Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 43
a) samruninn felst í höfuðatriðum í skiptum á at-
kvæðisbærum hlutabréfum í félögunum, og
b) allir eða því sem næst allir eigna- og skuldaliðir
fyrirtækjanna svo og reksturinn sjálfur, eru sam-
einaðir í eina heild.
38. Þegar samruni fyrirtækja telst vera sameining á
hagsmunum hluthafa er hægt að viðhafa svonefnda
samlegðaraðferð sem útskýrð er í greinum 46-47
hér á eftir.
KAUPAÐFERÐIN
39. Við gerð samstæðureikningsskila skal færa allar
raunverulegar eignir og skuldir hins keypta fyrir-
tækis á gangvirði á kaupdegi.
40. Fyrirtæki skal fara með mismun á kaupverði og
gangverði raunverulegs keypts eigin fjár eftir ann-
arri hvorri eftirtalinna aðferða, hvort sem mismun-
urinn er jákvæður eða neikvæður:
a) mismunurinn bókaður til gjalda eða tekna í
samræmi við aðferðir sem greint er frá í grein-
um 41 og 42, eða
b) mismunurinn færður strax yfir eigið fé.
Greinar 43-45 eiga við í báðum tilvikum.
41. Þegar aðferðin í grein 40(a) er viðhöfð skal sýna þá
fjárhæð kaupverðsins, sem er umfram gangvirði
keypts eigin fjár, sem eign í samstæðureiknings-
skilum, en það er keypt viðskiptavild, og skal gjald-
færa hana á kerfisbundinn hátt á þeim tíma sem
hún er talin gefa af sér tekjur.
42. Ef kaupverðið er lægra en heildargangvirði keypts
eigin fjár, á annaðhvort að sýna mismuninn sem
frestaðar tekjur og tekjufæra á kerfisbundinn hátt,
eða skipta honum á einstakar keyptar fymanlegar
eignir í hlutfalli við gangvirði þeirra.
43. Eignir, aðrar en handbært fé, sem afhentar eru til
greiðslu kaupverðsins, skal meta á gangvirði.
44. Þegar kaupsamningur gerir ráð fyrir leiðréttingu á
kaupverðinu sem skilyrt er einum eða fleiri fram-
tíðaratburðum, á hin skilyrta fjárhæð að vera inni-
fahn í kaupverðinu ef líklegt er að hún verði greidd
og ef hægt er að leggja skynsamlegt mat á hana. í
öllum öðrum tilvikum á að bókfæra leiðréttinguna
jafnskjótt og hana má ákvarða, í samræmi við
ákvæði alþjóðlega reikningsskilastaðalsins nr. 10,
en hann fjallar um atburði sem eiga sér stað eftir
dagsetningu reikningsskila (Contingencies and
Events Occurring After the Balance Sheet Date).
45. Minnihluta. sem fram kemur við samruna fyrir-
tækja, á helst að sýna sem hlutfall af gangvirði eigin
fjár dótturfélagsins eftir kaupin. Að öðrum kosti á
að sýna hann sem hlutfall af bókfærðu eigin fé dótt-
urfélagsins, fyrir kaupin.
SAMLEGÐARAÐFERÐIN
46. Þegar samlegðaraðferðinni er beitt skulu reiknings-
skil samstæðunnar hafa að geyma allar eignir og
skuldir, hinna samtengdu fyrirtækja, svo og tekjur
þeirra og gjöld á því tímabili þegar sameiningin
varð og á öðrum tímabilum sem sýnd eru til saman-
burðar, eins og sameiningin hefði orðið f upphafi
þeirra.
47. Mismunurinn á afhentum hlutabréfum auk greiðslu
með handbæru fé eða öðrum eignum annars vegar,
og á bókfærðu verði keyptra hlutabréfa hinsvegar
skal færður á eigið fé.
MEÐHÖNDLUN TEKJUSKATTS
48. Varanlega og tímabundna mismuni á innlausn
tekna og gjalda í reikningsskilum annars vegar og í
skattalegu tilliti hins vegar skal meðhöndla í sam-
ræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðalinn nr. 12,
en hann fjallar um bókun tekjuskatts (Accounting
for Taxes on Income).
49. Avinningur samstæðu af yfirfæranlegu skattalegu
tapi. sem ekki var eignfært hjá hinu keypta fyrir-
tæki, skal tekjufærður í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðalinn nr. 12 um bókun tekju-
skatts, nema yfirverð hafi verið fært yfir eigið fé
samkvæmt grein 40(b) hér á undan. Ef keypt við-
skiptavild er færð til eignar skal taka tillit til verð-
mætis slíks ávinnings við eignfærsluna. Ef yfirverð
hins vegar er fært til lækkunar eigin fjár, skal
ávinningur af skattalegu tapi sæta sömu meðferð.
SKÝRINGAR
50. Eftrrfarandi skýringar eiga að koma fram í fyrstu
reikningsskilum sem gerð eru eftir að samruni fyr-
irtækja á sér stað:
a) nöfn og lýsing á hinum samtengdu fyrirtækjum
b) raunveruleg dagsetning samrunans, og
c) reikningshaldsaðferð sú sem notuð er til að gera
grein fyrir samrunanum.
Að auki þurfa að kóma fram skýringar sem krafist
er í alþjóðlega reikningsskilastaðlinum nr. 3, sam-
stæðureikningsskil, og alþjóðlega reikningsskila-
staðlinum nr. 5, upplýsingar sem birta á í reiknings-
skilum (Information to be Disclosed in Financial
Statements).
51. Þegar kaupaðferðin er viðhöfð til að skýra frá sam-
runa fyrirtækja, eiga eftirfarandi viðbótarskýringar
að koma fram í fyrstu reikningsskilunum sem gerð
eru eftir að samruninn á sér stað:
a) hlutfall keyptra hlutabréfa af heildarhlutafé
b) kaupverð og lýsing á því hvernig það var greitt
eða hvort um skilyrtar greiðslur er að ræða.
43