Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Síða 29

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Síða 29
AÐALSTEINN HÁKONARSON löggiltur endurskoðandi. ER ALÞJÓÐLEGT SAMRÆMI í REIKNINGSSKILUM FRAMUNDAN? KPMG endurskoðunarfyrirtækið stóð fyrir fundi í Brussel 22. nóvembcr síðastliðinn um alþjóðlegt sam- ræmi í reikningsskilum, en heiti fundarins var „Inter- national Financial Reporting Forum." Ofanritaður átti þess kost að sækja fundinn og verður hér gerð grein fyr- ir helstu sjónarmiðum sem þar komu fram. Sérstök nefnd var sett á laggirnar til annast fram- kvæmd fundarins. Formaður hennar var Dr. André Zund. prófessor við Hochschule St. Gallen í Sviss. sem jafnframt stýrði fundinum. Aðrir nefndarmenn voru Sidney Gray, professor við University of Glasgow. Jan Klaassen, prófessor við Vrije Universiteit Amsterdam og Michael A. Diamond deildarforseti við University of Southern California í Los Angeles og fulltrúi skólans í SEC og Financial Reporting Institute. Framkvæmda- stjóri nefndarinnar var Vera A.Boesten frá KPMG Int- ernational Office í Amsterdam. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar frá EC, IASC. IOSCO. SEC, FASB og nokkrunt öðrum nefndum og ráðum sem eiga þátt í að semja staðla um reikningsskil, m.a. frá Norðurlöndunum. fulltrúar verðbréfamarkaða og fjármálalegir framkvædastjórar nokkurra stærstu fyr- irtækja í Evrópum, m.a. frá Alusuisse, Bertelsmann, CEPSA. Dresdner Bank. Henkel. Moeller. Nokia. Robeco, Royal Dutch Shell, Sears, Sibelco og Volvo. Þá sóttu fundinn nokkrir endurskoðendur frá KPMG og má segja að fulltrúi hafi verið frá flestum Evrópu- landanna. Nokkrir blaðamenn sóttu einnig fundinn, þ.á.m. frá íslandi. Form fundarins var með þeim hætti að þátttakendum var skipað við borð sem mynduðu stórt U. Stutt erindi voru síðan flutt um tiltekin málefni og að þeim loknum beindi prófessor André Zund spurningum fram í salinn eða til einstakra þátttakenda. Fundurinn var því eins- konar sambland af rökleiðslum annars vegar og al- mennum pallborðsumræðum hins vegar. Fundurinn hófst á umræðu um þörfina á alþjóðlegu samræmi í reikningsskilum. hvort drög IASC (Alþjóð- lega reikningsskilanefndin) að staðli nr. 32 (Exposure Draft 32) væru heppileg í því sambandi eða hvort æski- legt væri að þrengja þann ramma sem þar er settur fram. Annar þáttur fundarins snérist um þau atriði sem fjallað er um í ED 32 en þar bar hæst umræðuna um Goodwill og hvernig hann cr afskrifaður yfir rekstur. Þriðji og lokaþáttur fundarins snérist síðan um hvernig farið yrði að því að ná fram alþjóðlegu samræmi í reikningsskilum í framtíðinni. Ekki er hægt að segja að augljósar niðurstöður hafi komið fram um þessi atriði. Þó er ljóst að nokkur sjón- armið áttu meira fylgi að fagna en önnur. Mikið hefur t.d. verið um það rætt af reikningsskilamönnum í Evr- ópu um nokkurt skeið hvort vinna eigi að sérstökum Evrópustaðli um samræmi í reikningsskilum, en tilurð Evrópubandalagsins hefur átt þar ríkan hlut að máli. í umræðu fundarins um þörfina á alþjóðlegu samræmi í reikningsskilum kom fram að menn voru yfirleitt mót- fallnir sérstökum Evrópustaðli og töldu ekki þörf á slíku. Einnig var það viðhorf áberandi að staðlar mættu ekki vera of þröngir eða takmarkandi. Rökhyggja og skynsemi yrðu að fá notið sín þegar það á við. Nokkurrar varfærni gætti í umræðunni um hvort IASC staðlarnir væru sá rammi sem vinna ætti út frá við alþjóðlega samræmingu. Bent var á að til væru fleiri samtök sem setja staðla á sviði reikningsskila og sér í lagi var bent á reglur Evrópubandalagsins, sem settar voru af Efnahagsbandalagi Evrópu á árunum 1978 til 1989, en þar er að finna nokkrar grundvallarreglur sem skylt er að hlíta í þessum löndum. Talið er að aðiladar- löndin eigi mörg hver eftir að laga sín reikningsskil bet- ur að þessum reglum og forðast verði að samningar þjóða á milli og IASC staðlarnir þróist í gagnstæðar átt- ir. Ef alþjóðlegt samræmi í reiknigsskilum á að nást á grundvelli IASC staðlanna töldu menn að mun fleiri samtök á sviði reikningsskila og fjármála yrðu að taka 29

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.