Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 13
BIRGÐAMAT í FISKELDI, FRAMLEIÐSLUFERLI.
HEm ÞYNGD PR. STK. TÍMI MÁN. UPPSAFN. TÍMI DAGS. UMHVERFI
HROGN 0.0 0,0 NÓV. 1989 1
AUGNHROGN 1,5 1,5 DES. 1989
KVIÐPOKASEIÐI 1,5 3,0 JAN. 1990 SEIÐAELDI
FERSKVATN
STARTSEIÐl 1 GR. 3,0 6,0 APR-MAÍ ’90
SUMARALIN 2 GR. 2,0 8,0 JÚNÍ 1990
SEIÐI 5 GR. 2,0 10,0 ÁGÚST 1990
(PARR) 10 GR. L 2,0 12,0 OKT. 1990
SJÓGÖNGU ’ 20 GR. 3,0 15,0 DES-JAN '91
SEIÐI 40 GR. 2,0 17,0 MARS 1991
(SMOLT) 60 GR. 2.0 19,0 MAÍ 1991 _ FLUTT ÚR
FERSKVATNI
SJÓVANIÐ
100 GR. 4,0 23,0 ■> ÁG-SEPT. '91
UNGLAX 500 GR. 3,0 26,0 DES. 1991
1.000 GR. 4,0 30,0 APRÍL 1992 LAXELDI
í 1 KG. 0,0 30,0 MAÍ 1992 SJÖR
ELDISLAX I 2 KG. 4,0 ÁG-SEPT. '92
l 3 KG. 4.0 38,0 DES. 1992
KLAKLAX
fyrirtækja að hafa mótaðar hugmyndir um við hverju
megi búast, hvað sé eðlilegt í framleiðslunni. Takist
þetta má tengja fjöldatölur markaðsverði eða trygging-
arverði og mynda þannig ákveðinn ytri ramma til við-
miðunar við framleiðslukostnaðarverð. Ein leið til að
nálgast þetta markmið er að fylgja eftir 1 lítra af ný-
fijóvguðum hrognum, sem inniheldur á bilinu 6000 til
9000 hrogn, fylgja þessum einstaklingum eftir þar til
þeir ná sláturstærð og gera sér grein fyrir eðlilegum af-
föllum og þróun tryggingarverðs (sem tekur mið af
markaðsverði) meðan á framleiðsluferlinu stendur.
Hér á eftir hefur verið tekin saman tafla sem á að
gefa hugmynd um þessa þróun, en á sama hátt og áður
er varað við því að taka upplýsingamar of bókstaflega.
Reynslan hefur leitt í ljós að eldi gengur mjög misjafn-
lega milli stöðva og einnig er mikill áramunur á eldinu
hjá sömu stöðinni. Engu að síður hefur verið leitast við
að draga fram eldisferil hjá meðalfyrirtæki þar sem eng-
in sérstök áföll hafa orðið.
f>au atriði sem rætt hefur verið um hér að framan
(með tilgreindum fyrirvörum) er nauðsynlegt að hafa til
hliðsjónar, til þess að geta lagt mat á afurðabirgðir í
fiskeldisfyrirtækjum. Eftir er að huga að mismunandi
talningaraðferðum og hvaða kostnaðarliðir koma til
álita í birgðamatinu.
BIRCÐAMAT, FRAMLEIÐSLUKOSTNAÐUR:
Við birgðamat í fiskeldi gildir hin almenna regla
reikningshalds, að miða skuli við kostnaðarverð eða
dagverð, hvort sem lægra er. Ef hugað er að því hvaða
liðir mynda kostnaðarverðið, má almennt segja að það
séu þeir gjaldaliðir sem nauðsynlegir eru til að fullfram-
leiða vöruna. Má þar einkum nefna:
Laun við framleiðsluKeypt hrogn
Keypt seiði Keyptur hrygningarlax
Annar kostn. v/hrognakaup Fóður
Lyf og sótthreinsiefni Ýmis smærri búnaður
Rafmagn og annar orkukostn. Fasteignagjöld
Tryggingar Viðhald
Rekstrarvörur Bifreiðakostnaður v/framl.
Sérfræðiþjónusta v/framl. Kostnaður v/seltuaðlögunar
Tilraunakostnaður Kostnaður við slátrun
Umbúðir og pökkunarkostnaður Fyrningar
Ýmis annar framleiðslukostnaður.
BIRGÐAMAT í FISKELDI.
HETIT; FJÖLDI AFFÖLL TRYGG.VERÐ* PRSTK/KG. HEILDAR- VERÐ.
HROGN 7.000 PR. LTR. 0 14.400 PR.LTR. 14.400
AUGNHROGN 6.125 15%-20% 17.760 PRT.TR. 17.760
KVIÐPOKASEIÐI 5.500 10% 6 PRSTK. 33.000
STARTSEIÐI 3.500 25%-50% 9,5 PRSTK. 33.250
SUMARALIN 3.250 7,5% 22 PRSTK. 71.500
SJÓGÖNGU 3.000 7,5% 62 PRSTK. 186.000
UNGLAX (0,5 KG.) 2.800 6% 192 PRSTK. 537.600
ELDISLAX (3 KG.) 2.600 7% 320 PR KG. 2.496.000
* Tryggingarverð 1 SDR = 80 ISK
Einhverjir kunna að spyrja hvort eðlilegt sé að hafa
fymingar með í framleiðslukostnaði. í mínum huga er
ekki ástæða til að meðhöndla þennan lið með öðrum
hætti en aðra liði sem nauðsynlegir eru til framleiðslu
afurðanna, svo sem rekstrarkostnað fasteigna. Forsend-
an er að sjálfsögðu sú að fymingarhlutfallið taki mið af
sliti og úreldingu framleiðslutækjanna.
Þeir gjaldaliðir sem eru utan framleiðslukostnaðar
eru einkum:
Stjórnunarkostnaður Beinn sölukostnaður
Skattar Fjármagnskostnaður.
Það fer að sjálfsögðu eftir eðli starfseminnar í hve
ríkum mæli hver kostnaðarliður kemur fram. Þannig er
13