Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Síða 28

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Síða 28
Einnig cr (í 20. gr.) sérstakt ákvæði um námsmenn, þar scm segir að námsmaður sem dvelur í aðildarríki vegna náms síns eða starfsþjálfunar, sé eða hafi verið síðast fyrir námsdvölina, heimilisfastur í öðru aðildar- ríki, skuli ekki vera skattskyldur í því ríki sem hann stundar námið í, af tekjum, sem hann aflar sér utan þess ríkis. til þcss að standa straum af framfærslu sinni, námi eða þjálfun. I 22. gr. er fjallað um skattlagningu eigna. Lítum nánar á eitt atriði í þessari upptalningu á tekjuflokkum: Um hagnað af atvinnurekstri er fjallað í 7. gr. Hagnaður af atvinnurekstri fyrirtækis í aðildarríki er einungis skattskyldur í því ríki nema fyrirtækið hafi með höndum atvinnurekstur í öðru aðildarríki frá j'astri atvinnustöð þar. Ef fyrirtækið hefur slíkan atvinnu- rekstur mcð höndum má leggja skatt á hagnað fyrirtæk- isins í síðarnefnda ríkinu, en þó einungis þann hluta hans scm stafar frá hinni föstu atvinnustöð. Um hvað telst föst atvinnustöð er fjallað í 5. gr. samningsins og var áður á það minnst hér að framan í sambandi við umfjöllun á 4. tölul. 3. gr. Við ákvörðun hagnaðar af slíkri fastri atvinnustöð gildir að ákvarða hcnni þann hagnað sem ætla má að fallið hcfði í hcnnar hlut ef hún hefði verið sérstakt og sjálfstæll fyrirtæki sem hefði með höndum samskonar eða svipaðan atvinnurekstur við sömu eða svipaðar að- stæður og kæmi sjálfstætt fram í skiptum við fyrirtæki það sem hún er föst atvinnustöð fyrir. Ennfremur er kveðið svo á að við ákvörðun hagnað- ar fastrar atvinnustöðvar skuli leyfa sem frádrátt út- gjöld sem leiðir af því að hún er föst atvinnustöð, þar með talinn kostnaður við framkvæmdastjórn og venju- lcgur stjórnunarkostnaður, hvort heldur kostnaðurinn er til orðinn í því ríki þar sem fasta atvinnustöðin er eða annars staðar. Þrátt fyrir þessa meginreglu, þ.e. að litið er á fasta atvinnustöð, sem sjálfstætt fyrirtæki, við ákvörðun hreinna tekna, eru til staðar ákvæði í þessari grein, þess efnis að heimilt skuli að ákvarða hagnað fastrar at- vinnustöðvar á grundvelli skiptingar á heildarhagnaði fyrirtækisins á hina ýmsu hluta þess. ef sú venja hefur verið til staðar í aðildarríki. Eftir því sem næst verður komist hcfur þessari aðferð þó ekki verið bcitt hérlcnd- is. í 23. gr. O.E.C.D. modelsins er síðan gerð grein fyr- ir aðferðum til þess að komast hjá tvísköttun. Er þar um að ræða tvær aðferðir þ.e., annars vegar svonefnda undanþáguaðferð og hins vegar svonefnda kreditaðferð. Þegar undanþáguaðferðinni er beitt segir að þegar aðili heimilisfastur í aðildarríki hafi tekjur eða eigi eign- ir, sem samkvæmt ákvæðum tvísköttunarsamninga megi skattlcggja í öðru aðildarríki. skuli fyrrnefnda rík- ið undanþiggja slíkar tekjur og eignir skatti. en er þrátt fyrir það heimilt við ákvörðun skatta á aðrar tekjur og eignir að taka tillit til þeirra tekna og eigna sem undan- þegnar eru. Sérstakt ákvæði gildir þó um skattlagningu ágóðahlutar og vaxta. Pegar hins vegar kreditaðferðin er notuð segir að þcgar aðili heimilisfastur í aðildarríki hafi tekjur eða eigi eignir, sem skv. ákvæðum tvísköttunarsamnings megi skattleggja í öðru aðildarríki skuli fyrrnefnda ríkið draga frá álögðum tekjuskatti og eignarskatti jafnháa fjárhæð og viðkomandi greiddi í hinu ríkinu. Frádrátt- urinn getur þó ekki orðið hærri en sem svarar þeim skatti, reiknuðum áður en frádrátturinn er gerður, á þær tekjur og eignir sem skattleggja má í hinu ríkinu. I tvísköttunarsamningi Islands við hin Norðurlöndin er hvað Island varðar undanþáguaðferðinni beitt varð- andi aðila heimilisfasta á Islandi, sem hafa tekjur eða ciga eignir. sem skattleggja má í einhverju hinna Norð- urlandanna. Pó eru nokkur tilvik þar sem gert er ráð fyrir bcitingu kreditreglunnar t.d. varðandi arð af hlutabréfum. I grein 24.-28. í O.E.C.D. modelinu eru síðan ýmis ákvæði svo sem um jafnrétti. framkvæmd gagnkvæms samkomulags, upplýsingaskipti. gildistöku. uppsögn o.fl. LOKAORÐ Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi takmarkaða og ótakmarkaða skattskyldu svo og tvísköttunarsamn- inga. Eg vona að lesendur hafi af þessu einhvern fróð- leik. Við samningu þessarar greinar hefur einkum verið stuðst við upplýsingar úr margnefndu O.E.C.D. modeli, grein um tvísköttunarsamninga eftir Benedikt Sigurjónsson hr]., sem birtist í Ulfljóti - tímariti laga- nema 1972, svo og upplýsingar og gögn frá ríkisskatt- stjóraembættinu. 28

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.