Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 47

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 47
fer eftir innra eftirliti fyrirtækis, samsetningu krafna og mikilvægi þeirra hversu stórt úrtak úr hópi skuldunauta endurskoðandi velur, eftir hverju hann velur og hvenær. Endurskoðandi skal draga saman niðurstöður úr svörum við fyrirspurnum sínum og leggja mat á þýðingu þeirra í heild. Ef á skortir að svör fáist skal beita öðrum aðferðum. Ef endurskoðandi sér ekki ástæðu til að leita eftir staðfestingum skuldunauta skal hann rökstyðja það í vinnu- skjölum sínum. 4.4. Til að kanna hvort allar réttmætar kröfur koma fram í reikningsskilum getur endurskoðandi beitt öðrum aðferðum, svo sem: * Staðfestingum frá skuldunautum sem beint er til fyrirtækisins. * Greiningu á reikningshreyfingum. svo sem innborgunum og kredit-reikningum eftir lok reikningstímabilsins. * Skoðun á skjölum sem varða kröfurnar, svo sem sölureikningum, afhendingarseðlum. flutningstilkynningum, kvittunum o.s.frv. 4.5. Endurskoðandi skal leggja mat á niðurfærslur til að mæta kröfum sem kunna að tapast. Með því er bæði átt við niðurfærslur á kröfum á hendur einstökum skuldunautum og einnig al- mennar niðurt'ærslur á kröfum í heild. 4.6. Við athugun á veðsetningum og öðrum kvöð- um getur endurskoðandi stuðst við upplýsingar frá lánastofnunum, úr veðmálabókum o.s.frv. Nóvember 1989. LEIÐBEINANDI REGLUR UM ENDURSKOÐUN BIRGÐA: 1. SKILGREINING: 1.1. Með birgðum er átt við allar birgðir verslunar- vöru, hráefna, vöru í vinnslu og fullunninna af- urða sem eru í eigu fyrirtækis og ætlaðar til sölu eða eigin nota. Reglur þessar geta einnig átt við um rekstrarvörubirgðir. 1.2. I tilteknum fyrirtækjum getur kostnaðarverð vinnu og þjónustu talist til birgða. 2. ÁBYRGÐ STJÓRNENDA: 2.1. Stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á að fram fari viðeigandi skráning og eftirlit með mót- töku, vörslu og afhendingu vöru í samræmi við gildandi lög og reglur. Hér er meðal annars átt við: * Að haft sé hæfilegt eftirlit með birgðum og þær nægilega vátryggðar. * Að birgðir séu tryggilega varðveittar og tald- ar með hæfilegu millibili. * Að gerðir séu talningalistar með útreiknuðu heildarverðmæti og þeir staðfestir. * Að sérstaklega sé tryggð eðlileg lotun við lok reikningstímabils að því er vörukaup og vöru- sölu varðar. * Að verðmat birgða sé í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju og að aðferðir við verðmatið og breytingar á þeim komi fram í skýringum í reikningsskilum. Pannig skulu birgðir ekki metnar á hærra verði en kostnað- arverði eða dagverði nema það samræmist lögum og góðri reikningsskilavenju. * Að í reikningsskilum komi fram upplýsingar um veðsetningar birgða og aðrar kvaðir sem á þeim kunna að hvíla. 2.2. Innra eftirlit fyrirtækis á meðal annars að tryggja örugga skráningu og eftirlit með birgð- um sem eru í eigu þess, en varðveittar eru hjá öðrum, og á sama hátt að vörur annarra í vörslu fyrirtækisins séu ekki taldar til birgða þess. 2.3. í fyrirtækjum sem hafa öruggt birgðabókhald geta talningar farið fram á öðrum tímum en við lok reikningstímabils. 3. MARKMIÐ ENDURSKOÐUNAR: Markmið með endurskoðun birgða er að sannreyna: 3.1. Að fyrirtækið beiti nægilega öruggum aðferðum við skráningu, vörslu, talningu og mat á birgð- um. 47

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.