Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 22

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 22
samhengi við greinar 1-19 þessa texta og „Inngangs- orðum að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum". 20. Vörubirgðir á að meta á því, sem lægra er, kostn- aðarverð eða dagverð. Ákvörðun kostnaðarverðs 21. Innifalið í kostnaðarverði framleiðsluvörubirgða á að vera kerfisbundin færsla óbeins framleiðslu- kostnaðar, sem verður við að koma vörubirgðum á þann stað og í það ástand, sem þær eru. Færsla fasts óbeins framleiðslukostnaðar á vinnslu kostnað á að miða við afkastagetu framleiðslutækisins. Ef fastur óbeinn framleiðslukostnaður er að öllu eða verulegu leyti undanskilinn við mat vörubirgða á þeirri forsendu að hann sé ekki beint tengdur því að koma vörubirgðum á þann stað og í það ástand, sem þær eru. skal það upplýst. 22. Aðra óbeina kostnaðarliði en óbeinan framleiðslu- kostnað skal því aðeins telja með kostnaðarverði vörubirgða að hann sé augljóslega tengdur því að koma vörubirgðum á þann stað og í það ástand, sem þær eru. 23. Óeðlilega eyðslu efnis, launa eða annars á ekki að telja, sem hluta kostnaðarverðs. 24. Með þeim undantekningum, sem greinir í 25. og 26. grein á kostnaðarverð vörubirgða að ákvarðast samkvæmt matsaðferðum FIFO eða veginn meðal- kostnaður. 25. Vörubirgðir, sem framleiddar hafa verið til sér- stakra nota og haldið er aðgreindum skal tilfæra samkvæmt sérgreiningaraðferðinni. 26. LIFO og grunnbirgðamatsaðferðina má nota að því tilskyldu að tekið sé fram hver munurinn sé á verð- mæti birgða skv. efnahagsreikningi og ajlægri upp- hæðinni skv. 24. gr. og dagvirði, eða bjlægri upp- hæðinni skv. endurkaupsverði á uppgjörsdegi og dagverði. 27. Nota má staðalverð framleiðsluvörubirgða eða út- söluverð verzlunarvörubirgða til útreiknings birgðamats, ef þannig fengnar niðurstöður við sam- fellda notkun sýni ekki verulegt frávik frá birgða- mati skv. 20. grein. Ákvörðun dagverðs 28. Áætlanir um dagverð ætti ekki að byggja á skamm- vinnum sveiflum í verði eða kostnaði, heldur á hin- um áreiðanlegustu gögnum, sem fyrir hendi eru á matsdegi, um það hve mikið fáist raunverulega fyr- ir vörubirgðirnar. 29. Mat vörubirgða á að lækka í dagverð lið fyrir lið eða flokka skyldra liða. Nota skal samfellt þá að- ferð, sem valin er. 30. Dagverð vörubirgða, sem haldnar eru til að full- nægja sölusamningum fyrirtækja á að meta á samn- ingsverðmæti. Ef sölusamningurinn er um minna magn en til er, á dagverð þess, sem umfram er, að grundvallast á almennu markaðsverði. 31. Eðlilegar hráefnisbirgðir og aðrar vörubirgðir. sem ætlaðar eru til framleiðslunnar á ekki að færa niður- fyrir kostnaðarverð, ef reikna má með að fram- leiðsluvörurnar seljist á, eða yfir kostnaðarverði. Engu að síður getur lækkun hráefnisverðs gefið til kynna að kostnaðarverð fullunninna vara, sem framleiða skal, muni verða hærra en dagverð og verði svo, skal lækka mat hráefnisbirgða. í slíku til- viki getur endurkaupverð reynst besti mælikvarðinn á dagverð þessara hráefna. Framsetning í ársreikningi 32. Á rekstrarreikning skal færa vörunotkun (nema millifært hafi verið á aðra eignaliði) ásamt birgða- niðurfærslu tímabilsins, að dagverði. 33. Vörubirgðir skal sundurliða á efnahagsreikningum eða í skýringum með ársreikningi á þann veg, sem henta þykir með tilliti til viðskiptagreinar, og á þann hátt, að upplýst sé verðmæti helstu flokka vörubirgðanna. 34. Upplýsa skal hvaða reikningsskilavenju hefur verið beitt við mat vörubirgða, einnig hvaða kostnaðar- verðsregla hefur verið notuð. Ef breyting verður á reikningsskilavenjum varðandi vörubirgðir, sem hefur veruleg áhrif á niðurstöður reikningsársins eða næstu á eftir, á að upplýsa það ásamt ástæð- unni fyrir breytingunni. Ef áhrif breytingarinnar eru veruleg, skal upplýsa það, og um hve háar upp- hæðir er að ræða. (Sjá Alþjóðlegan reikningsskila- staðal nr. 1, Upplýsingar um reikningsskilavenjur). 35. Ef liðurinn „Vörubirgðir“ í efnahagsreikningi inni- heldur aðra þætti en þá, sem skilgreiningin í 4. grein nær .til, skal upplýsa hvers eðlis þeir eru, verðmæti og matsaðferðir. Gildistökudagur 36. Þessi alþjóðlegi reikningsskilastaðall gildir um þá ársreikninga, sem ná til reikningsára, er hefjast 1. janúar 1975 eða síðar. 22

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.