Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Page 34
Það getur verið um að ræða margs konar óvissu til-
vik, sem áætla þarf fyrir í reikningsskilum og er það í
samræmi við þá reglu reikningsskila að gjaldfæra kostn-
að á því tímabili er hann verður til á (en ekki t.d. þegar
hann er greiddur) og tilfæra tekjur á því tímabiii, sem
þær verða innleysanlegar. Ýmsir reiknaðir liðir og áætl-
anir í reikningsskilum fela þó ekki í sér óvissu í þeim
skilningi, sem hér er til umfjöllunar. Þannig er t.d.
gjaldfærsla afskrifta á varanlegum rekstrarfjármunum
ekki óviss gjöld í þessum skilningi, óvissa vegna af-
skriftanna felst í því að ekki er vitað nákvæmlega um
endingar- og nýtingartíma fjármunanna og þ.a.l. það
hversu mikið eigi að gjaldfæra á hverju reikningstíma-
bili. Hins vegar er full vissa fyrir því að einhvern tíma
muni ævitíma fjármunanna Ijúka.
Þegar meta þarf líkurnar á því að einhverjir yfirvof-
andi atburðir, sem snerta fjárhagslega afkomu eða
stöðu fyrirtækis á einhverju tiltcknu reikningsári muni
gerast og þegar meta þarf fjárhæðir í þessu sambandi
verður fyrst og fremst að trcysta mati stjórnenda fyrir-
tækisins. Þetta mat sjórnenda ætti að byggjast á upplýs-
ingum scm fram hafa komið fram að þeim tíma er árs-
reikningur er gerður opinber. fyrri reynslu af hliðstæð-
um atburðum og jafnvel áliti óháðra sérfræðinga. Það
er endurskoðandans að leggja mat á þctta mat stjórn-
endanna og láta í Ijós álit sitt á því í áritun í ársrcikn-
ingi.
Þegar meta þarf fjárhæð yfirvofandi taps eða yfirvof-
andi skuldbindingar eða eignaminnkunnar, ber að hafa
í huga að um tvenns konar tilvik getur verið að ræða
þ.e. annars vegar getur verið um að ræða eitt einstakt
tilfelli en dæmi um það eru málaferlin, sem ég gat um í
dæminu hér að framan. Mat á fjárhæð þess yfirvofandi
taps byggðist á framvindu málssóknarinnar, fram að
þeim dcgi er ársrcikningurinn væri gerður opinber,
ennfrcmur áliti lögfræðinga og annarra sérfræðinga,
reynslu fyrirtækisins af hliðstæðum málum ef um hana
væri að ræða og reynslu annarra fyrirtækja.
Hins vegar getur verið um að ræða tilvik scm sam-
anstanda af mörgum samskonar viðskiptum, dæmi um
það eru ábyrgðarskuldbindingar vegna vara sem seldar
eru með ábyrgðum og tapaðar viðskiptakröfur. Þegar
áætlað er fyrir kostnaði vegna ábyrgðaskuldbindinga og
fyrir töpuðum viðskiptakröfum, þá er kostnaður fyrir
hvert einstakt tilfclli ckki áætlaður, heldur er kostnað-
urinn áætlaður í heild sinni. Þannig mætti áætla á rcikn-
ingsári fyrir yfirvofandi kostnað vegna ábyrgða ákveðið
hlutfall af vörusölu með ábyrgðum. Með líkum hætti
mætti áætla af viðskiptakröfum um áramót séu tapaðar.
Fyrrnefndar áætlanir fyrirtækja byggjast á fyrri reynslu
þeirra af samskonar viðskiptum, en með því að áætla
með þessum hætti fyrir kostnaðinum eða tapinu er ver-
ið að tilfæra það á því reikningstímabili, sem varðar.
Við mat á yfirvofandi tapi, á að taka tillit til hugsan-
legra bóta eða endurkröfu á hendur þriðja aðila vegna
þess og tilgreina netto tapið.
Almenn áhætta vegna rekstrar á ekki sérstaklega við
ástand á reikningslokadegi og því er ekki heimilt að
áætla og tilfæra yfirvofandi tap vegna almennrar áhættu
vegna rekstrar í reikningsskilum.
Svo vikið sé að því hvenær eigi að áætla og tilfæra
yfirvofandi tap í rekstrarreikningi og hvenær eigi að
upplýsa um það í skýringum með ársreikningi þá ber að
hafa eftirfarandi í huga:
Gjaldfæra á yfirvofandi tap í rekstrarreikningi ef eft-
irfarandi tvö skilyrði eru fyrir hendi: I fyrsta lagi ef lík-
legt er að atburðir í framtíð staðfesti að eignaminnkun
hafi verið búin að eiga sér stað á reikningslokadegi eða
að skuldbinding hafi verið fallin á félagið á reiknings-
lokadegi. í öðru lagi ef hægt er að leggja skynsamlegt
mat á fjárhæð yfirvofandi taps.
Ef framangreindum tveim skilyrðum er ekki fullnægt
ber að upplýsa um yfirvofandi tap í skýringum með árs-
reikningi, nema tapið sé óverulegt. Ef upplýst er um
tapið í skýringum með ársreikningi, þá ber að veita eft-
irfarandi upplýsingar:
1) Upplýsingar um hvers eðlis yfirvofandi tapi sé.
2) Upplýsingar um hvað það er sem geti haft áhrif á
endanlega niðurstöðu um yfirvofandi tap.
3) Upplýsingar um áætlaða fjárhæð tapsins eða yfir-
lýsing um að ekki sé hægt að áætla fjárhæðina.
Svo vikið sé að reikningshaldslegri meðhöndlun
hugsanlegra tckna sem óvissa ríkir um á reikningsloka-
degi og þegar ársreikningur er gerður opinber, þá á
skv. staðlinum ekki að áætla þær og tilfæra í rekstrar-
eða efnahagsreikningi. Hins vegar má upplýsa um þær í
skýringum með ársreikningi ef líklegt sé að þær séu inn-
leysanlegar og á þá að veita eftirfarandi upplýsingar í
skýringum:
1) Upplýsingar um hvers eðlis hinar hugsanlegu tekj-
ur séu.
2) Upplýsingar um hvað það er sem geti haf áhrif á
endanlega niðurstöðu um hinar hugsanlegu tekjur.
3) Upplýsingar um áætlaða fjárhæð hinna hugsanlegu
tekna eða yfirlýsing um að ekki sé hægt að áætla
fjárhæðina.
Ég ætla nú að víkja að öðrum hluta staðalsins, þ.e.
þeim hluta er fjallar um hagræna atburði er eiga sér
stað eftir lok tiltekins reikningsárs, en varða það ár.
Með hagrænum atburðum er eiga sér stað eftir lok
tiltekins reikningsárs, en varða það ár, er átt við at-
burði er eiga sér stað eftir reikningslok og fram að þcim
tíma sem ársreikningur er gerður opinber. Þeir atburðir
sem geta átt sér stað eftir lok reikningsárs í þessu sam-
bandi hafa með einhverjum hætti áhrif á efnahagslega
stöðu fyrirtækis og geta hvort heldur sem er verið fyrir-
tæki til hagsbóta eða tjóns.
Gerður er greinarmunur á tvenns konar atburðum í
þessu sambandi, þ.e. annars vegar atburðum, sem
renna frekari stoðum undir ástand sem var fyrir hendi á
34