagni. I þriðja lagi má reikna með að
fyrirtæki hér á landi muni í auknum mæli stofna fyrir-
tæki, eða leita samstarfs við fyrirtæki, á meginlandi
Evrópu til að afla markaðar í hinum fjölmennari lönd-
um álfunnar.
Öll þessi atriði krefjast aðgerða af okkar hálfu. Ekki
cr hægt að tala um stefnubreytingu í okkar störfum
hvað varðar fyrsta atriðið, það er verðbréfakaup er-
lendis, heldur frpmur útfærslu. Það er ljóst að erfiðara
verður að meta eignir innlendra aðila erlendis, en á
móti kemur að í þcssum umgangi verður væntanlega
aðeins leyfilegt að fjárfesta í bréfum sem skráð verða á
opinberum mörkuðum.
Væntanlega er langt í það að hægt verði að selja ís-
lensk verðbréf erlendis án ríkisábyrgðar. Strangar
gæðakröfur eru gcrðar til fyrirtækja, sem hyggjast selja
slík bréf á opinberum mörkuðum og fer þetta gæðaeft-
irlit að verulegu leyti fram hjá endurskoðendum, þó
vitaskuld hafi markaðarnir einnig eftirlit mcð slíkum
fyrirtækjum. A okkur mun því hvíla að ganga þannig
frá ársreikningum og upplýsingum um fyrirtæki að það
falli að kröfum þess lands, sem viðskiptin eiga að fara
fram í, auk þess sem fullnægja þarf kröfum hér.
Sem endurskoðendur fyrirtækja, sem eru með starf-
semi erlendis, þurfum við að geta treyst þeim upplýs-
ingum sem við fáum frá erlendum starfsbræðrum. ekki
síður en þegar við cndurskoðum hérlendis fyrirtæki
mcð erlenda eignaraðild og ég kom inn á áðan. Ég get
nefnt ykkur dæmi um íslenskt fyrirtæki, sem rekur dótt-
urfyrirtæki erlendis. Ársreikningur íslenska félagsins
var áritaður með fyrirvara vena þess að íslenski endur-
skoðandinn treysti ekki reikningsskilum dótturfyrirtæk-
isins, en samskipti þessara fyrirtækja eru mikil. Því get-
20