Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 36
Frá fastanefndum FLE
Menntunarnefnd FLE
Starl' menntunarnefndar var meö hefðbundnum hætti
á liðnu starfsári. Haldin voru námskeið um enfi tengd
starfi cndurskoðenda.
Eins og fram kemur í ársskýrslu stjórnar FLE hefur
menntunarnefndin staðið að undirbúningi námskeiða
um skattamál, endurskoðun og reikningshald. Auk
þess vann nefndin að faglegum hluta hinnar árlegu
sumarráðstefnu, þar sem tekin voru fyrir málefni sem
tengjast viðskiptatengslum Islands við önnur lönd, um
hlutabréfamarkaði, skattlagningu arðs og hlutafjáreign-
ar. Framkvæmdastjóri danska endurskoðendafélagsins.
Uffe Conrad. Ilutti erindi um starfsemi danska félagsins
og um ábyrgð og skyldur endurskoðenda. Brotið var
blað í sögu félagsins í októbermánuði s.l., er haidin var
fyrsta ráðstcfna á vegum íslenskra endurskoðenda á er-
lendri grund. Ráðstefnan sem var í Endinborg í Skot-
landi tókst vel, en ráðstefnuefnið var undirbúið í sam-
ráði við The Institute of Chartered Accountants of
Scotland og voru fyrirlesarar fengnir frá þeim.
Nefndin hélt marga fundi við undirbúning nám-
skeiða, einnig voru haldnir fundir með fyrirlesurum
eins og ástæða þótti til. Öll námskeið hafa verið vel sótt
og félagsmenn með því sýnt félagsstarfinu áhuga.
Ahugi félagsmanna fyrir fundum og námskeiðum á
vegum félagsins undanfarin ár leiðir hugann að því
hvernig best verði staðið að menntunarmálunum á
komandi árum. Menntunarnefndin sem starfað hefur
nú um nokkur ár hefur verið í samstarfi við stjórn fé-
lagins á hverjum tíma um efni og tilgang námskeiða og
hefur samstarfið gengið vel. Athuga mætti þó hvort
nefndin ætti ekki að vera sjálfstæðari og ábyrg fyrir
menntunarmálum á vegum félagsins. Mikilvægt er að
gott samband sé á milli menntunarnefndarinnar og
þeirra fagnefnda sem starfa innan félagsins. Til mikilla
bóta teldi ég vera, ef skilgreint væri hvert það samband
ætti að vera. Endurskoðunarnefnd og reikningsskila-
nefnd vinna að ýmsum málum sem varða starf endur-
skoðenda og er þá gott að kynna efnið fyrir félags-
mönnum í samráði við menntunarnefndina. Það gæfi
félagsmönnum tækifæri til að hafa nokkur áhrif á gang
mála og kæmi í veg fyrir að menntunarnefndin væri að
vinna að undirbúningi ótímabærra námskeiða um efni
sem væri í skoðun og vinnslu hjá fagnefndunum.
Námskeið á vegum félagsins og menntunarnefndar-
innar hafa ætíð verið opin öllum félagsmönnum og hef-
ur fjöldi þátttakenda ekki verið takmarkaður á þau. A
undanförnum árum hafa þátttakendur verið frá 50- 120
og má segja að slíkur fjöldi setji námskeiðunum þær
skorður að almenn skoðanaskipti á viðfangsefnum
námskeiðanna geta ekki farið fram nema að takmörk-
uðu leyti. Væri athugandi að gera tilraun með nám-
skeið þar sem þátttökufjöldi væri takmarkaður en nám-
skeið endurtekin eftir þörfum. Slík námskeið gæfu þátt-
takendum tækifæri til virkari þátttöku.
Við undirbúning og skipulag námskeiða þarf mennt-
unarnefndin ætíð að vera vel meðvituð um hvaða atriði
eru áhugavcrðust á hverjum tíma. Til að svo megi vera
þarf nefndin að vera í góðu sambandi við viðskiptadeild
Háskóla Islands svo og fræðslunefndir erlendra endur-
skoðunarfélaga. Mikilvægt er að menntunarnefndin
geti haft beint samband við viðkomandi og þannig
fræðst af þeim um uppbyggingu og tilhögun námskeiða.
Að síðustu vil ég taka fram að allir þeir sem leitað
hefur verið til varðandi fyrirlestra, ábendingar og öll
störf við undirbúning og framkvæmd námskeiða. hafa
tekið okkur vel og ávallt verið til þjónustu reiðubúnir.
Nefndin Oytur öllum viðkomandi bestu þakkir fyrir að-
stoðina. Þá vil ég færa stjórninni og þó sérstaklega for-
manninum þakkir fyrir s’kemmtilegt. traust og gott
samstarf. Góðir félagar, starfið í nefndinni hefur verið
okkur nefndarmönnum til ánægju og vonandi ykkur til
nokkurs gagns, ég flyt ykkur því þakkir nefndarinnar
fyrir samstarfið á liðnu ári.
Reikningsskilanefnd FLE
Reikningsskilanefnd Félags löggiltra endurskoðenda
vill að bciðni ritnefndar Álits gera hér stutta grein fyrir
því helsta sem nefndin hefur fengist við á síðast liðnu
starfsári.
Reikningsskilanefnd breytti ekki út frá fyrri venjum
sínum á þessu ári varðandi tillögur að leiðbeinandi regl-
um um gerð ársreikninga. Nefndin lagði hinsvegar á
síðast liðnu hausti fram drög að tveimur álitsgerðum á
sviði reikningsskila. Var það gert á mjög fjölmennri
ráðstefnu sem haldin var á Akureyri í október.
Önnur álitsgerðin fjallaði um bókun fjárfestinga í
skuldabréfum og hlutabréfum og var í síðasta blaði
Álits fjallað nokkuð um þessi drög og því óþarfi að
endurtaka það hér. Hin drögin fjalla um milliuppgjör
fyrirtækja. Gerð slíkra uppgjöra hefur færst mjög í vöxt
á umliðnum árum. Og nú á tímum gífurlegs samdráttar
í efnahagslífinu verðu krafan um gerð slíkra uppgjöra
enn brýnni. Bankar og aðrar lánastofnanir krefjast orð-
ið þessara uppgjöra frá fyrirtækjum reglulega og jafnvel
ekkert síður en ársreikninga. Gæði þessara milliupp-
gjöra hafa, fram á hin síöari ár, verið mjög mismunandi
og því ekki vanþörf á að ræða þau innan félagsins. Öll-
um er Ijóst að gera verður sömu kröfur til þessara upp-
gjöra eins og ársreikninganna sjálfra.
36