Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Síða 22
þess tíma seni það tckur að breyta þeim. Meðan svo er
reyna einstök lönd að leysa aðsteðjandi vandamál. sam-
anber nýlega umræðu í Bretlandi um eignfærslu á vöru-
merkjum.
Að mati FEE þarf að vera hægt að bregðast skjótt
við vandamálum, og séu tilskipanir því ekki lausnin
heldur alþjóðlegir reikningsskilastaðlar. Framkvæmda-
nefnd EB hefur fallist á þá skoðun að ef til vill séu til-
skipanir ekki árangursríkasta leiðin til framfara og hef-
ur því nýverið boðað til fundar í nóvember næst kom-
andi um framtíð staðlagerðar í Evrópu.
4.3. Samskipti EFTA og EB.
Alls mynda 12 ríki Evrópubandalagið en aðildarríki
EFTA eru 6. Fjöldi íbúa EFTA ríkja er hins vegar að-
eins 1/10 af íbúum EB ríkja. ítarlegar viðæður eru nú í
gangi á milli EB og EFTA og leiðir utanríkisráðherra
Islands þær þetta misserið.
En spurning vaknar hvort það skipti EB ríkin máli að
ná samningum við EFTA þar sem svo mikill munur er á
íbúafjölda þessara tveggja ríkjahópa? Er þetta ekki ein-
göngu hagsmunaatriði fyrir EFTA ríkin? Ljóst er að
það skiplir einnig EB verulegu máli að ná samningum
við EFTA, þar sem 30% af heildarútllutningi þcirra er
til EFTA ríkja, sem cr ívið meira en útflutningur þeirra
til Bandaríkjanna. Flvað Island varðar þá er 50-60% af
innflutningi okkar frá EB ríkjum og þangað flytjum við
60% af okkar útllutningsvörum.
Ekki verður hjá því komist að við munum þurfa að
undirbúa okkur vel fyrir 1992 í okkar störfum. Líklega
mun samningur nást á milli EFTA og EB sem opna
okkur dyr inn á þennan markað. Búast má við að nokk-
ur EFTA ríki muni sækja um aðild að EB í framtíðinni,
og mun það auðvitað veikja stöðu EFTA sem samnings-
heildar gagnvart EB. Þegar hefur Austurríki sótt um
aðild. Hins vegar munu líða allmörg ár þangað til EB
verður reiðubúið að afgreiða umsóknir, þeir hafa ein-
faldlega ekki tímann til þess. Því hefur EB lagt áherslu
á að EFTA ríkin komi fram sem ein heild í samningum
við EB, og ekki síst í ljósi þess mun nást sá samningur á
milli EB og EFTA sem við getum unað við.
4.4. Hugsanleg aðild Islands að Evrópubandalaginu.
Skiptar skoðanir eru um hvort við eigum að sækja
um aðild að EB eða ekki. Þar spilar sterkast inn í að-
gangur annarra að fiskimiðum okkar. I hugum sumra er
það heilagt mál að við sitjum ein að þessu, en í augum
annarra er þetta aðeins tímaspursmál. Meðal annars
hefur sú hugmynd komið fram hjá Víglundi Þorsteins-
syni að við getum tryggt okkur tekjur af fiskveiðum
með kvótasölu.
Ef Island verður hins vegar aðili að EB mun það gera
enn frekari kröfur til okkar heldur en þær sem gerðar
verða með samningum EFTA og EB. og hver veit nema
íslenskir endurskoðendur geti þá farið að selja þjónustu
sína erlendis - án söluskatts! En til að slíkt megi verða
þurfum við að efla og halda vel við menntun okkar.
Vart er þó tímabært að fara frekari orðum um það nú
því eins og fram kom áðan munu nokkur ár líða þó við
sækjum unt inngöngu nú og þar til fjallað yrði um um-
sóknina. Á þessu stigi er því réttast að bíða og sjá hvað
EFTA og EB samningar færa okkur.
5. Niðurlag.
Ég hef hér farið nokkrum orðum um hugsanlegar
breytingar á störfum okkar á næstu árum með auknu
frjálsræði í fjárfestingum erlcndra aðila hérlendis og
með fjárfestingum innlcndra aðila crlendis. Gildir þá
cinu hvort breytingar á lögum okkar verði að eigin
frumkvæði eða í kjölfar samninga EFTA og EB. Mín
skoðun er sú að það er löngu orðið tímabært að leyfa
erlendum aðilum að taka meiri áhætlu hér. ef þcir fást
til þess. Fáar þjóðir hafa verið jafn duglegar okkur að
taka erlend lán, en hingað til höfum við síðan sett upp
geislabaug og ekki viljað neitt erlent áhættufé. Nú er
mál að linni.
I erindi mínu hef ég jafnframt fjallað nokkuð um það
rekstrarumhverfi sem við munum búa við, þó það teng-
ist ekki bcint okkar störfum. Það hef ég gcrt vegna þess
að ég tel að það geti hjálpað okkur við að átta okkur
betur á hugsanlegum breytingum á störfum okkar.
Þó þessar breytingar muni í fyrstu ef til vill snerta fáa
endurskoðendur munu áhrifin þegar fram í sækir verða
víðtækari og skila sér í faglegri vinnubrögðunt við end-
urskoðun fyrirtækja sem eingöngu starfa á innan-
landsmarkaði.
22